Undarleg staða.

höfn
Fyrir okkur sem hafa áhuga á veðri og fylgjast með því að einhverju leiti er þetta veður á Suðurnesjunum frekar óvenjulegt og eflaust fyrir heimamenn líka. Hér á Dalvík fer að verða langt síðan að það hefur snjóað almennilega svona eins og í denn. Þá fóru heilu raðhúsalengjurnar á bólakaf, frí í skólanum í viku, rafmagnslaust og fleira yndislegt. Undanfarna daga eða allt frá áramótum hefur verið hér frost, logn, það snjóar ekki neitt en snjóbyssur skíðafélagsins mala fyrir utan gluggann og framleiða snjó á skíðasvæðið. Á meðan snjóar á mjög óvenjulegum stöðum þar sem jafnvel hefur aldrei áður snjóað t.d  í Irak og Afganistan.......og nú snjóar bara helling á afmörkuðum svæðum á suðurnesjum og suðurlandi, þó það hafi sannarlega gerst áður en þetta er víst dálítið mikið núna.....hvað er eiginlega að gerast ?
Oft er spurt þegar fátt er um svör !

P.s Þessi mynd er c.a frá 1978 - 1984 og er þetta Höfn á Dalvík húsið sem ég ólst upp í , þarna má sjá dálítið af snjó en oft var nú meira. 
mbl.is Slasaðist í slöngudrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur alltaf snjóað í Afganistan og Norður-Írak!

http://earthobservatory.nasa.gov/NaturalHazards/shownh.php3?img_id=13357

Palli Svans (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:20

2 identicon

Those were the days my friend :)

Þegar við vorum að horfa í gær á myndskeið frá Grindavík fengum við ægilega heimþrá og langaði að komast í svona action.

Rúna Kristín (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Palli Svans: Takk fyrir þessar upplýsingar en ég sá frétt um eitthvert fjarlægt land þar sem að var nánast að snjóa í fyrsta skipti.....en mér finnst samt undarlegt að það snjói þar en ekki hjá mér
Rúna: Ég skil það vel...en ég er þess fullviss að þegar þið flytjið aftur heim þá fer að snjóa og snjóa...hlakka til...að fá ykkur heim.

Júlíus Garðar Júlíusson, 15.1.2008 kl. 10:42

4 identicon

Þá gömlu góðu daga :) þegar snjórinn var meira en metri á hæð marga daga og maður gat gert heilu snjóhallirnar :) hehehe og farið á skíði á hverjum degi það var ekki leiðinlegt.

Fæ alveg backflash að sjá þessa gömlu mynd :D

Dálitil undarleg staðan í dag.

Anna (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er nú sjálfsagt betra að hafa ekki mjög hátt um það , en mér er alveg sama þó það komi aldrei snjór

Jónína Dúadóttir, 15.1.2008 kl. 14:22

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ég get nú bara sagt ykkur það um leið og bloggaði þessa færslu byrjaði að snjóa, ekki mikið en nokkur korn þó og kominn aðeins grámi yfir...

Júlíus Garðar Júlíusson, 15.1.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband