Erfiður, annasamur, skemmtilegur og árangursríkur dagur

Varð nú að henda einhverju á bloggprent. Það er búið að vera mikið að gera í dag...undirbúningur fyrir tvo fyrirlestra, kennslustundir, fundir og fleira. Er að fara á Háskólann á Hólum, Grunnskólann á Hofsósi, Akureyri, Reykjavík á fundi, fyrirlestra, sýningu og fl. Heljarmikið um að vera í þessari viku...og þeirri næstu. Var að auki spyrill í spurninga keppni á unglingastigi í Dalvíkurskóla í morgun. En annars fór hluti af deginum mikið fram í síma og megnið af þeim símtölum varð þess valdandi að heilinn í mér fór í nokkra hringi...eins og hann hefur gert annað slagið s.l 2 vikur vegna fjölda áskorana og mikillar og góðar hvatningar um að ég sæki um starf. Þessi hvatning hefur komið mér þægilega á óvart. En annars er lífið bara gott og yndislegt...ef við horfum framhjá því sem er ekki yndislegt...sem er svo lítið að það ætti ekki að minnast á það.

Verið ljúf og góð...lífið er stutt...en samt svo langt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyrðu já, ég held barasta að þú yrðir fínn forseti... eða var það ekki það starf annars ?

Lífið er ljúft

Jónína Dúadóttir, 19.2.2008 kl. 06:06

2 identicon

Júlli, í hverju ertu ekki :D hehe, bara magnaður, en þú mátt ekki taka uppá því að fara frá okkur drengur...þetta er orðið svona "Yess, Júlli er mættur!!" ástand hjá manni þegar maður mætir á atburð og þú ert þar :)

Addi E (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Bíddu... hvaða starf?

Ylfa Mist Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 19:45

4 identicon

jahh nemlig, hvilken job er det?

Rúna K (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:39

5 identicon

Bara að minna þig á að þú ert kosningastjóri norðursins á laukv næsta vinur :) vona að þú fáir sem flesta til að kjósa Frikkann okkar :)

Kata Árna! (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:54

6 identicon

Sæll Júlíus.   þetta með nýja jobbið!

Ég held ég viti það,en ef ég segi það ,þá vita það næstum allir,efég þegi um það, þá gleymi ég því.      Hvað er það?

rotker.     er  starfsheitagátan OG

 Nú verður þú að raða þessu rétt upp og þá er komið jobbið þitt. Í dag er nýr dagur.Notum hann vel. Guð vaki yfir þér og þínum. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 06:15

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rektor ? Vá frábært !

Jónína Dúadóttir, 22.2.2008 kl. 07:48

8 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

http://dalvik.is/auglysingar/nr/2012/- er þetta nokkuð starfið sem þú varst hvattur til að sækja um?

Sverrir Þorleifsson, 23.2.2008 kl. 17:33

9 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Góður Sverrir....ég þakka öllum fyrir góð commnet. Ég átti ekki von á þessum bvangaveltum er ég skrifaði þessa færslu í flýti. En starfið sem um ræðir er Leikhússtjóra staðan hjá LA......en ég sótti ekki um eftir miklar vangaveltur.

Júlíus Garðar Júlíusson, 24.2.2008 kl. 17:58

10 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta var góður fyrirlestur sem þú varst með á Hólum á miðvikudag.  Það hefði verið hægt að spjalla við þig allan daginn um það sem þú ert búinn að vera að gera. 

Þórður Ingi Bjarnason, 25.2.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband