Um matarsíðuna

blaskel JJ Bláskelin mín úr nýju bókinni.

Hér mun ég sem  áhugamaðurinn fjalla um mat og drykk í sem víðustum skilningi á áhugamannsins hátt. Ég mun skrifa um hráefni, nýjar sem eldri vörur, setja inn mínar eigin uppskriftir, skrifa veitingahúsagagnrýni, skoða skyndibitann, segja frá matarupplifunum, skoða tæki og tól og fleira. Allar hugmyndir frá ykkur eru vel þegnar.

Einn liður í Matarsíðu áhugamannsins verður smökkun/prófun á hráefni. Matarsíðan fær til sín hráefni sem ég mun nota í hinni daglegu eldamennsku. Stundum verður til ný uppskrift, allt verður þetta birt með myndum. Ég er búinn að koma mér upp rýnihóp sem kemur stundum í heimsókn til að borða það sem fæðst hefur og ræða um kosti og möguleika hráefnisins/vörunnar.

Allt er þetta til gamans gert og af einskærum áhuga fyrir mat, drykk og eldhúsinu almennt. Skrifin verða með jákvæðum en gagnrýnum formerkjum. Ein af ástæðum fyrir þessum skrifum mínum er að æfa mig í að skrifa niður uppskriftir sem fæðast ótt og títt.

Nafnið “Áhugamaðurinn” er komið frá vinnslu matreiðslubókar sem kemur út fyrir næstu jól. Þar leiða saman hesta sína “Meistarinn og áhugamaðurinn” það er einmitt nafn bókarinnar. Ég áhugamaðurinn , Friðrik V. meistarinn á Akureyri og myndasmiðurinn Finnbogi í Dagsljósi á Akureyri gefum hana út. Á hverri opnu  fá lesendur tvær útgáfur af sama hráefninu, meistarans og áhugamannsins. Við fengum ekki að vita hvað hinn aðilinn var að gera fyrr en að myndatökum lauk. Ég mun birta eitthvað af uppskriftum og myndum úr bókinni hér á Matarsíðu áhugamannsins.
 P.s Matarsíða áhugamannsins er án allra styrkja og er eingöngu hugsaður sem áhugamál. Þeir sem hafa áhuga að fá umfjöllun um vöru setja sig í samband og það er öllum að kostnaðarlausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband