Bendum barnaníðingum á staðinn.

Ég horfði á vel unninn Kompásþátt í gærkvöldi og enn er ég að hugsa um það sem ég sá og margar spurningar vakna. Þegar ég sá þessa fyrirsögn á mbl.is í morgun "Umhyggjustöðin" í heilanum fundin" fór ég enn og aftur að hugsa um efni þáttarins og þennan aumingja mann sem þar var í aðalhlutverki. Í greininn i segir.

"Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið staðinn í mannsheilanum sem ræður því hvort viðkomandi einstaklingur lætur sér annt um aðra eða er sjálfselskur. "

Barnaníðingar eru veikir og virðast vera ansi sjálfelskir og ég held að þeir geri sér ekki fulla grein fyrir hvað þeir eru að gera fórnarlömbunum sínum. Ég viðurkenni alveg að mér dettur margt ljótt í hug til að skrifa um þennan mann " Ágúst Magnússon" hann sáði slatta af reiði í þann sem þetta ritar en það er best að reyna að koma einhverju frá sér á manneskjulegan hátt hér á bloggið og vita hvort að losni ekki eitthvað um þessa óþægilegu tilfinningu.

Þessir aðilar eru fársjúkir og þurfa aðstoð og viðeigandi úrræði, ekki bara að sitja af sér dóma í fangelsi. Einu sinni barnaníðingur alltaf barnaníðingur. Þeir hljóta að þurfa eftirlit og eftirmeðferðir.
Af hverju hefur Ágúst Magnússon aðgang að netinu og af hverju er hann frjáls ferða sinna ?
Er ekki eitthvað að dómskerfinu okkar, mér skilst að dómarar hafi ekki nýtt refsirammann til fulls af hverju ?
Þarf eitthvað enn verra að gerast til þess að það verði virkilega tekið á þessum málum ?

Það eru að koma kosningar og kannski ættu frambjóðendur að setja þessi mál og afplánunarmál almennt á listann yfir stefnu og áherslumál. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa þann 12. maí í vor en þessi mál geta haft áhrif á það.
Eitt er líka umhugsunarvert í þessu máli og það er óheft og eftirlitlaust aðgengi barna að netinu.

Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni ?

Það þurfa allir að taka sig saman um að berjast gegn þessum viðbjóði þetta snýst um framtíð barnanna okkar í þessu landi.

 


mbl.is „Umhyggjustöðin“ í heilanum fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er sammála þér að hér er um veika einstaklinga að ræða en hvar og hvernig þeir eru veikir virðist algerlega órannsakað.  Hvötin virðist svo yfirgnæfandi að allar refsingar að dauðarefsingum eða æfivistun, virðast gagnlausar.

Er hér ekki aðkallandi verkefni fyir vísindaheiminn að rannsaka eða heldur fordæmingin og hryllingurinn honum frá því að taka á slíku tabúi? Er þetta af líkamlegum grunni eða sálræn traumatilfelli, sem á sér uppruna í bernsku? Væri ekki vert að skikka þessa menn til þáttöku í slíkum rannsóknarverkefnum til langs tíma? 

Svo er það ábyrgð og eftirlit foreldra gagnvart þessari ógn eins og öðrum aðsteðjandi ógnum í umhverfi okkar fyrir óharðnaða einstaklinga.  Til er búnaður til að setja hömlur á netnotkunina hvað varðar ákveðin svæði, svo sem klám og spjallsíður tengdar þeim. Forvitn i barna á kynlífi vaknar á viðkvæmum aldri og mega aðstandendur ganga að því vísu að börnin eru að skoða þessa hluti. Það er gott og vel...en afskræming sú, á þessu annars göfuga fyrirbrigði, sem netmiðlar sýna er alls óskyld því sem við viljum flokka undir manlegt eðli.

Það væri gustukaverk að kunnugir, bjóði foreldrum upp á námskeið í netvörnum og hjálpi þeim við að setja þessu hömlur. Einnig við ofbeldisleikjum og leikjum, sem ala á ofbeldi og mannfyrirlitningu, sem ég tel að skemmi breiðari hóp barna en klámið.  Það er faktor í þessu, sem svolítil afneitun er á....hér er ekki um nauðgun eða beina þvingun að ræða í flestum tilfellum, heldur fyrirfram skipulögð stefnumót. Gerandinn tælir forvitið barnið til að samþykkja þetta með sefjunartali og að spila á þá forvitni, sem fyrir hendi er. Það er það óhuggulegasta við þetta. 

Við getum hneykslast og dismast um allt, sem við viljum en á meðan við gerum  ekkert  í málinu, þá erum við samsek um að viðhalda ástandinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

"Ég er sammála þér að hér er um veika einstaklinga að ræða en hvar og hvernig þeir eru veikir virðist algerlega órannsakað.  Hvötin virðist svo yfirgnæfandi að allar refsingar að dauðarefsingum eða æfivistun, virðast gagnlausar.

Er hér ekki aðkallandi verkefni fyir vísindaheiminn að rannsaka eða heldur fordæmingin og hryllingurinn honum frá því að taka á slíku tabúi? Er þetta af líkamlegum grunni eða sálræn traumatilfelli, sem á sér uppruna í bernsku? Væri ekki vert að skikka þessa menn til þáttöku í slíkum rannsóknarverkefnum til langs tíma?"

Jú, þetta er svo sannarlega aðkallandi verkefni fyrir vísindaheiminn. Og menn eru að rannsaka þetta, en sú þekking sem verður til þar nær því miður ekki alltaf athygli almennings... eins og með svo margt annað. 

Mig langar til dæmis að nefna, að við vitum helling um minni, fátt afgerandi, en samt sem áður er hægt að nýta þekkinguna til þess að bæta minni okkar. En því miður lærir hinn almenni borgari lítið sem ekkert um minni af vísindarannsóknum/-mönnum. Það er einna helst í sálfræði, í háskóla, sem maður lærir ítarlega um minni. Þetta er einn af göllum vísindasamfélagana, þekkingin dreifist ekki nægilega út. Það er hellingur af fólki sem gæti gagnast að vita dálítinn slatta um minni. Flestallir, líklega. Minnið er nefninlega ansi snúið, en rosalega heillandi fyrirbæri.

Annars býst ég við að það sé fremur stutt síðan menn fóru að rannsaka af alvöru af hverju menn misnota börn. Með af alvöru á ég við, að menn hafi farið að stúdera málefnið mikið toppi til táar. Svo er þetta líka afar flókið viðfangsefni sem fléttar margt annað saman, og auðvitað tekur tíma að rannsaka það...

Guðmundur D. Haraldsson, 22.1.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ég er sammála þér... Það þarf að finna endalega lausn á hvað á að gera við svona menn.. og hjálpa þeim.. þeir eru veikir í gegn... og því að þeir eru svona veikir þá verðurm við að vernda börnin okkar fyrir þeim... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.1.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband