Harðskafi

Ég er nýlega búin að heyra nokkrar útgáfur af orðinu "Harðskafi"og ég veit ekki hvort að það tengist því nokkuð hvað ég var að hugsa um í morgunsárið, en þegar ég las fyrirsögnina hér á mbl.is  " Harðfiskur og kynlíf "á grein um annars áhugaverða sýningu Jónu Hlífar datt mér í hug harðskafi. Flestir þekkja orðið frá bókinni hans Arnaldar Indriðasonar sem kom út um jólin í fyrra. Á Vísindavefnum kemur eftirfarandi fram: " Örnefnið Harðskafi er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir:
  • Fjall upp af Eskifirði.
  • Bratt og hátt hamrafjall með gróðurlitlum hlíðum fyrir ofan bæinn í Kálfafellskoti í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu.
  • Hæð eða lágur hryggur í Hlíð í Skaftártungu í V-Skaftafellssýslu.
  • Þverhnípt, slétt berg, gráleitt á að sjá í Suður-Hvammi í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.
  • Í túninu í Holti undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu.

    Samkvæmt nýjustu orðabók merkir orðið harðskafi ‚lélegt fóður eða fæði‘, en harðskafatún ‚tún með hörðum og þurrum jarðvegi‘. Lýsingarorðið harðskafalegur er haft í merkingunni ‚hrjóstrugur‘ eða ‚harðneskjulegur‘ (Íslensk orðabók). Tvö samsettu orðin eru merkt Austfjörðum í Orðabók Sigfúsar Blöndals. Nafnið Harðskafi kemur fyrir í Hálfs sögu og Hálsrekka.

    En þar sem að þetta er nú matarblogg þá ætla ég að koma að enn einum harðskafanum og ekki þeim sísta. Harðskafi er harðfiskur og íslenskt smjör blandað saman og t.d smurt á flatbrauð. (Sjá hér um matarferð á Breiðafirðinum) Niðurstaðan er semsagt þessi mér datt harðskafi í hug vegna harðfisksins en ekki vegna kynlífisins.Cool ...og þetta er sko sannarlega ekki lélegt fóður.

    Í gærkvöldi borðaði ég á Krua Siam á Akureyri og í dag kemur smá grein, myndir og sleifagjöf.

mbl.is Harðfiskur og kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef smakkað harðskafa á rúgbrauði og það er svakalega gott

Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Harðskafi á rugbrauð er snilld.  Takk fyrir þessa fræðslu og kveðja á Dalvíkina 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband