Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
Sterk upplifun
Sek.
Leikfélag Akureyrar
Október 2013.
Spennandi, áhugaverð og ógleymanleg byrjun á hátíðarári hjá Leikfélagi Akureyrar.
"Vel gert" voru orð sem kom upp í hugann er ég gekk hugsandi en ánægður út í haustmyrkrið eftir aðalæfingu á leikritinu Sek eftir Hrafnhildi Hagalín hjá Leikfélagi Akureyrar þann 3. október s.l.
Í Sek er fjallað um dómsmál frá 19. öld vegna glæps sem átti sér stað á heiðarbýli á Melrakkasléttu. Hluti af texta verksins er tekinn beint upp úr dómsskjölunum.
Meðferð textans er sérstök og það tók mig smá stund að átta mig á því hvernig þetta var hugsað en fljótt áttaði ég mig á þessari áhrifaríku, hárfínu aðferð sem fólst í ákveðinni endurtekningu sem jók áhrif textans og verksins sjálfs. Þessi aðferð setur ljóðrænan eða tónlistarlegan blæ á verkið. Ég vil óska Hrafnhildi Hagalín til hamingju með magnað og vandað verk, ég er þess fullviss að hún hefur lagt mikla vinnu í að finna út hinn rétta hárfína takt og hvað ætti að segja mikið eða í raun lítið en samt mikið.
Leikhópurinn allur er í einu orði sagt frábær. Vel samstilltur og hreinn unaður að fylgjast með einbeitingunni og hvað allir gáfu sig verkinu á vald, hver hreyfing svo rétt og hver andardráttur svo réttur. Það var frábært að sjá Þráinn Karlsson á sviðinu í samkomuhúsinu og strákurinn er í toppformi. Í verkinu leika tvær ungar stúlkur sem skipta sýningunum á milli sín. Á sýningunni sem ég sá var það hin dalvíska Særún Elma Jakobsdóttir sem lék dótturina, leikur hennar var frábær og gæsahúðin gerði vart við sig á köflum. Það er sannarlega óhætt hugsa með tilhlökkun til þess að fá að sjá meira af henni.
Leikmyndin er með þeim betri sem ég hef séð, einföld en samt ekki einföld. Strax í upphafi nær hún þér og í öllu samhenginu er hún svo rétt. Þrátt fyrir að ég hafi ekki komið oft á Melrakkasléttu þekki ég hana samt og það var eins og að leikmyndin, þokan, einangrunin, bárujárnið, rekaviðurinn og snertingin við náttúruna flytti mig beint á staðinn þar sem að verkið gerist. Hvort sem að það var meðvitað eða ekki þá var mín tilfinning sú að leikmyndin, lýsingin og andrúmsloftið væri gerð hóflega hráslagaleg og köld til að aðrir hlutir fengu að njóta sín.
Í Sek hefur verið vandað til verka í alla staði, hvert einasta smáatriði úthugsað jafnt í texta sem í leikmynd. Það er alveg klárt að mikil vinna hefur verið lögð í alla sýninguna allt frá því að hugmyndin að handritinu hefur kviknað og þar til verkið varð tilbúið til sýningar.
Leikstjórnin er frábær hjá Ingibjörgu Huld. Það er svo gaman og gott fyrir sálina að sitja í vönduðu leikhúsi, þar sem að áhorfandinn finnur að mikil vinna hefur verið lögð í sýningu. Réttar staðsetningar og hreyfingar glæða textann og gera hann lifandi og á köflum var eins og að textinn væri upphleyptur og ég sá hann og merkingu hans flæða um sviðið í ákveðnum en hægum takti. Leikstjórinn á skilið verulega gott klapp á bakið fyrir sterka, hárfína og snyrtilega uppsetta sýningu. Ég bíð spenntur eftir að sjá meira frá Ingibjörgu Huld.
Að koma í leikhús setjast niður og vera snertur frá fyrstu stundu...vera sendur á vit töfra leikhússins og vakna ekki fyrr en ljósin eru kveikt og áhorfendur klappa... klappa til að vekja sig til raunveruleikans...klappa frá hjartanu..... er einstakt. Þetta gerist þegar allir leggja sig fram, það á svo sannarlega við í þessu magnaða verki í okkar frábæra leikhúsi. Ég skora á alla að láta SEK hjá Leikfélagi Akureyrar ekki framhjá sér fara.
Takk fyrir mig og til hamingju leikhússtjóri og hennar fólk fyrir góða vinnu, gott val á verki og aðstandendum sýningarinnar.
Júlíus Júlíusson
Matur og drykkur | Mánudagur, 7. október 2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir