Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.

Leikritið Svarta kómedían “Black Comedy” eftir Peter Shaffer er skemmtilegur en öðruvísi farsi og ég verð að segja að hugmyndin er “brilljant”. Frumsýnt föstudagskvöldið 14. október s.l. hjá Leikfélagi Akureyrar í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.

Fyrsta húrra.
Það var afar þægilegt og skemmtilegt að vera í leikhúsinu þetta frumsýningarkvöld. Andinn í leikhúsinu er sérstakur á landsvísu og það er mikilvægt að þessi mikla menningarsaga, þetta hús og þessi leiklistarandi sem þarna er verði varðveittur um alla framtíð. Tel t.d. að það sé mikilvægt fyrir börnin okkar að komast í alvöru leikhús og fá að finna á eigin skinni hvernig þetta er. Starfsfólk og stjórnendur LA hafa unnið frábæra vinnu á erfiðum tímum og ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni án þess að vita það að allir hafi lagt extra hart að sér til að láta þetta allt saman ganga upp við erfiðar aðstæður.

Annað húrra.
Leikhópurinn er svo samstilltur og það er hvergi að finna veikan blett, já þetta er alveg magnað hve vel hefur tekist til í leikaravalinu og hve vel María leikstjóri hefur þjappað hópnum saman í eina sterka og kraftmikla heild.
Við vorum fimm saman á öllum aldri á frumsýningunni og á leiðinni heim ræddum við leikritið og ég spurði alla: “Hver fannst ykkur best eða bestur?” Svörin voru skemmtileg, enginn nefndi sömu persónuna og það er einmitt styrkur sýningarinnar hversu hópurinn er breiður og allir eru að gera vel. Persónusköpunin er góð. Í þessum órafmögnuðu aðstæðum er auðvelt að missa sig í að ganga of langt með persónurnar og/eða stela athyglinni. Stundum er það alveg á mörkunum og áhorfendur þurfa að horfa í fleiri en eina átt í einu, en í langflestum tilfellum er leikurinn og staðsetningarnar svo hárfínar, nákvæmar og flottar.
Einar Aðalsteinsson sem Bindsley Miller og Anna Gunndís sem Carol Melkett: Sterkir leikarar, gefa 100% af sér í þessari sýningu, framtíðin er klárlega björt. Sunna Borg sem Fröken Furnival: Það var gott að sjá hana á sviði aftur og alveg morgunljóst að hún hefur engu gleymt, hún var frábær. Guðmundur Ólafsson sem Melkett ofursti: Hann er alltaf góður og traustur og var einstaklega lipur og skemmtilegur í myrkrinu. Árni Pétur Guðjónsson sem Harold Gorringe: Dásamlegur leikari, svo fyndinn og skilar sínu hlutverki alveg uppá 10 +. Þóra Karitas Árnadóttir sem Cleo: Fædd í þetta hlutverk, sjarmerandi og einbeitt og henni líður greinilega vel á sviði. Ívar Helgason sem Scuppanzigh: Enn einn snillingurinn í þessum vel valda hópi, frábær persóna og virkilega vel gert hjá honum. Gestur Einar Jónasson sem Bamberger: Þegar að hann kom inn á sviðið þá lýsti hann upp myrkrið og það fór þæginda alda um salinn, hann er góður leikari og ég skora á hann og Sunnu að leika meira þau hafa mikið fram að færa.

Þriðja húrra
Öll vinna aðstandenda og listrænna stjórnenda er hnökralaus og hæfir uppsetningunni vel, þó verð ég minnast sérstaklega á búningana sem eru flottir og styðja vel við persónurnar sem hafa verið skapaðar. Þegar maður fer að hugsa um “lýsingu” í þessari rafmögnuðu sýningu kemur ósjálfrátt glott á mann eða þannig. En lýsingin er vel gerð, hófleg, hárrétt og fáguð.

Ég flokka uppsetningu LA á Svörtu kómedíunni sem gott leikhús og tel að hér sé frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna að fara saman í alvöru leikhús…”ég meina það… tryggið ykkur miða strax.”

Takk fyrir okkur – Lengi lifi LA, Húrra, húrra, húrra.

Júlíus Júlíusson


Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband