Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.

Hvernig á að koma á óvart ? Dagur með elskunni.

Að koma á óvart.
Þegar komið er á óvart skipta leyndin og smátriðin miklu máli. Til að koma virkilega á óvart er mikilvægt að gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður, jafnvel eitthvað sem að elskunni hefur langað til að gera. Þú þarft að vera viss um að þetta henti og að líkurnar séu miklar á að þetta hitti í mark. Það þarf að muna eftir öllum smáatriðum og segja sem allra fæstum frá, aðeins þeim sem þurfa að aðstoða. Passa að segja ekki neitt og ekki spyrja elskuna um neitt sem gæti vakið hjá henni grunsemdir.

Í þessum pistli er miðað út frá vinnudegi hjá elskunni og þú kemur óvænt þangað til að ná í hana. Megintilgangur dagsins er að koma elskunni á óvart og að henni líði vel og njóti hverrar stundar og síðan en ekki síst að þið eigið gæðastund tvö saman.

Nokkur grunnatriði fyrir gæðadag með elskunni.
Nærð í hana í vinnuna um morguninn. Þú ert búinn að vera í sambandi við yfirmanninn, fá frí og ganga frá því að hún sé laus allra mála þennan dag og jafnvel fram að hádegi daginn eftir. Þegar þú mætir í vinnuna þá er upplagt að koma með blóm og lítið kort þar sem þú býður elskunni að eyða deginum með þér. (Muna að gera ráð fyrir fataskiptingu ef að elskan þín vinnur þannig vinnu að hún geti ekki farið í vinnufötunum innan um fólk)


Fara í heimsókn í skólann til barnanna.
Muna að ræða við kennarann bæði uppá á þið séuð á hentugum tíma og fá hann til að aðstoða börnin við að koma elskunni á óvart kannski með teiknaðri mynd eða ljóði.

Léttur hádegisverður:
Muna að panta borð og segja frá því að þetta sé óvænt fyrir elskuna. Velja góðan rólegan stað, kannski uppáhaldsstað elskunnar.

Ferð með hana í dekur, snyrtingu, nudd, heitan pott, slökun:
Muna að panta tíma og útskýra vel að það sé verið að koma viðkomandi manneskju á óvart og hún viti alls ekki neitt. Fyrir þennan lið þarftu að vera búinn að pakka öllu fyrir elskuna og gera smá rannsóknarvinnu hvað á að vera í töskunni muna eftir öllu frá toppi til táar. Hér kemur sér vel að þekkja elskuna sína mjög vel. Hér skilur þú hana eftir í c.a. tvo tíma.

 Ökuferð:
 Fara með hana í smá ökuferð, kannski á æskuheimili eða stað þaðan sem hún á góðar minningar frá eða stað með útsýni.

Aðrir dagskrárliðir:
 Gott er að skoða vel hvað er um að vera á þessum degi, jafnvel að velja daginn í samræmi við það. Fara á safn/söfn, kaffi eða súkkulaðibolli á kaffihúsi, gefa öndunum brauð, fara í búð og kaupa kjól, skó, bók eða geisladisk handa elskunni, fara í óvænta myndatöku, fara á bílasölur og prófa rándýra bíla, kaupa uppáhalds ísinn, fara í IKEA og prófa rúm og flissa svolítið, setjast við tjörnina eða lækinn með nesti í körfu, fara á ströndina, ganga á fjall svi að fátt eitt sé nefnt.


rdinnerRómantískur kvöldmatur:
 Matur sem þú eldar og undirbýrð vel. Sérstaklega skemmtilegt/óvænt ef að þú ert manneskjan sem eldar aldrei eða sjaldan. Þú undirbýrð þetta mjög vel, kaupir inn áður ( Færð kannski að geyma hjá vini eða nágranna svo að elskuna gruni ekki neitt) Þú hefur tíma um morguninn eftir að elskan er farin í vinnuna og síðan tíma á meðan að dekrið stendur yfir. Muna að leggja fallega á borð, dúkur, kerti servíettur, drykkir, áhöld meðlæti.

Gjöf – Ljóð:
Semdu ljóð, skiptir ekki máli hvort að þú hafir gert það áður eða ekki, þú getur það. Skrifaðu bara það sem þér býr í brjósti til elskunnar. Límdu ljóðið neðan í stólinn hjá henni og á réttu augnabliki biður þú hana að seilast undir stólinn og lesa. Veltu því vandlega fyrir þér hvort að þú viljir gefa henni litla óvænta gjöf, ekki gera það nema að þú finnir eitthvað sem hentar henni, þú ert sátt/ur við. Notaðu tækifærið þegar hún bregður sér frá og settu gjöfina á borðið hjá henni, jafnvel með korti þar sem þú skrifar falleg ástarorð til hennar með orðum sem þú hefur aldrei notað áður.

Tónlist:
Vertu búinn að velja tónlist, lágværa sem þú ætlar að spila yfir matnum og þú verður að leggja þig fram um að velja það sem ykkur báðum líkar og helst hennar uppáhald. Ekki hafa kveikt á sjónvarpi, ef einhver kemur þá eruð þið upptekin, alveg sama hver það er þá biður þú viðkomandi að koma síðar. Það væri líka hægt ef að aðstæður leyfa að fá uppáhalds eða frægan söngvara/tónlistarmann til að koma óvænt í heimsókn og taka tvö lög.

Símar og myndavél:
 Muna að fá gsm símann hennar og slökkva á honum, slökkva á heimasímanum. Hafa þinn á silent en með vibringi. Segja öllum sem hugsanlega þurfa að ná í ykkur t.d. þeim sem gæta barnanna að hringja í þinn síma. Upplagt era ð vera með myndavél allan tímann og taka myndir af sem flestu, myndir sem gaman verður að skoða seinna meir og rifja upp frábæran dag.

Minnisatriðalisti:
 Þú þarft að vera í fríi úr þinni vinnu. Muna að gera ráðstafanir þar ef að elskan myndi hringi í vinnuna um morguninn. Gott að skrifa allt niður á blað frá A – Ö hvað á að gera, hvert á að fara, hvað þarf að taka með og hverju þarf að ganga frá. Muna eftir öllu í sambandi við börnin, pössum, gistingu,einhver sæki þau í skóla eða leikskóla ef að það á við og að þau segi ekki frá ef að þau vita eitthvað. Kaupa í matinn og passa að allt sem þú vilt nota sé til. Undirbúa allt vel, þannig að allur gæðatíminn nýtist sem best með elskunni. Að panta borð, dekur/snyrtinguna. Pakka ofan í töskuna hennar eftir að hún fer í vinnuna. Muna eftir öllu sem elskunni þykir gott og skemmtilegt og ekki er síður mikilvægt að muna eftir því sem henni líkar ekki.

 Júlíus Júlíusson


Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !

Allt gengur betur…….Vertu jákvæð/ur.

 Með jákvæðni líður þér betur, þú nærð betri árangri og almennt verður andrúmsloftið betra, hvort sem

thumbsUp

 um er að ræða heima hjá þér, í vinnunni í bænum þínum eða í heimun öllum. Það er ekki alltaf auðvelt að vera jákvæður eða viðhalda jákvæðu viðhorfi , sérstaklega ef að við umgöngumst neikvætt fólk eða þegar við hlustum á eða lesum neikvæða fjölmiðla. Æfum okkur - Á hverjum morgni segjum við við okkur sjálf í speglinum “í dag ætla ég að vera jákvæður”…að auki segjum við þetta í huganum við okkur sjálf oft yfir daginn.

Vertu ekki neikvæð/ur t.d gagnvart:

Vinnunni - Yfirmanninum  - Makanum - Vinunum -  Börnunum Ríkisstjórninni - Veðrinu -  Peningaleysinu -  Bensínverðinu...svonamætti lengi telja

Lokaðu á eða slepptu að:

Fara á staði þar sem að umræðan er neikvæð. Lestu ekki neikvæða fjölmiðla Taktu ekki þátt í neikvæðum spjallvefjum sem m.a velta sér upp úr annara eymd. Hlustaðu ekki á neikvæðar fréttir eða útvarpsstöðvar. Forðastu að hlusta innhringiþætti í útvarpinu.

Finndu alltaf jákvæðustu leiðina, vertu í kring um jákvætt fólk, reyndu eftir fremsta megni að taka þátt í jákvæðum og uppbyggjandi verkefnum. Hjálpaðu fólki að vera jákvætt, bentu á jákvæðar hliðar, ræddu um jákvæðar fréttir. Vertu með á hreinu afhverju þú ert að gera hlutina t.d afhverju ertu í þessari vinnu, eða afhverju ertu í þessu sambandi. Höldum ástríðuneistanum logandi í því sem við gerum, ef þú nærð því ekki hugsaðu þig vel um hvort að þú getir skipt um vettvang eða breytt einhverju til hins betra. Líttu upp og horfðu á það fallega í umhverfinu, andaðu því að þér, taktu það skemmtilega, fallega og jákvæða inn og geymdu það innra með þér, hleyptu ekki því neikvæða inn. Þú átt þetta eina líf, gerðu það sem þér finnst gaman gefandi og áhugavert, ekki eyða lífi þínu í að gera það sem þér líkar ekki. Það er ótrúlegt hvað lífið gengur betur í alla staði þegar þú hugsar jákvætt, verkefnin streyma til þín,peningamálin verða betri, skemmtilega fólkið sogast að þér og þér líður miklu betur, fjallið sem þú horfðir oft á en tókst ekki eftir er allt í einu orðið uppáhaldsfjallið þitt og þú hlakkar til á hverjum morgni að berja það augum

Vertu jákvæður.

Júlíus Júlíusson


10 Fiskar - 10 hljómplötur.

Virka Geislavirkir á Plokkfiskinn.

Oft þegar ég er að elda mat hlusta ég á tónlist og ef ekki koma oft upp í hugann ákveðin lög eða flytjendur eftir því hvað hráefni ég er að vinna með. Þetta snýst um tímann frá því að ég byrja að handleika hráefnið, flaka, snyrta og svo framvegis og þar til að rétturinn er tilbúinn á borðið með öllu meðlæti. Stundum finnst mér þetta alveg magnað hvernig þetta kemur til mín og stundum koma í hugann lög sem ég hef ekki heyrt lengi og jafnvel lítið hlustað á. Mér datt í hug að henda upp lista yfir 10 tegundir af fiski sem ég hef eldað og tengja 10 plötur við fiskinn eða viðkomandi uppskrift.- Allt til gamans gert. Ég var einu sinni með hugmynd um að gefa út matreiðslubók þar sem að ég tengdi hvern rétt við lag frá Bubba Morthens, ætlaði alltaf að ræða þetta við kónginn og fá leyfi...en ekki komið því í verk, hver veit hvað síðar verður. Ég mæli einnig með því að það sé hlustað á þessar plötur á meðan að viðkomandi fiskur/réttur er snæddur.

1. Saltfiskur, t.d saltfiskréttur í ofni með sólþurrkuðum tómötum ólífum og grófri kartöflumús.  U2 Under the blood red sky.

U2

 

 

 

2. Steiktur eða grillaður skötuselur með bakaðri kartöflu og bearnessósu. Rammstein Mutter.

rammstein

 

 

 

 

 

 3. Djúpsteiktar rækjur með long rice og heimagerðri súrsætri sósu. James Blunt. Back to Bedlam


Blunt1

 

 

 

 

 

4. Plokkfiskur í öllu sínu veldi með þykku heimagerðu rúgbrauði smurðu þverhandarþykku íslensku smjöri. Geislavirkir Utangarðsmenn

Utang

 

 

 

 

 

5. Cheviche Mexikóskur réttur með lúðu eða ýsu. Rétturinn er snæddur með Doritos kornflögum. Það þarf heilmikið að skera og dunda við réttinn. Gus Gus Arabian Horse. 

gusgus

 

 

 

 

 

6. Þorskur í raspi, með hrásalati, kartöflum og remolaði. Skálmöld - Baldur

skalmold

 

 

 

 

 

7. Matarmikil fiskisúpa með nýbökuðu brauði og rjómaslettu. Clash – London Calling. 

clash

 

 

 

 

 

8. Pönnusteikt bleikja með Cous Cous, sýrðum rjóma og gúrkustrimlum. Of Monsters And Men.
Monsters

 

 

 

 

 

9. Sushi og Sasimi Dikta. Get it together.

dikta-getittogether

 

 

 

 

 

10. Humar, grillaður, pönnusteiktur eða gratineraður í forrétt. Klassísk tónlist. 

Beethoven

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu hlusta ég oft á á aðra diska þegar ég elda Karlakóra, Nóru, Queen, Michael Jacksson, Pearl Jam og Egó svo að eitthvað sé nefnt.

 


Sojan sigrar natríumbardagann við saltið

Soja sósa í staðinn fyrir salt. ?

Minnkum natríum. Í fréttabréfi frá Kikkoman ( Já ég geri mér grein fyrir því að þeir eru að auglýsa sína vöru) Rakst ég nokkrar pælingar sem ég hef svo sem verið að nota. T.d næst þegar þið grillið eða ofnsteikið kjúkling prófið að nudda sojasósu á hann í staðinn fyrir að salta hann, Þið munuð ekki aðeins draga úr natríum neyslunni heldur fær kjúklingurinn brúna og fallega áferð. Hvernig væri að prófa sojasósu í staðinn fyrir salt í þau skipti sem það hentar Samkvæmt Kikkoman þá inniheldur sojasósa 307 Mg natríums per teskeið, á meðan borðsalt hefur 2,325 Mg natríum á teskeið. Ég minni á að ég er bara áhugamaður og er ekkert lærður í næringafræðum eða öðru. Þetta er einungis mínar vangaveltur.

sojasalt


Enska bloggið mitt www.joyandfood.com

 


Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband