Ég er ekki sumarbloggari......

Það er alltaf verið að benda mér á að það sé langt síðan að ég bloggaði. Það er mikið rétt, að er bæði gott að heyra það að fólk taki eftir þvi að maður sé ekki að blogga og ekki gott að maður hafi ekki tíma fyrir það á þessum tíma. En ástæðan fyrir því að vinnudagurinn er mjög langur yfir sumartímann er starfið mitt - Fiskidagurinn mikli  -Sjá tengil hér til hliðar -  HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR....og hlakka til þess að taka aftur til við að blogga einhverja vitleysu í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég hef verið með alloft EN og það er feyki gaman.

Legg aftur og enn til að nafninu verði breytt í:

Fiskidagurinn Feykilegi!

Kemst því miður ekki í ár en vona að allt gangi feykilega vel!

Geiri í Gröf

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2007 kl. 19:29

2 identicon

Já er bara sammála þér Ásgeir, þetta er Fiskidagurinn Feykilegi.

Júlli minn, hlakka til að sjá ykkur öll og ég verð á mínum stað á grillinu.

Kveðja, Tóta litla lipurtá.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:51

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Húrra!!! Þú ert allavega á lífi!!

Komstu svo vestur án þess að heimsækja mig, Dýrið þitt?????

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.7.2007 kl. 13:23

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ef á að fara að breyta nafninu langar mig bara að koma með nokkrar tillögur: (he, he ... )
- Hin árvissa síðasta kvöldmáltíð (Júlli mettar jú mun fleiri en sá gamli gerði forðum)
- Hátíð hins heilaga Júlíusar von fishaven
- Fiskidagurinn (því það er jú enginn annar sem kemst þar nærri)
.... en fór svo að velta fyrir mér hvort skammtarnir verði minnkaðir í ár útaf kvótaskerðingunni og hvort einhverjar mótvægisaðgerðir séu fyrirhugaðar af hálfu ríkisvaldsins ...
Hvernig verður þetta Júlli? ég sé ekki aukin framlög til tengivega í Svarfaðardal mæta þessum fisksamdrætti... hefurðu rætt þetta við þingmannavaldið?
Bros og kveðja :)

Hólmgeir Karlsson, 27.7.2007 kl. 01:56

5 identicon

Ég er sko löngu búin að ákveða að koma á Fiskidaginn feykilega mikla. Er meira að segja búin að leggja drög að því að hitta bloggvini og vinkonur þar. Þú og þinn fiskidagur eruð langflottastir

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 02:21

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Magnað þetta bloggsamfélag. Maður lætur sig hverfa í langan tíma, stingur svo litlu tánni aftur í bloggið...og viti menn bloggvinirnir bíta á, þetta er yndislegt. Takk fyrir góðar kveðjur og nöfn.
Ylfa...ég sá þig bara ekki og hélt að þú hefðir verið í Danmörku
Hólmgeir: Nei skammtarnir verða stækkaðir, það þýðir engan barlóm, við spítum bara í lófana og finnum okkur eitthvað sjálf á meðan staðan er svona og stöndum svo uppi sterkari að lokum, við erum bjartsýn.
Tóta litla lipurtá: Þú ert skráð á risagrillið...Hlakka til að sjá ykkur öll.

Júlíus Garðar Júlíusson, 27.7.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband