Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Minna um blogg - Ítalía bíður

Mikið um að vera  þessa dagana, kem kannski að því hér síðar. Var að vísu búinn að stefna að því að þetta blogg væri ekki mikið svona um sjálfan mig. En er að fara í kvöld til Ítalíu, var svo heppinn að vera boðið á "Slow fish" sýningu, ráðstefnu og fleira...Milanó, Genova og Cinque Terre fiskiþorpin 5 sem eru á heimsminjaskrá Unesco. Fer í boði Vaxtasamnings Eyjafjarðar og í frábærum félagsskap.....Friðrik V meistarakokkur á Akureyri, Ólínu hjá matvælaklasa Vaxtasamningsins...og síðan bauð ég konunni minni með. Blogga um ferðina er ég kem heim 9. mai.....gott að komast aðeins í burtu svo að maður þurfi ekki að hlusta á, upplifa, heyra og sjá neikvæða umræðu í aðdraganda alþingiskosninganna.....en að sjálfsögðu er margt jákvætt innan um. Hvernig væri að gefa jákvæðasta framboðinu atkvæðið sitt þeir eiga það skilið....það er svo þitt að meta hverjir hljóta þann merkilega titil. Góðar stundir og verið góð við hvert annað.


« Fyrri síða

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband