Minna um blogg - Ítalía bíður

Mikið um að vera  þessa dagana, kem kannski að því hér síðar. Var að vísu búinn að stefna að því að þetta blogg væri ekki mikið svona um sjálfan mig. En er að fara í kvöld til Ítalíu, var svo heppinn að vera boðið á "Slow fish" sýningu, ráðstefnu og fleira...Milanó, Genova og Cinque Terre fiskiþorpin 5 sem eru á heimsminjaskrá Unesco. Fer í boði Vaxtasamnings Eyjafjarðar og í frábærum félagsskap.....Friðrik V meistarakokkur á Akureyri, Ólínu hjá matvælaklasa Vaxtasamningsins...og síðan bauð ég konunni minni með. Blogga um ferðina er ég kem heim 9. mai.....gott að komast aðeins í burtu svo að maður þurfi ekki að hlusta á, upplifa, heyra og sjá neikvæða umræðu í aðdraganda alþingiskosninganna.....en að sjálfsögðu er margt jákvætt innan um. Hvernig væri að gefa jákvæðasta framboðinu atkvæðið sitt þeir eiga það skilið....það er svo þitt að meta hverjir hljóta þann merkilega titil. Góðar stundir og verið góð við hvert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi.

Hefði ekki verið sniðugt að fara í gær og byrja í Milanó, segjum kannski bara á San Siro! Ég hefði treyst þér til þess að hvetja okkar menn í kvöld. Skemmtu þér vel og góða ferð.

Jón Arnar (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góða ferð!   

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.5.2007 kl. 19:03

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Góða ferð Júlli minn, njótið ferðarinnar

Vilborg Valgarðsdóttir, 2.5.2007 kl. 21:13

4 identicon

Góða ferð Júlli minn og passaðu hana Grétu vel fyrir okkur !  

Njótið ykkar niður í tær! 

Guðný Ólafs (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Réttur maður á réttum stað :) góða ferð

Hólmgeir Karlsson, 2.5.2007 kl. 23:24

6 identicon

Gaman að horfa á fyrri leikinn með þér enn ekki eins ánægður með það sem Alli bróðir bað þig svo "kurteisislega um" eftir leikin (þegar hann gargaði) YYYYYYYYYYYEEEEEEESSSSSSSS!!!!!!!!! Það er eins gott fyrir ykkur að taka Milan svo við getum mætt ykkur! Þetta segja samt bara menn sem eru öruggir um að taka dolluna...

P.s. Þeir sem þekkja mig ekki þá er Nallari:) "Arsenal"

Kristján Már (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:29

7 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Góða ferð og hafðu það gott á Ítalíu......

Segi bara "go fish á slow fish" 

Pétur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 00:12

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Stuðningsmenn þínir í Svíþjóð segja:

Gott er að borða góðan mat á góðum stundum - einkum þó á vina fundum - leifarnar við gefum hundum!

Lifi "Fiskidagurinn feikilegi"

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.5.2007 kl. 21:21

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

góða ferð Julious Julious

Pálmi Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 21:55

10 identicon

Ég vona bara að ferðin út hafi verið, sé og muni verða frábær. Hlakka til að lesa um hana þegar þú kemur heim ... la vita e bella!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband