10 hugmyndir til að gleðja með í dag.

Þú getur glatt einhvern í dag. Þó að við eigum ekki að alltaf að þurfa að hafa ástæðu til þess að gleðja einhvern, þá er Sumardagurinn fyrsti samt ágætur til þess. Ég tel íslendingar séu frekar lélegir við að heimsækja vini, kunningja og ættingja án ástæðu. Það er í lagi að fara í heimsókn, án ástæðu og án þess að koma með gjöf. Prófaðu bara í dag að fara í óvænta heimsókn og gleddu þig og aðra. En aðrar leiðir til að gleðja í dag eru t.d: Að búa til lítið sætt kort með eftirfarandi vísukorni í og senda út um allt eða senda það í emaili til vina:


Þökk fyrir þennan vetur,
þökk fyrir brosið þitt.
Þú hefur sól og sumar,
sent inn í hjartað mitt.


10.
hugmyndir til að gleðja með í dag:

1. Sendu smsið "Gleðilegt sumar kæri vinur" til allra í símanum þínum.

2. Bakaðu vöfflur og pönnukökur og smsaðu út um allt og segðu að það sé opið hús hjá þér í allan dag . 

3. Skoraðu á vini þína í kapp uppá Esjuna eða annað álíka fjall.

4. Bakaðu hrikalega djúsi súkkulaðiköku og taktu hana méð þér í óvænta heimsókn.

5. Bjóddu öllum ættingjum þínum uppá Brynjuís ( Þessi virkar bara fyrir norðan)Grin hugsaðu um það að þú hefur efni á því að bjóða svo mörgum uppáís, peningar skipta svo litlu máli.

6. Bjóddu öllum börnum systkina þinna með þér í bíó, eða út í leiki á næsta túni.

7.Hringdu í vinkonu þína sem þú hefur ekki hitt lengi og bjóddu henni með þér á kaffihús....Sviss mokka og Sörur eru góðar.

8. Bjóddu ömmu og afa eða mömmu og pabba á rúntinn og nýttu þér svo gjafmild framboð sem eru með kaffi og kökur í boði út um allt.

9.Safnaðu saman nokkrum vinum og þið farið svo og hjálpið Nonna Sig sem er að byggja.

10. Og að lokum farðu í heimsókn til ættingja eða vinar sem er t.d á dvalarstofnun fyrir aldraðra og eyddu deginum þar, ekki koma með súkkulaði, blóm eða gjöf vertu bara til staðar og ekki bara fara í stutta kurteisisheimsókn - Vertu til staðar.

Bentu vinum og kunningjum á þessar hugmyndir hér og skoraðu á þá að framkvæma eitthvað af þeim.

Gleðilegt sumar.

3MULTI6


mbl.is Sumri fagnað með ýmsum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gleðilegt sumar félagi og takk fyrir líflegan bloggvetur :)
Hugmyndirnar þínar að deginum eru góðar. Það einfalda er oft það besta og það sem gleður mest. Það að vera til staðar og sýna að manni þyki virkilega vænt um fólkið sitt  ..

Hólmgeir Karlsson, 19.4.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir þetta, ætla að fara með son minn og móður að Gljúfrasteini og skoða hús skáldsins.  Fáum okku eina með næstum öllu á leiðinni!

GLEÐILEGT SUMAR!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mér l+ýst vel á númer 7, já best að velja bara eitt, það er alveg yfirdrifið nóg í dag. Gleðilegt sumar.

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Flottar hugmyndir, held við kíkjum á minjasafnið - annars bara gleðilegt sumar

Rúnar Haukur Ingimarsson, 19.4.2007 kl. 11:42

5 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég tek þig á orðinu, nr. 10 handa mér takk! Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Vilborg Valgarðsdóttir, 19.4.2007 kl. 12:18

6 identicon

Sannlega mælir þú kæri bloggvinur og ég mun fara eftir einhverju af þessu - áskoruninni er sem sagt tekið

Gleðilegt sumar!!! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 12:58

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær hugmynd algjörlega takk fyrir ábendinguna og áskorunina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 13:08

8 identicon

Sæll sætur, gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn sömuleiðis.

Þú varst verulega flottur í Kastljósinu, sjálfum þér líkur!

Hugsa að ég velji þetta með vöfflurnar þegar ég lít upp úr bókunum.... (en bara fyrir nánustu fjölskyldu )

Guðný S. Ólafsd. (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:44

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Gleðilegt sumar Júlli,allir Dalvíkingar,allir landsmenn og allur heimurinn.  Nr. 11  hringja í Njörð P og gerast SPES vinur.

Pálmi Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 14:25

10 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk öll fyrir góð og skemmtileg comment. - Mæli með Nr. 11 hjá Pálma lítið á www.spes.is

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 14:42

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir snilldar hugmyndir, næsta ár birtirðu þær tveim dögum fyrr, annars notaði ég tvær svo ég er greinilega á þinni línu. Gleðilegt sumar

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 21:36

12 identicon

Gleðilegt sumar Júlli minn og allir aðrir.

Guðmundur L Þorvaldsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 23:30

13 identicon

Orð í tíma töluð og frábærar hugmyndir.  Það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að gleðja fólk í kringum sig. Að öðrum hugmyndum ólöstuðum fannst mér nr. 10 best!

Gleðilegt sumar

Svava Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 08:13

14 identicon

Bara kvitta fyrir mig. Þú varst flottur í kastljósinu..:)

Kristján Már Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband