Steinbítskinnar á Ritz púða

Steinbitskinnar JJHér birti ég eina af uppskriftunum úr bókinni " Meistarinn og áhugamaðurinn" sem kemur út fyrir jólin. Þetta er uppskrift áhugamannsins af steinbítskinnum. Það verður gaman að sjá hvað meistarinn gerði úr þessu hráefni.
Það er Finnbogi snillingurinn í www.dagsljos.is sem tekur myndirnar.

Steinbítskinnar á Ritzpúða
700 gr roðlausar steinbítskinnar
1 pk Ritz kex
1 krukka tomato & mascarpone frá Sacla
½ krydd Havartiostur, rifinn
Graslaukur
Salt

Kryddlögur.

2 msk milt karrý
2 msk sojasósa,  Kikkoman
4 hvítlauksgeirar
2 cm engifer

Olía
Hráefnið í kryddlöginn sett í matvinnsluvél. Kinnarnar snyrtar og skornar í teninga og lagðar í kryddlöginn í klukkutíma. Bitarnir þerraðir, steiktir í smjöri á pönnu og hnífsoddi af  Maldon salti skvett á bitana á pönnunni. Ritz kexið og tomato & mascarpone sett í matvinnsluvél í stutta stund, hellt í pott ásamt stærsta hlutanum af havartiostinum og hitað þar til að osturinn byrjar að bráðna. Ritzjafningnum skipt á fjóra diska og fiskinum raðað á púðann, Niðurklipptum graslauknum dreift yfir ásamt því sem eftir er af ostinum. Ég mæli með hvítlauksbrauðstöngum sem meðlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mmmm... nammi, þetta langar mig að smakka

Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband