Ótrúleg en afar ánægjuleg viðbrögð.

Ég má til með að blogga örlítið um gærkvöldið. Ég var í sunnudags Kastljósinu hjá Evu Maríu, hún er yndisleg persóna svo ekki sé meira sagt. Það var gaman að vinna að þessu þætti en ansi var 1/2 tíminn fljótur að líða, það var svo margt sem við ætluðum að ræða en allt í einu var tíminn búinn.  Um leið og þættinum lauk þá byrjaði fjörið og þvílík viðbrögð váá, ég átti ekki von á þessu. SMS og email í tugatali, hringingar í báða síma og einhverjir skrifuðu í gestabókina hér á blogginu. Ég er enn að átta mig á öllum þessum jákvæðu og yndislegu viðbrögðum jafnt frá fólki sem ég þekki ekki neitt og þeim sem ég þekki. Ein hringing var frá landsþekktum og mikilsvirtum manni, það sem hann sagði var merkilegt og mér þykir afar vænt um það. Það var sérstakt en ánægjulegt að sitja fram eftir kvöldi og taka við öllu þessu sem ég átti ekki von á og mér fannst ég ekki hafa unnið til þess, ég sagði bara hvað mér fannst í viðtali.  Takk takk þið öll fyrir hlýleg orð í minn garð. Halo  

Strákar frá Dalvík stóðu sig vel um helgina.  Skíðakóngurinn Björgvin Björgvinsson varð íslandsmeistari á skíðum og Eyþór Ingi Gunnlaugsson rúllaði upp söngkeppni framhaldsskólanna á laugardagskvöldið - Til hamingju strákar, þið eruð flottir.


Viðbót:
Það gladdi mig mjög að sjá þetta blogg HÉR í dag

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Júlli, þú varst alveg yndislegur í gærkvöldi. Það er svo notalegt að fá jákvætt alvörufólk í sjónvarpið. Er ekki hægt að koma þér að með jákvæðan sjónvarpsþátt? Mikið held ég að þjóðfélagið hefði gott og gaman að því. segi bara svona, af því maður veit að þú hefur ekkert annað að gera......... 

Þakka þér fyrir Júlli,

kveðja úr Firðinum 

Ragnhildur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.4.2007 kl. 09:39

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

Missti af þér, því miður, en hlýt að geta séð þetta á Netinu. Ætla sannarlega að gera það við tækifæri.

Helgi Már Barðason, 16.4.2007 kl. 10:14

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Flottur í sjónvarpinu !

Rúnar Haukur Ingimarsson, 16.4.2007 kl. 10:31

4 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Það er líka vegna þess að þú ert snillingur Júlli minn

Guðný Jóhannesdóttir, 16.4.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Flottur í sjónvarpinu!!

Lárus Vilhjálmsson, 16.4.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Sæll Júlli. Þó ég þekki þig ekki neitt og hafi ekki haft mikla hugmynd um hvern Eva var að kynna til leiks í gærkvöld, langar mig til að þakka þér fyrir frábært viðtal. Ég er ekki hissa yfir þessu jákvæðu viðbrögðum sem þú talar um. Allt sem þú hafðir fram að færa í viðtalinu er það sem þetta samfélag okkar hérna á Klakanum bráðvantar og þyrstir í - þ.e. jákvæðni, kærleiksrík og uppbyggjandi hugsun. Í þessu sambandi langar mig að gauka að þér tveimur vísum sem duttu í skúffuna mína fyrir stuttu: 

Já- og nei-kvæði

 

Nei er kvæði nokkuð strítt,

nýtur stórrar hylli.

Engum getur frama flýtt,

fáránlegur kvilli.

 

Kærar er mér kvæðið já,

kann því öllu betur.

Með því vil ég sælu sjá,

sumar jafnt sem vetur.

Bestu kveðjur, Sóli 

Sólmundur Friðriksson, 16.4.2007 kl. 12:50

7 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Þetta var bara stórfínt viðtal. Þú kveiktir nú líka all hressilega í þeim sem eiga ættir að rekja til Dalvíkur, hugsa ég.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 16.4.2007 kl. 14:00

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk Júlíus fyrir að vera okkur öllum innblástur.

Hef alltaf haldið upp á smáorða "safn" sem ég rakst á einhverju sinni á ensku: "If-IT-IS-TO-BE-IT-IS-UP-TO-ME"

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfum......

Baldvin Jónsson, 16.4.2007 kl. 16:56

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Vissi ekkert af þessu, en ætla að kíkja á þig á netinu félagi. Ég þarf þess svo sem ekkert til að komast að því hvaða góða dreng þú hefur að geyma.

Bros og kveðja

Hólmgeir Karlsson, 16.4.2007 kl. 19:33

10 identicon

Júlli þú var FLOTTUR á Evu!

Kv. Rakel Friðriks

Rakel Fr. (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:18

11 identicon

Nei nei ekki misskilja.. meina auðvitað HJÁ Evu  :S

Rakel Fr. (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:19

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Júlli minn, bæði þú og Eva María eru gullmolar. Þú með þínu framtaki litar landið okkar fallegri litum en ella og takk fyrir að deila kærleik út í mannlífið, hægt er læra helling af því að fylgjast með þér og síðunum þínum. Takk fyrir að vera til

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 19:05

13 identicon

Júlli .....FRÁBÆR þáttur

Takk fyrir mig

Kveðja Álfheiður Maren

Álfheiður (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 18:38

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrr um daginn, áður en koma að frábærri framistöðu þinni, var ég að tala við fólk um vondan móral á ónefndum stað út á landi. Ég sagði þá að þetta væri örugglega ekki svona á Dalvík enda búin að fara nokkrum sinnum á fiskidaga og gengið hús úr húsi til að smakka ásúpu. Eftir kastljósþáttin skyldi ég að það þarf ekki marga til að laga ástandið, kannski bara einn til að hefjast handa.

Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband