Ísland er matarkista...nóg brauð frammi eins og konan sagði

Það er skrýtið í þessu svokallaða krepputali hvernig sumir einstaklingar og sum fyrirtæki t.d Bónus espa fólk upp til að hamstra vörur. Það er ekkert að fara að gerast að okkur muni vanta mat, eflaust getur það gerst af þessum sökum eins og stundum áður að einstaka vörutegund verður ekki til. Við búum í góðu landi sem er allgjör gullkista full af mat " Ísland er matarkista".  Við verðum að vera jákvæð okkar sjálfra og barnanna vegna og það má ekki gleyma því að við eigum hvert annað og við erum rík já við erum moldrík, við eigum hreint loft, vatn og gott landrými svo að eitthvað sé nefnt.
Það er ekki hægt að líkja ástandinu í efnahagsmálum við hamfarir sem hefur verið gert. Við þekkjum hamfarir þar sem að fólk týndi lífi, lífi sem ekki verður bætt hugsum um það. Kreppa þjappar okkur saman og hægir á peningabrjálæðinu og fólk fer að skipta máli, gildin sem koma til með að vera á toppnum eru mannlegu gildin. Tökum slátur, veiðum fisk, týnum ber, fjölskyldan saman heima að gera fiskibollur og bökum svo að eitthvað sé nefnt. Kennum börnunum okkar hvaðan maturinn kemur, berum virðingu fyrir okkar hráefni, sýnum þeim hvernig á að fara með hann, geyma og elda.

Áfram ísland - ef þið veltið því fyrir ykkur þá er lífið bara dásamlegt.


mbl.is Vísindin ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyr heyr

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.10.2008 kl. 18:24

3 identicon

Góður Júlli nákvæmlega svona verðum við að hugsa. Ef að maður hefur vinnu og fjölskylduna þá lifum við þetta. Ágætis skellur samt fyrir okkur unga fólkið sem höfum aldrei vitað hvað kreppa er.. Gerum þetta sem þú sagðir já og kannski geyma visa kortið uppí skáp... Kv..

Solla (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:52

4 identicon

Góðan daginn

Ef ekki nú þá aldrei - getum við notað leindarmálið. Við eignumst aldrei peninga nema hugsa jákvætt um þá. Setjum þetta í gang - okkur líður strax betur og við leysum vandan fyrr en með nokkrum öðrum ráðum.

Rock on

Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband