Virðingarleysi.

Á tíu klukkutímum bókaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 165 verkefni, það gerir að jafnaði 17 útköll/verkefni á hverjum klukkutíma. Er þessi fjöldi mikill ? er hann meiri eða minni en vanalega. Var þessi fjöldi svona mikill fyrir 10 árum ? Hvað er það sem veldur þessum óróa í þjóðfélaginu, ofbeldi jafnt á götum úti, heimilum og skemmtistöðum. (Ég geri mér grein fyrir að verkefnin 165 eru stór sem smá og misalvarleg og snúast ekki öll um ofbeldi.)  ? Ég veit það ekki og mig grunar að fáir séu með ákveðin svör eða lausnir á þessum vanda. Mín skoðun er samt sú að eitt af því sem veldur þessu er VIRÐINGARLEYSI fyrir, eigin eigum og annara, náunganum og sjálfum sér.  Eru fleiri eða færri afbrot eftir því hvernig staðan er í þjóðfélaginu. Eru afbrotin fleiri ef að þjóðinni vegnar vel og við eigum nóg af öllu, göngum við þá lengra til þess að fullnægja spennu og útrásarþörf okkar. ?
Ég held að ef að baráttan um völd og græðgisvæðingin væri ekki svona mikil værum við betri við hvert annað. Hefðum meiri tíma fyrir okkur sjálf, fjölskylduna og vini. Við erum ALDREI nógu dugleg að taka utan um börnin okkar, gefa þeim tíma....góðan tíma. Við þurfum líka að vera duglegri að skilja unglingana, segjast elska þá og vera vinir þeirra. Mig grunar að það sé dálítið mikið gert af því að foreldrar fólkið kaupi sér frið.  Ef að við myndum hægja á okkur og gera meira SAMAN myndi þessi tala hjá lögreglunni lækka fljótt og smátt og smátt vera eðlileg ef að það orð er til í þessu sambandi.
Byrjum núna.....
mbl.is Tólf gista fangageymslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband