Fréttir af landanum.

Kæri vinur.

Héðan af klakanum er allt gott að frétta og allflestir verið á fullum fóðrum undanfarið. Veðrið jú það hefur verið til staðar. Við lofum hvort öðru að nú verið farið út að ganga og drekka mikið vatn að minnsta kosti átta glös á dag. Að vísu voru einhverjir spekingar sem komust að því um daginn að þetta væri gömul mýta með vatnið....maður væri jafn slappur eða hress hvort sem þau væru átta, eitt eða ekki neitt. Mér sýnist að þeir sem strengdu áramótaheit um að vera góður við náungann séu strax búnir að brjóta heitin, því að fólk sýnir alls ekki nógu mikinn náungakærleik, menn aka framhjá slysum án þess að stoppa og huga að þeim sem eru hjálparþurfi, berja hvern anna með straujárnum, bjórglösum, fótbrjóta og lemstra á ýmsan máta. En ekki eru allir vondir Össur Skarphéðinsson hefur verið góður við vini sína að undanförnu og rétt þeim störf á silfurfati sem hinir öfundsjúku hafa talið að eitthvað sé bogið við, ég skil bara ekkert í þessu af hverju að ferðamálastjóri þarf að hafa reynslu eða ferðamálanám á bakinu. Þeir sem stunda ferðamálanám ættu að sækja um héraðsdómarastöður sem liggja á lausu það skiptir svo litlu máli þar hvað maður skorar hátt. Það er búið að fella niður seðilgjöldin og nú liggja starfsmenn bankanna yfir því hvernig það sé best að ná þessum krónum af okkur á anna hátt og ég held að við megum eiga von á niðurstöðum í lok vikunnar.
Ég strengdi áramótaheit sem ég á ekki von á að rætist, en ég ætlaði ekki að eignast lúxusjeppa á árinu en ég sé ekki betur en að ég verði að fá mér einn slíkan það er ekki nógu gott að vera sá eini á landinu sem er ekki á lúxusjeppa. Ég hugsa að það verði Range Rover þar sem að eitthvað er til af þeim það voru einhverjir peningalitlir menn sem skiluðu nokkrum inn fyrir jól þar sem að 100% bílalánin eru ekki nógu hagstæð um þessar mundir.  Þú hefur nú sennilega verið búinn að frétta að Ólafur Ragnar býður sig fram áfram til forseta. Nú telja menn að hann hafi ekki sigur, Ástþór nokkur Magnússon hinn jákvæði, kurteisi, vinamargi og mikli friðarboðberi hefur dvalið í æfingabúðum í Danmörku og er talinn mjög líklegur sigurvegari, fyrir utan æfingabúðirnar þá hefur hann það fram yfir Ólaf Ragnar að hann sé búinn að ráða Gillzeneggerinn sem kosningastjóra og geti þeir því skorað hátt hjá fallega fólkinu eða skitið uppá bak saman, hvort tveggja árangursríkt þessi misserin á Íslandi.

Klakakveðja.
mbl.is Ekki sérstakan áhuga á starfi forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Stórgóður pistill

Jónína Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband