Ferðamál til framtíðar.

Ferðamál til framtíðar - málþing um ferðamál í Dalvíkurbyggð. Laugardaginn 21. apríl 2007 - Dalvíkurskóla

Kl. 10.45 - Húsið opnað, kaffi á könnunni
Kl. 11.00 - Kolbrún Reynisdóttir opnar þingið. Ávarp bæjarstjóra, Svanfríðar I. Jónasdóttur

Kl. 11.05 -  Ferðaþjónusta í dreifbýli - Guðrún Þ Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar   

Hólaskóla.
Kl. 11.30 - Kynning frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.
Kl. 11.45 - Náttúrufar og saga svæðisins – Kristján Eldjárn Hjartarson
Kl. 12.00 - Hádegishlé – kynning á matvælum úr héraði – Local food – Júlíus Júlíusson
Kl. 12.45 - Hagræn áhrif ferðaþjónustu, samlegðaráhrif og tenging við atvinnulíf 
Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.
Kl. 13.15 - Stuttmynd um fjallaskíðamennsku á Tröllaskaga –  frá Jökli Bergmann
Kl. 13.30 - Heilsutengd ferðaþjónusta - Anna Dóra Hermannsdóttir
Kl. 13.45 - Unnið í sex umræðuhópum:

*Hvaða ímynd viljum við hafa? Hvaða ferðamenn viljum við fá? Samvinna atvinnugreina við markaðssetningu og uppbyggingu ímyndar. *Hvernig nýtum við betur tækifæri sem búið er að benda á? (Fuglalíf, sögu- og menningartengd ferðaþjónusta, skemmtiferðaskip, gönguferðir og fjallamennska og íþróttamót ofl.) *Sjóferðir og hvalaskoðun.  Hvað getum við lært af uppbyggingu hvalaskoðunar og sjóferðum  frá Húsavík? - Fundur með Edward H. Huijbens. *Hvernig nýtum við okkur tækifæri sem felast í aukinni umferð í gegnum Dalvík þegar Héðinsfjarðargöng opna ? *Handverk og ferðaþjónusta

Kl. 15.00 - Kynning á niðurstöðum hópa
Kl. 16.00 - Þingi slitið.
Málþingið er öllum opið og eru þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu á svæðinu hvattir til að mæta og taka þátt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þú ert betri fyrir Dalvíkurbyggð en 100 álver!

Skilaðu kveðju frá mér í Brautarhól og Gröf!:

Ásgeir Rúnar Helgason, 20.4.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

mikil ást með hvaða veðri sem er

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Brautarhóll, er það nokkuð hjá Siggu og Bjössa?? þau eru í Brautar... eitthvað er það ekki?? Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 01:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þarf maður ekki annars að fara að panta sér svona 12 fermetra til að geta verið á með tjald eða eitthvað í ágúst á hátíðinni, kannski Frauði frændi láni okkur pláss í sveitinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 01:28

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ásdís: Sigga og Bjössi eiga heima í Brautarholti sem er hjús á Dalvík, en Ásgeir er að tala um Brautarhól sem er sveitabær í Svarfaðardal....já það er vissara að fara að huga að nokkrum fermetrum

Júlíus Garðar Júlíusson, 21.4.2007 kl. 09:14

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gott mál. Gríðarlega mikilvægt að vita hvert menn ætla sér. Það er ekki nóg að hafa viðskiptavini (ferðamenn) maður verður að ná að fanga þá sem maður vill, þá sem passa fyrir konseptið ...
Bros til Dalvíkur og nágrennis

Hólmgeir Karlsson, 21.4.2007 kl. 09:41

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Júlli, þú situr ekki auðum höndum. Þakka þér fyrir fallegt komment á síðunni minni, það er svo gott að heyra hlýleg og jákvæð orð. 

Breiðum út jákvæðni og kærleika, við þurfum öll á því að halda.

Lifi jákvæðnin

bestu kveðjur og sjáumst fljótlega 

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.4.2007 kl. 11:21

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Góð hugmynd, vantar þarna kannski þó áherslur líka á það að koma norður og gera "ekkert". Bara að vera og ganga og anda

Hef dvalið aðeins í Skíðadalnum, bæði í góðu yfirlæti í gistingu á Klængshól og svo hjá Hildi systir minni og Bernd á Þverá.

Það eru bara einfaldlega einhverjir töfrar þarna sem er erfitt að skýra, menn verða bara að láta eftir sér að upplifa það.

Fjöllin þarna eru gjörsamlega dásamleg og tæla mann til fjallgöngu, eitthvað sem ég hafði verulega gott af

Allir norður bara, já og ekki gleyma.....

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í

Baldvin Jónsson, 21.4.2007 kl. 23:09

9 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk fyrir commentin hér. Já rétt Baldvin í Skíðadal og Svarfaðardal eru miklir töfrar sem erfitt er að útskýra. Það kom einmitt fram á ráðstefnunni í gær þetta með að fara í gönguferð um svæðið og t.d þegja um stund eða bara að vera og gera ekki neitt. Já og sammála kjósum með hjartanu

Júlíus Garðar Júlíusson, 22.4.2007 kl. 07:32

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband