Dúfur og grænmeti.

 1691 Ég átti einu sinni dúfur í stóru búri, ég skírði eina dúfuna í höfuðið á stelpu í mínum bekk sem ég var skotin í. Hún var alveg komin að varpi, sko dúfan ekki bekkjarsystir mín. Ég var spenntur og frekar óþolinmóður og átti erfitt með að bíða eftir að eggið kæmi, kíkti á hverjum degi en svo ákvað ég að hjálpa dúfunni við þetta og ég kreisti dúfuna þar til að eggið kom , eggið var fallegt en dúfan leit ekki við því og mig minnir að hún hafi dáið fljótt. Ég blés úr egginu og ætlaði að setja það í eggjasafnið mitt en gleymdi að taka það úr vasanum og fann síðar bara mulning þar. Á svipuðum tíma og ég var svona góður að hjálpa dúfunni, vorum við vinirnir í götunni minni mjög duglegir að að fara í smökkunarferðir í garða hjá nágrönnunum, það sem var á boðstólnum voru jarðaber og allra handana grænmeti.....eigendur garðanna voru ekkert ánægðir, í raun alveg brjálaðir. Maður skildi það nú ekki alltaf, það var alltaf verið að hvetja mann til að borða grænmeti og eitthvað hollt.Við vorum nú samt mjög duglegir að hæla fólkinu fyrir hvað þau ræktuðu góðar afurðir, og sögðum yfirleitt að þær væru miklu betra hjá þeim heldur en Nonna á móti . Við vorum líka duglegir að borða rabbarbara, hann var bestur þegar að maður dýfði honum í sykur og við bönkuðum yfirleitt uppá hjá þeim sem við stálum rabbarbaranum frá og báðum um sykur....og ég man ekki eftir því að það hafi klikkað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skemmtileg færsla og ég kannast svo vel við þetta... been there done that.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Man eftir svona líka í den, endalaust gaman hjá heilbrigðum hressum krökkum

Jónína Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 10:18

3 identicon

Já,Júlli minn,vestur á Ísafirði var það Harðfiskurinn,Radísurnar ,Gulrófurnar ,Rabbabarinn og allt var þetta voða gott enda BANNVARA.

Við eigum okkur öll svona ævintýratíma,auðvitað skalf maður og nötraði ,hræddur um að upp kæmist.Kannski í ellinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband