Kunnuglegt !

Fékk þetta sent í morgun...það er svo margt ansi kunnuglegt þarnaSmileAngry

Kæru vinir!

Nú þegar árið 2007 hefur runnið sitt skeið, langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar. 
Í dag á ég  ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til litlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258 skiptið.
Ég á í rauninni enga peninga lengur… en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000 $ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið “exclusivur” þáttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að deilda 7 milljónum $ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginni Abuja. Yndislegur maður hann Ade Oluwa… alveg sérstök sál. Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessaður með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mitt og St. Helena hefur líka boðist til að uppfylla allar mínar óskir. Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mina til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum. 
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Esso án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér á í aftursætið meðan ég fylli tankinn.Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. Að svara ákveðnum númerum. Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kameldýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn.

Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni.

Lifið svo innilega heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já....það er mikið til í þessu!!  Ég þoli ekki svona hótunar-hamingjupósta, eyði þeim alltaf jafnharðan.  Get ekki ímyndað mér að ég verði mjög gömul kona fyrir vikið!

Guðný S. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 20:47

2 identicon

Þar hittir þú naglann á höfuðið, þetta er óþolandi.... skil ekki fólk sem nennir að standa í þessu. Ég gerði tilraun um daginn og áframsendi einn slíkan og ekki stóðst það sem lofað var. Ég trúði reyndar alls ekki á það, en vildi bara gera tilraun. Tek undir með Guðnýju, eyði þessum póstum eða hundsa þá.

Rúna K. Sig (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

ég fékk e-mail sem var alveg eins og þessi færsla - og þú ert ekki að geta heimilda, ritstuldur?

Sverrir Þorleifsson, 19.1.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Mundirðu eftir að gefa í söfnunina til styrktar langríkum, he he ..

Hólmgeir Karlsson, 19.1.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fyrirsögnin er spurning Ætlaði líka að spyrja hvort þú hefðir ekki örugglega líka gefið í söfnunina fyrir langríka

Jónína Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Já ég hef eytt miklu fé í langríka Jú mikið rétt Sverrir..ritstuldur af verstu sort....Ég vona að ég fá ekki viðurnefnið Júlli Johnsen

Júlíus Garðar Júlíusson, 20.1.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband