Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Chia Smoothie Klárlega fyrir þig !Ég fæ mér smoothie á hverjum morgni og reyni að hafa þá fjölbreytta. Oftast geri ég bara eftir hendinni og þá fer það eftir því hvað er til hverju sinni. Það kemur fyrir að ég skrifi uppskriftirnar niður þegar mér hefur tekist vel til. Það er frábært að byrja daginn á svona heilsusamlegum orkubombum. Svona drykkur stendur með manni langt fram undir hádegi.
Chia Smoothie.
Fyrir tvo.
Innihald:6-8 Brasilíuhnetur eða handfylli af Cashewhnetum
1 kiwi
½ banana
1 lítið vel þroskað avocado
2 msk Chia fræ
2 msk sítrónusafi
1 msk agavesíróp
3 - 400 ml möndlumjólk
3-5 ísmolarAllt sett í blandara ,bætið meiri möndlumjólk við ef ykkur finnst drykkurinn of þykkur.Morgunmatur/drykkur fyrir tvo. Hann er ríkur af trefjum, próteini, A, C og E vítamínum, kalki og hollri fitu. Hann er kalk og prótein og vítamínríkur.
Möndlumjólk uppskrift.
100 gr heilar möndlur, afhýddar
200 ml vatn og fjórir klakamolar
Möndlurnar fara í blandarann ásamt klakamolunum. Láttu blandarann ganga þar til allt er orðið vel smoothie. Það er líka hægt að kaupa möndlumjólk í heilsubúðum/hornum.
Hér kemur örlítill fróðleikur um Chia fræ og Avacado.Chia fræ
Chia fræ eru ótrúlega rík af næringarefnum og teljast til ofurfæðu. Þau eru talin hafa verið mikilvægur hluti af fæðu Maya og Azteca. Chia fræin eru próteinrík og innihalda allt að 30 gr af próteini í hverjum 100 gr sem er meira en er að finna í kjúklingabringu eða lambalæri! Það er frábært að nota þau í smoothies. Fræin eru mjög rík af kalki, járni, magnesíum og fosfór og eru einnig stútfull af trefjum. Chia fræin eru rík af nauðsynlegum omega 3 og omega 6 fitusýrum. Chia fræ eru rík af andoxunarefnum og stuðla því að heilbrigði hverrar einustu frumu líkamans. Chia fræin eru blóðsykursjafnandi sökum hás innihalds próteins, trefja og fitusýra og stuðla því að betra blóðsykursjafnvægi.
Avacado
Að frátaldri ólivunni þá er avocado ávöxturinn með hæsta hlutfall allra ávaxta af einómettuðum fitusýrum eða um 20%. Þetta er um tuttugufalt magn á við aðra ávexti. Avocado inniheldur einnig mikið magn trefja. Það er stútfullt af A-vítamíni, B-vítamínum sérstaklega fólínsýru, kröftugra andoxunarefna eins og C, og E vítamína, kalki, járni, kalíum og fleira. Vegna fullkomrar samsetningar auðmeltanlegra kolvetna og próteina þá er avocado kjörin fæða fyrir smoothies. Þroskað, óeldað avocado er stútfullt af lifandi ensímum og auðmeltanlegum próteinum og kolvetnum. Þessir kostir gera það að verkum að avocado er efst á lista yfir auðmeltanlegustu fæðutegundirnar sem að innihalda svo hátt magn próteina og fitusýra. Hvernig velur maður Avacado í búðinni ? Oft kemur maður heim með þrjú stykki en getur síðan kannski bara notað eitt. Ég mæli með því að velja ekki mjúkan ávöxt heldur skal velja grjótharðan. Ávöxturinn er einstaklega viðkvæmur fyrir hitabreytingum og þar sem eru oft miklar hitabreytingar í matvörubúðum. Betra er að hann þroskist jafnt á eldhúsbekknum hjá okkur frekar en að hann misþroskast í búðinni. Gott era ð kaupa hann harðan og láta hann standa á eldhúsbekknum í 3-4 daga og setja hann síðan inn í ísskáp og þar endist ávöxturinn nokkuð lengi og er alltaf á réttu þroskastigi. En ef vilt þú láta avacadoið þroskast hratt geturðu sett það í bréfpoka með epli eða banana í 24 klst og loka pokanum vel.
Júlíus Júlíusson
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 24. apríl 2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enska síðan mín JoyAndFood.com Þessi uppskrift á ensku er þar.
Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa Þessi súpa sem ég var að búa til er holl og góð. Stútfull af öllu því sem okkur vantar J
Ferskt og lífrænt hráefni að mestu. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem leggur í að prófa hana. Frábær til að frysta í góðum boxum til að grípa í sem nesti eða ef þig vantar eitthvað fljótlegt. Passleg uppskrift fyrir stórfjölskylduna. Hráefni: Fyrir 6 10 persónur
1 heill kjúklingur úrbeinaður og skinnhreinsaður. Eða 6 kjúklingabringur.
1 hnúðkál6 8 gulrætur
½ fennel
1 sæt kartafla
1 bolli bygg frá Vallarnesi.
4 6 tómatar
4 hvítlauksrif
5 greinar garðablóðberg
½ - 1 chillipipar rauður.1 grein rósmarin2 x 2 cm engiferrót
safi úr ½ sítrónu
rifinn börkur af sítrónu eftir smekk allt að ¼ hluta.
2 x ½ dósir organic kókosmjólk Biona eða Rapunzel
1 x ½ dósskornir og flysjaðir tómatar með basiliku. Biona Organic.
2 x ½ dósir af vatni Upplagt að skola tómata og kókosmjólkurdósirnar.1 ½ - 2 matskeiðar turmerik Organic frá Sonnentor
1 matskeið Garam masala Organic frá Sonnentor
3 matskeiðar + Glutenfree Tamari sósa.
svartur eða grænn pipar mulinn.
salt½ paprika.
ATH: Í raun eru öll kryddin viðmið, smakkið og stjórnið þessu sjálf. Það er líka gott að bæta karrýi við kryddin.
Sjá allt hráefni á mynd að ofan.
Kjúklingurinn léttsteikur eða brúnaður á pönnu og settur til hliðar. Laukur, hnúðkál, gulrætur, fennel og sæt kartafla: Skorið í bita eða teninga og sett í pott ásamt bygginu, olíu og kryddað með pipar. Þetta er steikt um stund, rétt til að leyfa olíunni að mýkja hráefnið.
Tómatar,hvítlauksrif, garðablóðberg, chillipipar, rósmarin og engifer sett í matvinnsluvél og unnið þar til að allt er smoothie, og þá er þessu skellt í pottinn með rótargrænmetinu.
Sítrónusafi, börkur,kókosmjólk ,dósatómatar,vatn einnig sett í pottinn suðan látin koma upp og látið malla í 20 mínútur. Þá kemur kjúklingurinn í pottinn og súpan krydduð eftir smekk. Látin malla um stund og að lokum er paprikan sett útí og látið malla áfram um stund.
Suðutíminn er um 60 80 mínútur. Lengur ef menn vilja bragðsterkari súpu og láta hana sjóða meira niður. Það er gott að láta hana bíða um stund í pottinum áður en að hún er borin fram.
Verði ykkur að góðu. Vonandi líkar ykkur þessi uppskrift. Deilið eða linkið að vild hvort heldur sem er enska síðan eða þessi.
Júlíus Júlíusson
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 24. apríl 2012 (breytt kl. 13:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt rasp ! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla....einföld og góð uppskrift.
Það er alltaf gott að fá fisk með raspi. Ef við viljum fá heilsusamlegt rasp þá er úrvalið í verslunum ekki mjög mikið. Hér ætla ég að koma með nýja eigin uppskrift af góðu hollu raspi. Það er frábært að nota það á fisk og ekki verra að setja það á léttbarðar kjúklingabringur. Fiskurinn sem ég er með í þessari grein er Rauðspretta. Fiskurinn og já eða kjúklingurinn er steiktur við meðalháan hita.
Magn af hverju fer eftir smekk hvers og eins og hver og einn getur í raun aukið sitt uppáhald.
1 skammtur Kjúklingabaunamjöl
1 skammtur Heilt bókhveiti
1 skammtur Risa hafraflögum
1 skammtur af möndlum
Karrý, salt og pipar eftir smekk.
Ég er mjög hrifinn af karrýi (Sjá mynd) sem fæst í Heilsuhúsinu, það er afar bragðgott, hollt en dýrt. Kjúklingabaunamjöl, bókhveiti og hafraflögur fást m.a í heilsuhorninu í Nettó, Heilsuhúsinu og stundum í heilshornum Samkaups Úrval.
Allt sett saman í matvinnsluvél, þar til að áferðin er orðin ykkur að skapi. Sumum finnst gott að hafa hana aðeins grófa. Mér finnst gott að finn aðeins fyrir bókhveitinu.
Yndislegur og spriklandi fiskurinn á eldhúsbekknum hjá mér mmmmmm
Fisknum er velt upp úr þeyttu eggi úr hamingjusömum hænum.Fisknum velt upp úr dásamlegri og hollri rasp blöndunni og steiktur á pönnu. Mæli með brúnum hrísgrjónum, fersku salati og sítrónubátum.
Verði ykkur að góðu.
P.s. Var að prófa þetta með kjúklingbringum....mmmmmjög gott.
Matur og drykkur | Mánudagur, 16. apríl 2012 (breytt kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Höfum við misst sjónar á því sem skiptir máli ?
Ísland hefur uppá ansi margt að bjóða. Við eigum fisk, landbúnað, rafmagn, jarðhita, menningu, vatn, ferskt loft, mannauð, hugvit og margt margt fleira. Hvers vegna gengur okkur ekki betur eða hvers vegna eru ekki allir sáttir, hvers vegna er svona mikið hatur í þjóðfélaginu, hatur í garð fólks sem stjórnar eða stjórnar ekki eða fólks sem hefur misstigið sig ? Hvers vegna lætur stór hluti þjóðarinnar orkuna sína fara í neikvæðar hugsanir, hatur, nöldur og niðurbrot ? Eflaust er fátt um svör. Ég hef þá skoðun að ef að allir tækju sig saman og nýttu neikvæðu orkuna á jákvæðan hátt gengi margt betur fyrir sig og fólki liði betur. Þegar horft er á hlutina í jákvæðu en raunhæfu ljósi er staðan ekki eins slæm eins og hún virðist vera með neikvæðu gleraugunum. Ég tek það fram að ég hef að oft tekið þátt í neikvæðum umræðum um pólitíkusa, útrásarvíkinga og fleiri, þrátt fyrir að þekkja þá ekki neitt né málefnin nógu vel.
Það er ekki til bóta eða framtíðarlausn að hringja í útvarpið, skrifa neikvæðar greinar í blöð, á vefinn og nöldra og hatast út í menn og málefni. Hvað græðum við á því að tala svo illa um Bjarna Benediktsson, Steingrím Joð eða Jóhönnu Sig og fleiri ? það mætti halda að þau hafi barið viðkomandi margsinnis með berum hnefunum. Slíkt tal og hugsanir gera bara illt verra fyrir alla aðila og sérstaklega þá sem beita neikvæðum vopnum. Neikvæðar hugsanir koma alltaf til baka til þess sem þeim beitir og því meiri neikvæðni því stærri er vondi hnúturinn í maga og hjarta viðkomandi. Mér finnst ekkert skrýtið hve lyfjanotkun landans er mikil. Í þessu samhengi er mikilvægt að átta sig á því að það er í lagi að vera ósammála....já og það verða aldrei allir sammála.Er hluttekning og samúð bönnuð í Íslensku samfélagi Grein eftir Svandísi Nínu Jónsdóttur
Gengur okkur illa eða höfum við það svo slæmt ?
Hvað er átt við þegar rætt er um að við hér á Íslandi höfum það slæmt og svo framvegis. Fólk er atvinnulaust, fólk fer í röð til að fá mat, það er minni hagnaður af rekstri fyrirtækja en áður, menningin fær minni styrki, færri hafa efni á tannlækni fyrir börnin sín svo að fátt eitt sé nefnt. Án þess að ég sé að gera lítið úr þessum og fleiri dæmum þá er alltaf spurningin við hvað er miðað og í hvaða búning dæmin eru sett. Er verið að miða við önnur ár, árið 2007 eða önnur lönd ? Við þurfum að varast að taka inn á okkur slíkar neikvæðar fréttir og láta okkur líða illa yfir þeim. Lítum frekar á þetta sem verkefni, greinum það og leggjum fram hjálparhönd eins og kostur er.
Dæmisaga 1)
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því að hann fengi áframhaldandi styrk. En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.
*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er nánast gjaldþrota!
Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?
*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.
Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak yfir höfuðið lengur!
*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.
En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?
*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.
Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.
*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.
Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.
*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð.
Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.
*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.
Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir. Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?
*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.
Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.
*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu mánuði. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum hefur fækkað eitthvað.
Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?
*Neiiij...! Atvinnuleysið er bara nokkur prósent.
Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.
Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?
Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
Höfum við Íslendingar velflestir misst sjónar á því sem skiptir máli í lífinu ? Þurfum við kannski að láta axlirnar síga og hægja á okkur og sjá það smáa, fallega og litríka í kring um okkur ? Ég held að það sé ráð að aka ekki á svo miklum hraða í gegnum, já eða framhjá lífinu að við missum af því. Alltof margir hugsa um að græða svo mikinn pening og stundum á mjög stuttum tíma eingöngu til þess að fá völd og stefna á að njóta lífsins á efri árum. Afhverju er ekki nóg fyrir okkur að hafa bara nóg og njóta lífsins núna og alltaf. Hugsum frekar um aura heldur en milljónir, en umfram allt hugsum um að græða lífið.
Dæmisaga 2)
Sagt er að Bandaríkjamaður einn hafi verið staddur við höfnina í litlu sjávarþorpi í Mexíkó. Hann sá lítinn bát koma inn höfnina og var einn maður um borð með mikinn og vænan túnfisk. Bandaríkjamaðurinn spurði fiskimanninn hve lengi hann hefði verið að veiða þetta. Smástund, var svarið. Af hverju veiddir þú ekki meira? Ég hef ekkert að gera við meira, sagði fiskimaðurinn, þetta nægir fjölskyldunni minni vel. Hvað gerir þú þá við tímann? Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum. Ég get gefið þér góð ráð sagði Bandaríkjamaðurinn. Ég er með MBA próf frá Harvard skóla. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett sjálfur upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá getur þú ekki lengur búið hér en flytur til stórborgar eins og td. New York. Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.- Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með margar millj.dollara.- Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo? Bandaríkjamaðurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!
Vinnum saman, hjálpum hvert öðru og gefum af okkur.
Lífið snýst um að gera heiminn betri jafnt fyrir þá sem við þekkjum og líka þá sem við þekkjum ekki, lífið snýst um að elska, rækta, skapa, horfa til himins og njóta. Við skulum aldrei öfunda, Íslendingar almennt séð þurfa að læra og temja sér það að samgleðjast með öðrum og vinna saman.
Dæmisaga 3)
Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði: Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti. Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum. Hann opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn. Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð. Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn. Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt. Það leit út fyrir að vera að svelta í hel. Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti. Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.' Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana. Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu. Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn. Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.Þetta er einfalt, sagði Guð.En þetta krefst eins hæfileika. Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.
Deilum skeiðinni með hvert öðru.Það kostar ekkert að elska.
Það er afar mikilvægt í lífinu að geta umborið, hlustað og skilið náungann. Hugarfari þarf að breyta, við þurfum að hætta að dæma fólk sem við þekkjum ekki. Umfram allt þurfum við að skilja þá sem elska og getað elskað sjálfir.
Dæmisaga 4)
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að
ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans. Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði - "Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn" Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu
kyni og kosta talsvert" Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíu og níukrónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ? "Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði - " Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ... ....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana. Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna. Þegar hundarnir nálguðust..... tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að
halda í við þá.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan
hvolp. Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákurinn bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans og voru festar við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann. Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann
varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.
"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Ég ætla að enda þessar vangaveltur mínar í lok páskanna á ljóðinu Lífsþor eftir Árna Grétar Finnsson.
Lífsþor
Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga.
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðum,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.
Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild ef að andinn á að dafna.
Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
Og enginn tekur mistök sín til baka.
Því þarf magnað þor að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni,
Sigurviss, þó freistingarnar ginni
Árni G Finnsson.
Veriði velkomin í heimsókn hingað :)
Joy AndFood Positive Thinking - Blog About Food And Life
Bloggar | Mánudagur, 9. apríl 2012 (breytt kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir