Takk takk takk.

Í bloggfærslu minni HÉR á mánudaginn var ég að segja frá ótrúlegum en ánægjulegum viðbrögðum við Kastljósþættinum s.l sunnudagskvöld. Ekki hafa viðbrögðin minnkað, símhringingar, tölvupóstar, knús á götum úti. T.d skrapp ég til Akureyrar í gær og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið fólk vildi hafa tala af mér og þakka mér fyrir, biðja mig að koma með fyrirlestur og fleira, ein hringing til mín snerist um að góður eldri maður sem var svo hrifinn af þættinum að hann ákvað að gefa 1 - 2 milljónir til Dalvíkur til að setja upp gosbrunn, aðilar vilja að ég verði með sjónvarpsþátt og einn mælir með að ég taki við af Ólafi Ragnari GrímssyniSmile  Þetta er bara svona rétt til þess að þið áttið ykkur á hvað ég er að meina - Við ykkur öll vil ég segja Takk takk takk.
Ástæðan fyrir því að ég blogga um þetta aftur er að þakka fyrir þessi dásamlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á og síðan en ekki síst hef ég mikið hugsað um hvað það var sem olli þessum miklu og jákvæðu viðbrögðum - ég tel að það sé ljóst að það sem okkur vantar í þetta þjóðfélag er meiri jakvæðni, tillitssemi, bjartsýni og og kærleikur við eigum að vera við sjálf leyfa kærleikanum að flæða og umfram allt að vera jákvæð - neikvæðni er niðurdrepandi.


Aðeins að öðru, fyrir helgina fékk ég hringingu frá frambjóðendum Samfylkingarinnar í mínu kjördæmi og þau spurðu hvort að þau mættu koma í heimsókn til mín og kynna sér Fiskidaginn mikla, ég hélt það nú. Í gærmorgun klukkan 8 mættu þeir Kristján Möller og Einar Már eldsprækir beint úr sundlauginni hér á Dalvík og komu með nýbakað vínarbrauð með sér. Þeir spurðu mikið um Fiskidaginn mikla, Lára Stefánsdóttir bættist síðan í hópinn og færði Fiskideginum mikla bók sem hún gaf út, þar var einmitt ein mynd frá deginum. Þetta var hin skemmtilegasta heimsókn, þau fræddust um mitt viðfangsefni og annað var ekki rætt þ.e.a.s þau voru ekki með neinn áróður. Nú skora ég á aðra frambjóðendur í þessu kjördæmi að koma í heimsókn og kynna sér stærstu árlegu hátíðina og menningarviðburðinn í Norðausturkjördæmi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Til hamingju með frægðina, ég sá þáttinn og fannst mikið til koma, gangi þér vel.

Sigfús Sigurþórsson., 18.4.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk Sigfús Við skulum nú láta þetta með frægðina liggja milli hluta.

Júlíus Garðar Júlíusson, 18.4.2007 kl. 09:44

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Fékk ábendingu um að lesa bloggið þitt - fíla það vel!

Annars fynnst mér mun norðlenskara að kalla Fiskidaginn =

Fiskidagurinn feikilegi (en það er nú annað mál). Þú mátt vera stoltur af þeim degi hvað sem hann heitir:

p.s. mínar rætur eru þarna í dalnum (Gröf/Brautarhóll)

arh

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.4.2007 kl. 13:34

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

það var gaman að heyra og sjá þennan mann sem ég hafði oft heyrt um, mikið væri nú gott ef allir gætu haft svona eitt eintak af Júlla.

Hallgrímur Óli Helgason, 18.4.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband