....og ef ekkert verður aðhafst verður ekki aftur snúið.

Framlag Bubba Morthens og hans umboðsmanns er afar merkilegt, þarft og eftirtektarvert.
Þessi þróun sem hefur átt sér stað að undanförnu m.a með stofnun félags/samtaka sem heita Ísland fyrir Íslendinga og nú síðast vefsíða þar sem að 14 ára einstaklingar safna undirskriftum gegn Pólverjum. Þetta er alveg makalaus þróun og stórhættuleg. Það er alveg ljóst í mínum huga að það þarf að taka á þessum málum. Fyrst þarf að byrja heima við eldhúsborðið, þar þurfa foreldrar að huga að því hvað þeir segja og hvernig þeir ræða þessi mál við börnin og unglingana.
Í öllum hópum hvort sem það eru Íslendingar, Japanir eða Pólverjar svo að einhverjir séu nefndir eru svartir sauðir. Ég þekki nokkra pólverja þar sem að ég bý og þeir eru upp til hópa aldeilis stórgott fólk. Hér eru Pólverjar sem eru komnir til að vinna um stundarsakir og einnig fjölskyldur sem hafa keypt sér húsnæði og ætla að setjast hér að. Það er hrikalegt fyrir þetta fólk að heyra um þessar hörmungar, undirskriftir, óþverraskrif og fleiri fréttir af því hvernig hópar Íslendinga talar um íbúa landsins sem eru af erlendi bergi brotnir. Ég þekki mjög marga Íslendinga t.d í Danmörku, hvað þætti okkur ef að þeir væru lagðir í einelti þar sem þeir byggju. Ætlar þetta unga fólk sem hefur ritað nöfn sín á þessa vefsíðu ætli aldrei að fara til útlanda, kannski í nám eða til þess að búa til framtíðar, jafnvel með erlendan maka. Hvernig vilja þeir að það verði tekið á móti þeim í því landi sem þeir ákveða að dvelja í til lengri eða skemmri tíma ?

Ég er mjög hissa á foreldrum þessa unga fólks sem setur upp svona vefsíðu í hugsunarleysi. Múgæsingin verður til þess að einhver hundruð skrifa undir eitthvað sem þau hafa ekki þekkingu á. Þetta er stóralvarlegt mál ekki bara fyrir þau, heldur okkur öll sem á þessu landi búum.  Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að grípa í taumana nú þegar. Það þarf að auka fræðslu um rasisma og hefjast handa við það strax, .....foreldrar geta tekið af skarið heima. Það er ekki hægt að bíða með þetta mál því það verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður og ef ekkert verður aðhafst verður ekki aftur snúið.

Ég segi það enn og aftur...frábært framtak hjá Bubba.
mbl.is Forsætisráðherra ætlar að taka lagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALGJÖRLEGA SAMMÁLA - frábært framtak hjá Bubba.

En má ég í allri auðmýkt benda á að sl. 10-15 ár hefur stefnan hjá borgaryfirvöldum í Rvk. verið sú, að sameina alla "NÝBÚA" í einn skóla - burtséð frá heimili viðkomandi nemanda. Þetta hefur að sjálfsögðu leitt til þess að fjölskyldur reyna að flytjast nær skóla barnsins... og þar af leiðandi hafa byrjað að myndast "gettho" eins og við þekkjum í stórborgum í Evrópu og.... meira en það .... börnin/unglingarnir í öðrum hverfum borgarinnar verða fordómafull í garð þeirra sem eru "öðruvísi" en þau!!

Í stað þess að læra af mistökum nágrannaþjóða okkar - verðum við endilega að vaða sömu "drullusporin" og þau?

Edda (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skuggaleg þróun.

Jónína Dúadóttir, 14.2.2008 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband