Gróf dagskrá í Eurovisionþorpinu.

Hér er gróf dagskrá Eurovisionþorpsins, hún verður borin í öll hús í Dalvíkurbyggð ásamt getraunaseðli fyrir fimmtudagskvöldið.

Eurovision þorpið Dalvík - 10 ára afmæli Dalvíkurbyggðar
Dagskrá  - Tökum þátt, gleðjumst saman og styðjum okkar fólk

Við hvetjum alla til að.
Skreyta, setja stuðningskilti eða myndir út í glugga, flagga á fimmtudeginum.
Hægt er að nálgast blöðrur eftir hádegi á fimmtudag í verslunum og fl. stöðum.

Eurovision tilboð.
Húsasmiðjunni.
Íslenskur fáni á 99 kr meðan birgðir endast.
Olís. Hamborgarafjölskyldutilboð með coke - 2 l coke og flögur - Ís úr vél og fleira.
Frír Candyflos í boði Olís við Olís milli kl 16 0g 18.
 Samkaup Úrval. ATH. Lokum 18.30 fimmtudaginn 22.mai
Góa Bitar Hraun /Æði 169.-  50% afsláttur af nammibar fimmtudag föstud og laugardag
Sprite/Sprite zero 99.-  Stjörnusnakk Papriku og Ostastjörnur 149.-  Ásamt mörgum öðrum tilboðum og nýi Eurobandsdiskurinn er kominn.

Fimmtudagur 22. maí. - Flaggað í byggðarlaginu
16.00 Candyflos í boði Olís - Eurovisionþorps og 10 ára afmælisblöðrum dreift.
18.00 Fjölskylduskrúðganga frá Ráðhúsi að íþróttahúsi. - Listamenn Díónýsíu taka þátt. Mætum með fána , veifur, hatta og skraut. Skrúðgangan verður tekin upp.
19.00 Keppnin á skjá í íþróttahúsinu- heppnir fá diska Eurobandsins og árituð veggpsjöld
Pizzur til sölu á staðnum - Getraunir -  Videoblogg frá Friðrik Ómari sýnt.
Þetta kvöld er í boði Félagsmiðstöðvar, Stuðningshóps og Sparisjóðs Svarfdæla

Föstudagur
23. maí
23.30
Upphitunarkvöld á Bakaríinu - DJ Hulio með nýju og gömlu Eurovision lögin.

Laugardagur 24. maí - Flaggað.
11.00 - 14.00
Vorhátíð í Dalvíkurskóla - Allir velkomnir.
14.00 Dalvík/Reynir - Leiknir knattspyrnuleikur.
18.00 Eurovision gleði út um allan bæ - heimahúsum og sölum
19.00 Keppnin í Íþróttahúsinu á Risaskjá - Vímulaus fjölskylduskemmtun.
23.00 Eurovision dansleikur í Víkurröst  fram eftir nóttu - DJ Hulio

Sunnudagur 25. maí
Á Degi barnsins,  ætlum við að koma saman "austur á sandi",  með skóflur, fötur og form og byggja sandkastala og fleira. Leikir og sprell undir stjórn hins eina sanna Adda Sím.

*** Sjö listamenn dvelja á Húsabakka næstu 10 daga á vegum Díónýsía. Íbúum er frjálst að hitta þau þar og vinna með þeim. Listamennirnir taka þátt í Eurovision þorpinu m.a skrúðgöngunni. Takið vel á móti þeim og nýtið ykkur tækifærið til að vinna með þeim næstu daga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Gróf dagskrá í Eurovisionþorpinu???? Júlli?? I alvöru?  

Þú ert FRRRRRRABÆR!!! Með þinn ofvirka heila og dásamlegu framkvæmdagleði!

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 16:04

2 identicon

Frabært framtak:) vottar fyrir sma heimtra nuna hehe frabær helgi framundan goda skemmtun:)

Begga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er frábært hjá þér Júli.  Hver staður þarf að eiga einn mann eins og þig til að láta hlutina ganga.

Þórður Ingi Bjarnason, 20.5.2008 kl. 20:41

4 identicon

Glæsilegt Júlli, hlakka til að taka þátt í þessu öllu saman!

Sissa (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:28

5 identicon

Jæks, það munar þá ekkert um það. Þetta er MAGNAÐ!!!

Þar sem við erum fjarri góðu gamni verðum við með ykkur í huga, en vinnum þó hörðum höndum að því að kjósa Eurobandið áfram (heppin að geta kosið okkar eigið land ).

Áfram Friðrik og Regína !! 

Rúna K. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband