Pólitík, blogg og örlítið af jákvæðni

Ég tel að það væri skemmtilegra að fylgjast með bloggehiminum á næstunni, fram að kosningum ef að bloggarar myndu þora að segja það sem þeim virkilega býr í brjósti.......ekki bara fyrir flokkinn og svo framvegis...að mínu mati er of mikið neikvætt hjal um andstæðingana og stöðugt verið að ráðast á þá sem þeir sennilega óttast og koma ekki með neitt uppbyggjandi eða jákvætt í staðinn. Það væri gaman að mæla (Ef það væri hægt) hversu mikil orka fer í neikvæðni og niðurrif  hjá bloggurum og pólitíkusum.  Um leið og við skrifum neikvætt um eitthvert framboð/flokk...eða jákvætt þá er búið að stimpla.... já hann kýs ekki þennan flokk.....eða hmmm hann kýs þennan flokk. Þannig er þetta ekki og þannig á þetta ekki að vera, við verðum að geta gagnrýnt þann flokk sem við ætlum að kjósa og við verðum að geta verið jákvæð, eða sagt eitthvað jákvætt um þann flokk sem við ætlum ekki að kjósa...og við verðum líka að geta skipt um skoðun. 

Er ég Samfylkingarmaður ef ég segi:

Að mér finnist að miðað við stöðu mála sé Ingibjörg Sólrún virkilega að standa sig vel, hún bugast ekki þótt það sé ráðist á hana úr mörgum áttum og sumir hér á moggablogginu eru með hana gjörsamlega á heilanum...er ekki málið að þeir óttast hana. 

Er ég Sjálfstæðismaður ef ég segi:

Að mér lítist vel á mannskapinn hjá Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi NA og þar sé fólk sem ég treysti til þess að vinna að því sem mér finnst skipta máli.

Er ég Íslandshreyfingarmaður ef ég segi:

Að mér lítist vel á framboðið og ég bíði spenntur eftir því að sjá þá sem leiða listana, og að ég telji að framboðið eigi eftir að koma á óvart og að ég telji að góðir hlutir gerist hægt og að þau toppi á réttum tíma.

Er ég Framsóknarmaður ef ég segi:

Að blaðið sem Framsókn sendi inn um lúguna hjá mér hafi verið gott og jafnvel skemmtilegt og að í þriðja sæti í mínu kjördæmi sé maður sem ég vildi hafa í mínu liði.

Er ég Vinstri grænn ef ég segi:

Að ég sé hrifinn af staðfestunni hjá þeim og á nokkrum stöðum séu þeir með mjög gott fólk sem á sannarlega heima í ríkisstjórn.

Er ég Frjálslyndur ef ég segi:

Að Frjálslyndi flokkurinn sé fyndinn flokkur


mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert greinilega Frjálslyndur - sé strax í gegn um þetta

Finnst annars frábær þessi hvatning hjá þér að draga úr neikvæðninni. Spá frekar í það hvað maður vill styðja en hitt sem maður er á móti...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hæ Auður....nei ég verð að viðurkenna að ég vissi bara ekki hvað ég átti að skrifa úm Frjálslynda flokkinn.

Júlíus Garðar Júlíusson, 10.4.2007 kl. 16:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú er Dalvíkingur og það alveg frábært eintak hef ég heyrt. Ég fjallaði einmitt um þessa jákvæðni á mínu bloggi og gekk svo langt að lofa því að vera ekki með persónulegt skítkast. Held ég standi við það, en skoðanir, af þeim hef ég nóg og kýs X-D, finnst þeir bestir fyrir mig og mína. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ég myndi segja að þú virkaðir svona frekar framsækinn og sjálfstæður vinstri grænn samfylkingarmaður í íslandshreyfingunni  ...

Hólmgeir Karlsson, 10.4.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

ja það er ekki að spyrja að dalvískri greiningu á mannlífi og menningu. Ég var að lesa á www.truno.blog.is um Dalvíkuryfirlýsinguna sem mér þykir tímamótaverk að opinbera. Líklega hafa menn og konur á Dalvík lengi vitað þetta, ekki nema von að eldri borgarar þar séu áberandi í málefnum sem máli skipta s.s. veðurspám...

Guðrún Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband