Haustblíða, ber og eldhúsdundur

100_0487 Haustblíðan (Eða er enn sumar) er alveg dásamleg, kyrrt, sól, haustlitir og hrein unun að vera til. Ég og Gréta (Minn betri helmingur) erum búin að fara í nokkur skipti í fjallið hé fyrir ofan (3 mín) og tína bæði bláber, aðalber og aðalbláber. Þvílíkt magn og þvílíkt sælgæti sem þessi ber eru. Við erum farin að huga að aðventuboðinu okkar þar sem að við fáum vini okkar í heimsókn í byrjun des. Við týndum aðalbláber í líkjör sem að verður í boði þar. Hann er einfaldur, aðalbláber, sykur og vodki....en aðalmálið er að það þarf að hugsa um hann og rugga honum og strjúka eins og ungabarni fram að aðventunni. Ég setti krukkuna með fíneríinu í út á pall í dag og tók mynd, svona rétt fyrir ykkur.100_0472 En þar með vorum við ekki hætt, það voru jarðarber á tilboði í Samkaup Úrval og nóg til af blá og aðalbláberjum, þannig að við bjuggum til heilan pott af jarðarberja og bláberjasultu. Ég tók örlítinn hluta af af sjóðheitri sultunni og gerði smá tilraunir. Ég bætti balsamik sírópi og þurrkuðu blóðbergi út í og var að hugsa um villibráðina. Smakkaði þetta áðan og þetta lofar virkilega góðu.Wink En þar með var maður kominn í stuð. Það voru líka grænar paprikur á mjög góðu tilboði í búðinni, rétt um 170 kr kg. Ég keypti slatta fór með þær heim án þess að vita nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Skar þær niður setti hluta af þeim í frost ( Var að hugsa um fiskisúpur vetrarins) hinn hlutann setti ég í pott með lauk, hrásykri, 100_0475chilli (með fræjunum) nýrifnum kanil, pipar,vatni, furunhnetum, timian og fennel. Sauð í um 50 mínútur og setti á krukkur. Bið spenntur eftir að prófa með steiktum fiski, (Blanda t.d. saman við sýrðan rjóma) með kjöti og jafnvel með osti og kexi.
Hlutföll:
3 hlutar paprika, 2 hl. laukur,2 hl. sykur,2 hl. vatn, 1 hl. chilli, krydd eftir smekk. Eftir að potturinn er tekinn af hellunni er c.a. 1/2 hl. af furuhnetum bætt útí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er í annað skipti á örfáum dögum sem ég heyri/les um aðalber. Vissi ekki að þau væru til.... það eru bláber ?

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Daginn Jónína.
Já einhverjir hafa verið að spyrja út í þetta. Hér á Dalvíkursvæðinu erða fnna kræikiber, bláber, aðalbláber og hin svörtu kynngimögnuðu aðalber. á einhverjum litlum blettum er að finna hrútaber.
Set hér slóð á mynd af aðalbláberjum og aðalberjum. Mér finnast aðalberin langbest.

Aðalber og aðalbláber

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.9.2008 kl. 10:35

3 identicon

Ekki að spyrja að þér í tilraunastarfseminni - gaman að þessari síðu hjá þér Júlli minn - geypilega flott auðvitað - verður gott að hafa aðgengi að uppskriftum si svona á einu bretti. Panta auðvitað eina sultukrukku með jarðaberjum og bláberjum - laaaaangbest!! Knús á Grétu og börnin - med venlig hilsen - Ása og co

Áslaug í Helluvaði (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 06:08

5 identicon

Frábært.

Slóðin á aðalber og aðalbláber virðist ekki virka, bendi því á vefsíðu berjavina www.berjavinir.com.au

Konráð Pálmason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband