Markaðssnillingar.

Spaugstofumenn brutu lög, Íslendingar brjóta lög á hverjum degi og í því sambandi er hægt að nefna hraðakstur. En það sem ég vildi leggja orð í belg með hér er snilldin í markaðssetningu hjá þeim Spaugstofumönnum, þetta eru snillingar þeir eru búnir að lifa af lengi "300" þættir og þeir kunna að ná í athyglina þegar hennar er þörf, þá setja þeir fótinn inn fyrir gráu línuna og fá mikla athygli og áhorf. En þeir gera það líka vel þ.e.a.s þau skipti þar sem þeir hafa farið yfir strikið þá er efnið vandað eins og um helgina.

Þeir sem eru að velta fyrir sér upp úr þessu lögbroti þeirra og Útvarpsins ættu kannski að tjá sig um siðleysi t.d Tvíhöfða sem er á Rás 2. Þar eru á ferðinni ófyndnir og lágkúrulegir vesalingar. Þetta er mín skoðun og stundum finnst mér eins og að enginn þori að segja eitthvað um þetta bull, eitt er hvort að Jón Gnarr sé fyndinn sem Lýður í Lóttó auglýsingum eða bara einn og sér, en þegar þeir koma saman þá leggjast þeir ansi lágt og eru ekki fyndnir. Þeir virðast vera orðnir bensínlausir og þá leita þeir í það að reyna að vera fyndnir á kostnað þeirra sem minna mega sín. Að Rás 2 skuli taka þátt í slíkum gjörningi sæmir ekki þeir stofnun. Mín skoðun er sú að það eigi enginn að vera útundan þegar grín er annars vegar en það er vandmeðfarið hvernig það er gert, grín á ekki að meiða og alls ekki þá sem eiga það síst skilið.


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyr heyr, tek undir alla færsluna kappi.

Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Skil ekki hvernig stendur á því að mér hafi einhvern tímann þótt tvíhöfði skemmtilegur, þvílíkur leiðindaþáttur sem þetta er í dag, vona að ohf-væðing útvarpsins verði til þess að þeir hætti með þáttinn

Bjarnveig Ingvadóttir, 1.4.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband