Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Snyrtilegt og sárfyndið leikhús

Snyrtilegt og sárfyndið leikhús!

Höfundur: Harold Pinter Þýðing: Gunnar Þorsteinsson Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson Leikmynd og búningar: Leikhópurinn Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson Leikmyndamálun: Steingrímur Þorvaldsson Tónlist Eyþór Ingi Gunnlaugssoon Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson 

Þögli Þjónninn
Leikfélag Akureyrar- Frumsýning 13. október 2010 í Rýminu
Það er 50 ár frá fyrstu frumsýningu á “The dumb waiter” eða Þögla þjóninum sem að snillingurinn og Nóbelsskáldið Harold Pinter sem að lést á aðfangadag 2008 skrifaði.
Mér fannst vel við hæfi að frumsýning númer 300 hjá Leikfélagi Akureyrar væri á þessu verki. Pinter var góður spretthlaupari í æsku, Þögli þjónninn hjá LA er eins og gott og árangursríkt spretthlaup. Sýningin er rétt um ein klst. að lengd og ekkert hlé. Það er svo gott að eiga stund í leikhúsi og njóta heillar sýningar án utanaðkomandi athugasemda í hléi. Þannig var það með þessa áhugaverðu sýningu og eins og mér var að orði er ég kom út í lokin “þetta var leikhús”

Í þessum listilega skrifaða sígilda gamanleik bíða tveir leigumorðingjar í loftlausu kjallaraherbergi eftir næstu skipun.  Þeir hafa unnið saman í fjölda ára, en í dag er eitthvað ekki eins og það á að vera. Undarlegar skipanir berast með matarlyftunni
að ofan.
Leikararnir Atli Þór Albertsson og Guðmundur Ólafsson sitja afar vel í hlutverkunum og það var oft sem að þagnarstundirnar voru magnaðar og maður fann að salurinn naut þess að upplifa leikhúsið. Það er ekkert annað að segja um leikarana nema “Bravó” já og það sama má segja um alla aðstandendur. Ég held að vinnan á þessari sýningu hafið verið sérstök og allir sem að henni komu hafi unnið sem eitt lið og það lið hafi unnið af ástríðu. Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hefur náð vel til leikaranna og hópsins og vitað hvað hann var að gera. Hér skilar hann snyrtilegri sýningu sem rennur afar vel. Leikhúsgestir á frumsýningarkvöldinu nutu hverrar mínútu í leikhúsinu þetta kvöld.Til að undirstrika hvað þetta var vel gert þá var það aðeins eitt sem að truflaði mig en það var þegar að Atli sem Gus notar eldspítur eins og tannstöngul, það minnti mig á þegar hann gerði slíkt hið sama sem Kristján IX í þjónn í súpunni og kannski gerir hann þetta sjálfur sem Atli. Leikmyndin, ljós, tónlist og hljóðmynd alveg til fyrirmyndar og féllu svo vel að verkinu, allt svo passlegt og rétt.
Leiksskrár hjá L.A eru alltaf veglegar og vel gerðar þannig er það einnig núna en ég geri samt athugasemdir við að það vantar mynd af tveimur aðstandendum sýningarinnar.

Ég er ekki í aðstöðu til að meta þýðingu Gunnars Þorsteinssonar á verkinu en ég veit að sumar setningarnar eru kannski betri á ensku.
Ég óska L.A og samfélaginu til hamingju með sýninguna og þetta merka afmæli sem frumsýning númer 300 svo sannarlega er.

Ég mæli með Þögla þjóninum og gott væri að hafa tíma til að skella sér á kaffihús á eftir því sýningin kallar á skemmtilegt spjall og vangaveltur.

Júlíus Júlíusson


Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband