Áminning í lífsgæðakapphlaupinu

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga.
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðum,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild ef að andinn á að dafna.

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
Og enginn tekur mistök sín til baka.

Því þarf magnað þor að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni,
Sigurviss, þó freistingarnar ginni

Árni Grétar Finnsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar vísur.
Veistu hver höfundurinn er?

Hjartagull (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel mælt, takk fyrir að birta okkur þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 13:50

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll Júlli, góður kveðskapur:) ... datt bara í hug að "kvóta" í einn speking sem mér fannst hæfa

The nobler sort of man emphasizes the good qualities in others, and does not accentuate the bad. The inferior does the reverse. 
Confucius (551-479 BC) Chinese Philosopher

Hólmgeir Karlsson, 23.5.2007 kl. 23:09

4 identicon

Kristaltær viska !  Grafðu upp meira af þessu og við eigum okkar eigin Dalai Lama .....   Lesist aftur og aftur og aftur og aftur.

Verð að kvóta á Ruslpóstvörnina þar sem ég rambaði inná síðuna þína fyrst nú og kolféll, gat ekki orða bundist yfir lífsþorinu. 

Nema hvað þínar góðu 2 og 6 eru mér góðu kunnar í einni tölu og  birtust mér enn eina ferðina í vörn þinni sem : Hver er summan af tíu og þremur? - kemst varla skref í lífinu nema 13 sé mér við hlið...     lukkunnar ópamfíll eða !!!!!   - nema ruslkvörnin þín spyrji sífellt að : 13+0 eða 12+1 eða 11+2 eða 10+3 eða 9+4 eða 8+5 eða 7+6 - það væri aldrei :-) 

Dóra sveitalína - Eyjafjarðarsveit (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband