Er hægt að......

...tala jákvætt um alla flokka/framboð.  Ég held að það væri verðugt verkefni fyrir alla, hvort sem að menn eru í framboði eður ei að stinga niður penna og reyna að skrifa 1 - 4 jákvæð atriði um hvert framboð/flokk. Þetta myndi auðvelda mörgum að ákveða hvað skal kjósa t.d ef maður á erfitt með að skrifað  jákvætt um eitthvert framboð/flokk þá fer maður nú ekki að kjósa viðkomandi eða hvað. Mér finnst það alltof algengt að bloggarar hér á moggablogginu eru á móti og skrifa sífellt neikvætt um þau framboð sem ógna þeirra flokki, sama þó að í hjarta sínu séu þeir kannski sammála góðri hugmynd andstæðinganna.

Ég skora á alla bloggara að takast á við þetta skemmtilega og verðuga verkefni og skrifa 1 - 4 jákvæð atriði um þá flokka/framboð sem munu bítast um atkvæðin okkar þann 12. maí n.k. Gaman væri að fá að fylgjast með hverjir taka áskoruninni.Grin

Úff ég verð að ríða á vaðið....... ég sagði aldrei að þetta væri auðvelt.

Sjálfstæðisflokkurinn
Er öflugur flokkur með myndarlegan menntamálaráðherra.

Samfylking
Á góðan varaformann sem hefur leitt góð mál til lykta og hefur gott fólk í baklandinu.

VG
Staðfastur flokkur sem stendur á sínu að öllu jöfnu og hefur öflugan formann.

Framsókn
Tekur vel við höggum á stjórnarheimilinu og gefst ekki upp.

Frjálslyndir
Standa  á sínu að mesu leiti.

Íslandshreyfingin
Nýtt og ferskt framboð með skemmtilegum blæ, sem á eftir að koma á óvart.

Baráttusamtökin 
Það er jákvætt fyrir þessa aðila að takast á við kosningabaráttuna.


mbl.is Ágúst Ólafur: Hætta á að atkvæði detti niður dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Góð hugmynd..

Sjallar...stórir og sterkir og með fallegan fugl í merkinu

VG... standa endalaust við sitt alveg sama hvað

Samfó... jafnarstefnan er göfug og nú er að framfylgja henni

Íslandshreyfing...göfugur málstaður og fyndinn formaður

Frjálslyndir... þetta er alveg satt með kvótann

Baráttusamtökin... Það er hárrétt við förum illa að ráði okkar gagnvart öldruðum

Jón Ingi Cæsarsson, 5.4.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góðir punktar Júlli, ég ætla að taka áskoruninni finna eitthvað fallegt til að segja um alla. Þú verður bara að gefa mér smá tíma til að finna eitthvað.... :) á morgun. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.4.2007 kl. 15:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég er klár með tvö framboð þarf lengri tíma fyrir restina, fæ kannski Magga Mæju til að hjálpa mér eftir páska.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 20:27

4 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Alveg sammála þér í þessu. Auðvelt að finna eitthvað jákvætt um alla og jákvæð umræða alltaf skemmtilegri en neikvæð

Bjarnveig Ingvadóttir, 6.4.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband