Knús handa þér !

hug Miðað við hörmulegar fréttir síðustu daga er ágætt að fá eina svona skemmtilega frétt af faðmlagi í 5000 ár sem gæti minnt okkur á að vera góð við hvert annað og faðmlag á dag gæti gert gæfumininn. Við mannfólkið gerum alltof lítið af því að faðmast, oft er faðmlag allra meina bót. Við þurfum að hægja á okkur, spennan og hraðinn valda hluta af því að við tökum rangar ákvarðanir eða gerum eitthvað sem við annars myndum ekki gera.  Við gleymum oft okkur sjálfum, vinum okkar og fjölskyldu. Börnin okkar þurfa tíma. Munum að vera góð hvert við annað og það er ekki bannað að faðmast, þó að það sé kannski erfitt að snerta eða faðma einhvern þegar hætta er á að það miskiljist,sumir forðast að snerta börnin sín á almannafæri....það er engan veginn ásættanlegt. Tökum frá dag fyrir vini okkar þeir eru mikilvægir...smsaðu vin eða einhvern sem þarf á því að halda núna t.d  "Knús frá mér"  Smile  eða sendu honum email...þú gæti t.d sent honum þetta ljóð með. Við þurfum öll á því að halda að fá smá knús. Svo er gott að hugsa hlýlega til þeirra sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt vegna ýmiss mála t.d þeirra sem við höfum hlustað á undanfarið.


Kæri vinur
Vertu áfram þú sjálfur
Þú ert vinur minn og sannur vinur
Vegna þess að þú ert þú sjálfur
Vináttan felst í því að vera sannur
Þú ert sannur
Og þess vegna ertu vinur minn
Ég met það miklis að eiga þig sem vin
Þú ert vinur minn að eilífu
Ekkert getur breytt því
Því að þú ert þú sjálfur
Og munt vera það vinur minn
Kæri vinur
Mér þykir vænt um þig
Farðu því vel með þig.


mbl.is Í faðmlögum í 5.000 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Knús!!! Má ekki líka alveg senda knús til ókunnugra?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Rétt Katrín...jú svo sannarlega ekki veitir af

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.2.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: halkatla

mikið rétt og mikið satt. ekkert læknar einsog knús og það er hægt að senda það gegnum víddir án tillits til tíma og rúms, en þó er lúxus að hafa einhvern í návígi til þess að knúsa 

halkatla, 8.2.2007 kl. 13:00

4 Smámynd: Vera

Knús

Vera, 8.2.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband