Í gærkvöldi komu tengdó og 2 mágkonur mínar í stelpuheimsókn. Ég vissi af þessu með frekar stuttum fyrirvara en ákvað nú samt að elda eitthvað handa þeim. Ég átti rauðsprettu og léttsaltaða ýsu í ísskápnum og náði í krabbakjöt í frystinn. Við erum því miður ekki enn komin með matjurtagarð, en góðvinir okkar sem búa 3 húslengdum frá okkur rækta ýmislegt. Sonur þeirra er að safna sér fyrir hesti, ég sendi skilaboð yfir um hvort að hann gæti ekki selt mér kartöflusmælki og gulrætur. Eftir 10 mín var ég kominn með nýuppteknar gulrætur og kartöflur. Ég ákvað að hafa þriggja rétta fiskmáltíð handa stelpunum. Fyrsti réttur kalt krabbakjötssalat (Surimi) Íssalat frá Lambhaga, vínber, spænskur sauðaostur, avacado, furuhnetur, maldon salt, olífuolía og hvítt balsamiksíróp. Ég bitaði krabbann í netta teninga, setti smjör, kikkoman sojasósu og örlítinn sykur á pönnu og velti bitunum í eina mínútu og kældi.
Ég bjó til salat í skálar handa hverri og einni. Þegar ég geri svona salöt, þá finnst mér skipta svo miklu mál hvernig hvernig er raðað í skálina/ílátið, hvað fer fyrst og svo framvegis. Röðin hjá mér var svona og magnið er eftir tilfinningu og smekk, íssalat, spænskur sauðaostur mulin yfir, vínber skorin, avacado, litlar kúlur skornar með teskeið, balsamik síróp nokkrum dropum dreift yfir, aftur íssalat, furuhnetur, krabbinn, dassi af olífuolíu, örlítið maldon salt milli fingra að lokum. Best að er að gera salatið stuttu fyrir mat, en samt að hafa það stutta stund í ísskáp. Ostinn og balsamiksírópið fékk ég í Sælkeraverslun Friðriks V. á Akureyri. Næsti réttur var fiskur sem ég hef ekki eldað mjög lengi það var ýsa. Ég roðfletti ýsuna og skar hana í passlega bita setti þá í ofn með smjörklípu og örlitlum svörtum pipar úr kvörn í mjög stuttan tíma. Góð regla er að þegar þér sýnist að fiskurinn sé ekki tilbúin, þá er hann einmitt tilbúinn. Ég bjó til ostamakkarónur og bar ýsuna fram á þeim með ferskri gúrku og púrtvínssoðinni nýupptekinni gulrót ( Sjá mynd.....gleymdi að taka myndina strax, en ákvað að hafa hana með þó að það hafi verð byrjað að borða af honum).
Þriðji rétturinn var smjörsteikt Rauðspretta með smjörsoðnu nýuppteknu kartöflusmælki og steinseljumeðlæti. Rauðsprettunni með roðinu velt upp úr þeyttu eggi ( Eggin koma frá hamingjusömum íslenkum hænum og þau er keypt niður við veg á Göngustöðum í Svarfaðardal, eggin eru í kassa og þú skilur bara eftir pening og tekur egg) ég setti saman rasp, brauðrasp venjulegt, Panko Tælenskt rasp, fínt rifinn parmesanostur og miðjarðarhafssaltblanda frá ww.altunga.is. Fisknum velt upp úr raspblöndunni og steiktur í stuttan tima í smjöri á pönnu, roðið niður fyrst. Kartöflusmælkið steikti ég aðeins á pönnu og setti í pott með hreinu smjöri og sauð þær um stund.Sannkallað sælgæti eftir að kartöflurnar eru búnar að drekka í sig smjörið. Með þessu bar ég bæði fram papriku og chilli sultuna sem ég sauð um helgina ( Sjá færslu neðar) og steinseljumeðlæti. Steinselja skorin frekar smátt, hvítlaukurinn enn smærra, furuhnetur ristaðar, þessu blandað í skál með ólífuolíu og saltið eftir smekk. Ég gaf stúlkunum hítvín og vatn að drekka með þessum snöggsoðna kvöldverð. Þær voru afar ánægðar og það er fyrir mestu.
Ég bjó til salat í skálar handa hverri og einni. Þegar ég geri svona salöt, þá finnst mér skipta svo miklu mál hvernig hvernig er raðað í skálina/ílátið, hvað fer fyrst og svo framvegis. Röðin hjá mér var svona og magnið er eftir tilfinningu og smekk, íssalat, spænskur sauðaostur mulin yfir, vínber skorin, avacado, litlar kúlur skornar með teskeið, balsamik síróp nokkrum dropum dreift yfir, aftur íssalat, furuhnetur, krabbinn, dassi af olífuolíu, örlítið maldon salt milli fingra að lokum. Best að er að gera salatið stuttu fyrir mat, en samt að hafa það stutta stund í ísskáp. Ostinn og balsamiksírópið fékk ég í Sælkeraverslun Friðriks V. á Akureyri. Næsti réttur var fiskur sem ég hef ekki eldað mjög lengi það var ýsa. Ég roðfletti ýsuna og skar hana í passlega bita setti þá í ofn með smjörklípu og örlitlum svörtum pipar úr kvörn í mjög stuttan tíma. Góð regla er að þegar þér sýnist að fiskurinn sé ekki tilbúin, þá er hann einmitt tilbúinn. Ég bjó til ostamakkarónur og bar ýsuna fram á þeim með ferskri gúrku og púrtvínssoðinni nýupptekinni gulrót ( Sjá mynd.....gleymdi að taka myndina strax, en ákvað að hafa hana með þó að það hafi verð byrjað að borða af honum).
Þriðji rétturinn var smjörsteikt Rauðspretta með smjörsoðnu nýuppteknu kartöflusmælki og steinseljumeðlæti. Rauðsprettunni með roðinu velt upp úr þeyttu eggi ( Eggin koma frá hamingjusömum íslenkum hænum og þau er keypt niður við veg á Göngustöðum í Svarfaðardal, eggin eru í kassa og þú skilur bara eftir pening og tekur egg) ég setti saman rasp, brauðrasp venjulegt, Panko Tælenskt rasp, fínt rifinn parmesanostur og miðjarðarhafssaltblanda frá ww.altunga.is. Fisknum velt upp úr raspblöndunni og steiktur í stuttan tima í smjöri á pönnu, roðið niður fyrst. Kartöflusmælkið steikti ég aðeins á pönnu og setti í pott með hreinu smjöri og sauð þær um stund.Sannkallað sælgæti eftir að kartöflurnar eru búnar að drekka í sig smjörið. Með þessu bar ég bæði fram papriku og chilli sultuna sem ég sauð um helgina ( Sjá færslu neðar) og steinseljumeðlæti. Steinselja skorin frekar smátt, hvítlaukurinn enn smærra, furuhnetur ristaðar, þessu blandað í skál með ólífuolíu og saltið eftir smekk. Ég gaf stúlkunum hítvín og vatn að drekka með þessum snöggsoðna kvöldverð. Þær voru afar ánægðar og það er fyrir mestu.
Flokkur: Matur og drykkur | Þriðjudagur, 9. september 2008 | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Hvað borðar þú fisk oft í viku
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Takk fyrir okkur kæri Júlli
Við getum með glöðu geði vottað að þetta var allt saman alveg frábært. Við fáum vatn í munninn þegar við hugsum til baka. Það er alltaf svo gaman að koma í mat til ykkar Grétu.
Kærleikskveðja Guðný og tengdó
Guðný (mágkona) og tengdó (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:44
Fréttum af þessu flotta matarboði og öfunduðum þær ekkert smá
kveðja frá fjarnemanum á Selfossi
Birna
Skólasystir Guðnýar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.