Fáránleikaspurningakeppni.

Í gegnum tíðina hef ég farið með yfir 100 hópa í Óvissuferðir, oft var þátttakendum skipt í lið og keppt í öllu mögulegu. Eitt skiptið bjó ég til spurningakeppni sem sem var kölluð "Fáránleikaspurningakeppni" það átti að finna út nöfn á þekktum íslendingum út frá 4 stikkorðum (misgáfulegum) sem með einhverjum hætti var hægt að tengja við nafnið eða persónuna. Ég notaði þessar spurningar oft og það var alveg með ólíkindum hvað sumir eru naskir. Til gamans ætla ég að skella þremur hér inn og bið ykkur blogglesendur góðir að spreyta ykkur á vitleysunni ef þannig liggur á ykkur...verðlaunin eru ekki af verri endanum..broskall og hlýr hugurGrin.Sá sem getur öll þrjú rétt í einni tilraun - Fær titilinn "Fáranleikaspurningameistari bloggsins"Tounge Ég set inn eina með svari til þess að þið getið áttað ykkur á vitleysunni....hún er eflaust mismunandi mikil eftir spurningum...eða ekki.

.......Öl verslað ( Davíð keypti ölið) Ræður ( Ráðamaður) Stingur ( Odd son ) Karíus og Baktus ( Hárið á honum líktist hárinu á  öðrum þeirra )  =  Davíð Oddson.

1. Sætt  -  Tré  -  Mundi  -  Tík = ?

2. Guð - Fangelsi - Jurt - Krossgátur  = ?

3.Rauður - X íði - Rendur - Lion Bar = ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

númer 3 er held ég Bjarni Fel

Sverrir Þorleifsson, 11.3.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

gæti númer 2 verið Guðmundur Jónsson kenndur við Byrgið?

Sverrir Þorleifsson, 11.3.2007 kl. 22:33

3 identicon

Númer 2 er Gunnar í Krossinum og númer 3 er Bjarni Felixson. Þarf að leggja höfuðið í bleyti með númer 1.

Þorgerður (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 00:02

4 identicon

Ég er svo lélegur í þessu, en ég ætla að stela af Sweepy Thoro og segja að nr. 1 sé Björk Guðmundsdóttir, 2. er ... æi, ég sé ekki Guðmund í byrginu endilega eða Gunnar í Krossinum (hvar kemur jurtin inn í það?) ... veit ekki, en 3. er Bjarni Fel.

Hvað er 2?? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 01:50

5 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

1. Björk Guðmunds

2. Gunnar í Krossi

3. Bjarni Fel

Lárus Vilhjálmsson, 12.3.2007 kl. 08:21

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

OK..Þið eruð bara nokkuð slungin...takk fyrir að reyna.
Ég kem með útskýringar og nýjar spurningar næstu færslu á eftir einhvern tímann....en Björk er rétt og Bjarni Fel er rétt...en enn vantar númer 2...einhver ?...hún er erfið...

Júlíus Garðar Júlíusson, 12.3.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband