Haustblíđa, ber og eldhúsdundur

100_0487 Haustblíđan (Eđa er enn sumar) er alveg dásamleg, kyrrt, sól, haustlitir og hrein unun ađ vera til. Ég og Gréta (Minn betri helmingur) erum búin ađ fara í nokkur skipti í fjalliđ hé fyrir ofan (3 mín) og tína bćđi bláber, ađalber og ađalbláber. Ţvílíkt magn og ţvílíkt sćlgćti sem ţessi ber eru. Viđ erum farin ađ huga ađ ađventubođinu okkar ţar sem ađ viđ fáum vini okkar í heimsókn í byrjun des. Viđ týndum ađalbláber í líkjör sem ađ verđur í bođi ţar. Hann er einfaldur, ađalbláber, sykur og vodki....en ađalmáliđ er ađ ţađ ţarf ađ hugsa um hann og rugga honum og strjúka eins og ungabarni fram ađ ađventunni. Ég setti krukkuna međ fíneríinu í út á pall í dag og tók mynd, svona rétt fyrir ykkur.100_0472 En ţar međ vorum viđ ekki hćtt, ţađ voru jarđarber á tilbođi í Samkaup Úrval og nóg til af blá og ađalbláberjum, ţannig ađ viđ bjuggum til heilan pott af jarđarberja og bláberjasultu. Ég tók örlítinn hluta af af sjóđheitri sultunni og gerđi smá tilraunir. Ég bćtti balsamik sírópi og ţurrkuđu blóđbergi út í og var ađ hugsa um villibráđina. Smakkađi ţetta áđan og ţetta lofar virkilega góđu.Wink En ţar međ var mađur kominn í stuđ. Ţađ voru líka grćnar paprikur á mjög góđu tilbođi í búđinni, rétt um 170 kr kg. Ég keypti slatta fór međ ţćr heim án ţess ađ vita nákvćmlega hvađ ég ćtlađi ađ gera. Skar ţćr niđur setti hluta af ţeim í frost ( Var ađ hugsa um fiskisúpur vetrarins) hinn hlutann setti ég í pott međ lauk, hrásykri, 100_0475chilli (međ frćjunum) nýrifnum kanil, pipar,vatni, furunhnetum, timian og fennel. Sauđ í um 50 mínútur og setti á krukkur. Biđ spenntur eftir ađ prófa međ steiktum fiski, (Blanda t.d. saman viđ sýrđan rjóma) međ kjöti og jafnvel međ osti og kexi.
Hlutföll:
3 hlutar paprika, 2 hl. laukur,2 hl. sykur,2 hl. vatn, 1 hl. chilli, krydd eftir smekk. Eftir ađ potturinn er tekinn af hellunni er c.a. 1/2 hl. af furuhnetum bćtt útí.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ţetta er í annađ skipti á örfáum dögum sem ég heyri/les um ađalber. Vissi ekki ađ ţau vćru til.... ţađ eru bláber ?

Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Júlíus  Garđar Júlíusson

Daginn Jónína.
Já einhverjir hafa veriđ ađ spyrja út í ţetta. Hér á Dalvíkursvćđinu erđa fnna krćikiber, bláber, ađalbláber og hin svörtu kynngimögnuđu ađalber. á einhverjum litlum blettum er ađ finna hrútaber.
Set hér slóđ á mynd af ađalbláberjum og ađalberjum. Mér finnast ađalberin langbest.

Ađalber og ađalbláber

Júlíus Garđar Júlíusson, 8.9.2008 kl. 10:35

3 identicon

Ekki ađ spyrja ađ ţér í tilraunastarfseminni - gaman ađ ţessari síđu hjá ţér Júlli minn - geypilega flott auđvitađ - verđur gott ađ hafa ađgengi ađ uppskriftum si svona á einu bretti. Panta auđvitađ eina sultukrukku međ jarđaberjum og bláberjum - laaaaangbest!! Knús á Grétu og börnin - med venlig hilsen - Ása og co

Áslaug í Helluvađi (IP-tala skráđ) 8.9.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 06:08

5 identicon

Frábćrt.

Slóđin á ađalber og ađalbláber virđist ekki virka, bendi ţví á vefsíđu berjavina www.berjavinir.com.au

Konráđ Pálmason (IP-tala skráđ) 12.9.2008 kl. 21:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víđustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Sept. 2025

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband