Ef það er ekki gert grín af fólki í opinberum stöðum......

....er sennilega ekki mikið varið í það...eða hvað ? Og ef að þetta er rétt hjá mér þá hlýtur Ólafur að vera maðurinn í borgarstjóradjobbið.

Nokkrir punktar um Svívirðilegaveikindagrínhúmorleysisháttinn hjá mörgum.Tounge

Erlendur Eiríksson stóð sig snilldarvel í umræddum Spaugstofuþætti. Spaugstofuþættirnir eru unnir hratt, Erlendur kemur þarna inn sem gestaleikari og rúllar verkefninu sem var lagt fyrir hann upp. Snillingur þar á ferð.

Ég tók þessu aldrei þannig að það væri verið að gera grín af Ólafi persónulega. Mér fannst þetta svo augljóst að það var verið að gera grín af stórskrýtinni atburðarás og umfjöllun í s.l viku.

Er það ekki bara hið besta mál að hafa kröftuga og þorandi menn líkt og Spaugstofumenn sem t.d geta tekið Sirkus liðinna daga og sett hann í grínform. Það er ljóst að það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Sumir töluðu um að það hefðu kannski verið óþarflega margar hnífstungur.....en ef þeir eru að vinna með umfjöllun síðustu daga, þá var nú ansi mikið rætt um hnífstungur á hverjum degi.

Ef að Ólafur á að vera sár, hvað má þá Björn Ingi segja....eða Vilhjálmur Þ.Undecided

Að mínu mati eru mistökin í þessu öllu saman að ræða ekki veikindi Ólafs sem allir geta lent í strax í upphafi.  Með því að tala undir rós og segja ekki frá staðreyndum, voru veikindin gerð að áhugaverðu máli sem allir vildu vita um. Í slíkum tilfellum fara sögur af stað sem eru ekki allar sannar og gera málin flóknari og umfjöllunin verður enn meiri fyrir vikið.

Veikindi Ólafs voru alvarleg en að mínu mati eiga þau eiga ekki að vera leyndarmál. Hann hefur náð sér og það er fyrir mestu. Geðræn eða andleg vandamál eru veikindi eins og hver önnur, þau eru ekki til að skammast sín fyrir.Heart

Góðar stundir og munum að vera góð við hvert annað.....en ekki hætta að grínast.Smile


mbl.is Ekki yfir strikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta var góður þáttur , fer ekki ofan af því. Ef ólafur hefði rætt sín veikindi af hreinskilni væri málið dautt. Hans eigin fordómar fara illa með hann.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Spaugstofan bjó ekki til myndina af Ólafi gúgú eða af Villa viðutan eða af Binga að stinga. Hún sýndi okkur í spéspegli þær myndir sem almenningur hafði þegar af þeim.

Soffía Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 11:59

3 identicon

Umræðan kom þó einu upp á yfirborðið; fjölda fólks hér stendur á sama um í hversu siðuðu samfélagi við búum. Hér virðast búa fjöldinn allur af einstaklingum sem öllum til hagsbóta væru best geymdir við vitavörslu.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér getur ekki verið meira sama hvort maðurinn var líkamlega eða andlega veikur, kemur út á eitt, veikindi eru veikindi. Hann sýnir sjálfur fordóma gagnvart sínum eigin veikindum og ég skil það ekki. Mér fannst Spaugstofan ekki vera að gera grín að honum, heldur tók ég það sem þeir væru að gera grín að umfjölluninni um allan þennan sirkus... En hvað veit ég

Jónína Dúadóttir, 29.1.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband