Fullt hús stiga.

Fullt hús stiga fyrir einstaka matarupplifun í byrjun árs.

Okkur hjónum ásamt góðu fólki veittist sá heiður að kvöldi nýársdags að verða boðinn í árlegan nýársfagnað á Friðriki V. Þetta kvöld gefa meistarakokkar staðarins, Hallgrímur, Guðmundur og Friðrik ástríðunni lausan tauminn og ýmislegt er prófað með bros á vör. Eflaust eiga gestir staðarins á komandi ári eftir að fá að njóta margra listmunanna sem bornir voru á borð þetta einstaka kvöld.

Á þessu kvöldi þar sem farið var með gestina í rúmlega 5 tíma matarferðalag um okkar frábæra norðlenska hérað ásamt því að bregða okkur um stund til annara landa t.d Frakklands, Ítaliu, Spánar og Portúgal svo að eitthvað sé nefnt, fengum við að bragða á 23 mismunandi réttum ásamt kamapavíni, tveimur tegundum af hvítvíni, tveimur af rauðvíni, einni af portvíni,einni af eftiréttavíni og einni tegund af maltbjór. Ég ætla að nefna nokkra af réttunum rétt til þess að gefa innsýn í það sem boðið var uppá. Norðlensk kæfa, reyktur lax, þurrkað villisvínslæri sér innflutt frá Spáni, humarrisotto, humarcarpaccio, innbakaður humar í humarfarsi, rjúpusúpa, léttreykt andabringa með geitaosti og rúsínucapersmauki, blóbergsískrapi borinn fram á ísjaka, hægeldaður innanlærishreyndýravöðvi, villönd, heimagert konfekt, djúpsteikt skyr, súkkulaðikaka, ís og skyramisú.

Réttirnir voru einhvern veginn svo fullkomnir og allir einstaklega fallega bornir fram. Það er  ljóst að Friðrik, Adda, Karen og Axel, ásamt starfsfólki lögðu sig fram við að \gera kvöldið ógleymanlegt og það skein í gegn að allir sem að þessu komu höfðu mikla ánægju af sem skilaði sér til gestanna. Andrúmsloftið skemmdi ekki fyrir, það var einstaklega afslappað og til að setja punktinn yfir iið í þeim efnum söng Margrét Eir undurfallega nokkur lög við undirleik Jökuls Jörgensens. Að lokum fengu allir gestir eð eiga diska sem voru sérframleiddir fyrir kvöldið og komu þeir frá Stjörnunni glergallerýi á Dalvík.

Þetta kvöld undirstrikar það enn og aftur að Friðrik V. er veitingastaður í toppklassa og megum við norðlendingar vera stoltir af. Að hafa slíkan stað  með fólki sem er í þessu ástríðunnar vegna skiptir alla matarmenningu á svæðinu miklu máli og styður svo sannarlega við hana í sem viðustu samhengi.

Gleðilegt og nýtt spennandi matarár.

Júlíus Júlíusson


Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband