Smoðanaskönnun.

Nýjustu skoðanakönnuninni sem ég gerði á síðunni minni er lokið og niðurstöður liggja fyrir. Ég hafði áhuga á að vita hvaðan mínir frábæru lesendur kæmu og það var einfaldelga spurt hvar býrð þú ?

Stórreykjavíkursvæðið 25%
Dalvík 22 %
Akureyri 19%
Suðurkjördæmi 9%
Norðausturkjördæmi – Dalvík og Akureyri 8%
Norðvesturkjördæmi 7%
Erlendis 7%

 

Ég er ánægður með dreifinguna og allir komu manni að.
P.s Það voru 340 sem tóku þátt.

Og það er komin ný skoðana smoðanakönnun á síðuna....ég ætla að skella mér í baráttuna um hver hefur bestu skoðanakönnunina um fylgi stjórnmálaflokkana....eða ekki...En spurt er hvaða framboð myndir þú alls ekki  kjósa. Með þessu telur greiningardeild þessar bloggsiðu að við fáum mun betri niðurstöður heldur en hinir 134 sem eru í skoðana smoðana kannanabransanum...ATH það er bannað að vera óákveðinn.



Ferðamál til framtíðar.

Ferðamál til framtíðar - málþing um ferðamál í Dalvíkurbyggð. Laugardaginn 21. apríl 2007 - Dalvíkurskóla

Kl. 10.45 - Húsið opnað, kaffi á könnunni
Kl. 11.00 - Kolbrún Reynisdóttir opnar þingið. Ávarp bæjarstjóra, Svanfríðar I. Jónasdóttur

Kl. 11.05 -  Ferðaþjónusta í dreifbýli - Guðrún Þ Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar   

Hólaskóla.
Kl. 11.30 - Kynning frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.
Kl. 11.45 - Náttúrufar og saga svæðisins – Kristján Eldjárn Hjartarson
Kl. 12.00 - Hádegishlé – kynning á matvælum úr héraði – Local food – Júlíus Júlíusson
Kl. 12.45 - Hagræn áhrif ferðaþjónustu, samlegðaráhrif og tenging við atvinnulíf 
Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.
Kl. 13.15 - Stuttmynd um fjallaskíðamennsku á Tröllaskaga –  frá Jökli Bergmann
Kl. 13.30 - Heilsutengd ferðaþjónusta - Anna Dóra Hermannsdóttir
Kl. 13.45 - Unnið í sex umræðuhópum:

*Hvaða ímynd viljum við hafa? Hvaða ferðamenn viljum við fá? Samvinna atvinnugreina við markaðssetningu og uppbyggingu ímyndar. *Hvernig nýtum við betur tækifæri sem búið er að benda á? (Fuglalíf, sögu- og menningartengd ferðaþjónusta, skemmtiferðaskip, gönguferðir og fjallamennska og íþróttamót ofl.) *Sjóferðir og hvalaskoðun.  Hvað getum við lært af uppbyggingu hvalaskoðunar og sjóferðum  frá Húsavík? - Fundur með Edward H. Huijbens. *Hvernig nýtum við okkur tækifæri sem felast í aukinni umferð í gegnum Dalvík þegar Héðinsfjarðargöng opna ? *Handverk og ferðaþjónusta

Kl. 15.00 - Kynning á niðurstöðum hópa
Kl. 16.00 - Þingi slitið.
Málþingið er öllum opið og eru þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu á svæðinu hvattir til að mæta og taka þátt

Snilld.

Andrésar Andarleikarnir eru snilldar íþróttamót, mikil fjölskyldusamvera og aðamálið að vera með þó að keppnin sé til staðar. Þeir aðilar sem standa að þessu vinna gríðarmikla sjálfboðavinnu til þess að þetta gangi upp og það skila sér svo sannarlega í góðri skipulagningu og innihaldsríkri samveru þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Um 800 keppendur, flestir koma frá Akureyri eða 108, 93 frá Ármanni í Reykajvík og 78 frá Dalvík. Ég frétti að mjög góðu gengi míns fólks frá Dalvík í gær, veðrið í dag er algjör snilld og ekta fyrir svona mót, logn sól og allir með bros á vör. Áfram Andrés - Áfram Dalvík.....og Áfram Ísland.

Í gær keppti líka Dalvíkingurinn Pálmi Óskarsson í Meistaranum á Stöð 2 og tók Illuga Jökulsson nokkuð örugglega í nefið - Áfram Pálmi


mbl.is Um 800 keppendur á Andrésar andar leikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 hugmyndir til að gleðja með í dag.

Þú getur glatt einhvern í dag. Þó að við eigum ekki að alltaf að þurfa að hafa ástæðu til þess að gleðja einhvern, þá er Sumardagurinn fyrsti samt ágætur til þess. Ég tel íslendingar séu frekar lélegir við að heimsækja vini, kunningja og ættingja án ástæðu. Það er í lagi að fara í heimsókn, án ástæðu og án þess að koma með gjöf. Prófaðu bara í dag að fara í óvænta heimsókn og gleddu þig og aðra. En aðrar leiðir til að gleðja í dag eru t.d: Að búa til lítið sætt kort með eftirfarandi vísukorni í og senda út um allt eða senda það í emaili til vina:


Þökk fyrir þennan vetur,
þökk fyrir brosið þitt.
Þú hefur sól og sumar,
sent inn í hjartað mitt.


10.
hugmyndir til að gleðja með í dag:

1. Sendu smsið "Gleðilegt sumar kæri vinur" til allra í símanum þínum.

2. Bakaðu vöfflur og pönnukökur og smsaðu út um allt og segðu að það sé opið hús hjá þér í allan dag . 

3. Skoraðu á vini þína í kapp uppá Esjuna eða annað álíka fjall.

4. Bakaðu hrikalega djúsi súkkulaðiköku og taktu hana méð þér í óvænta heimsókn.

5. Bjóddu öllum ættingjum þínum uppá Brynjuís ( Þessi virkar bara fyrir norðan)Grin hugsaðu um það að þú hefur efni á því að bjóða svo mörgum uppáís, peningar skipta svo litlu máli.

6. Bjóddu öllum börnum systkina þinna með þér í bíó, eða út í leiki á næsta túni.

7.Hringdu í vinkonu þína sem þú hefur ekki hitt lengi og bjóddu henni með þér á kaffihús....Sviss mokka og Sörur eru góðar.

8. Bjóddu ömmu og afa eða mömmu og pabba á rúntinn og nýttu þér svo gjafmild framboð sem eru með kaffi og kökur í boði út um allt.

9.Safnaðu saman nokkrum vinum og þið farið svo og hjálpið Nonna Sig sem er að byggja.

10. Og að lokum farðu í heimsókn til ættingja eða vinar sem er t.d á dvalarstofnun fyrir aldraðra og eyddu deginum þar, ekki koma með súkkulaði, blóm eða gjöf vertu bara til staðar og ekki bara fara í stutta kurteisisheimsókn - Vertu til staðar.

Bentu vinum og kunningjum á þessar hugmyndir hér og skoraðu á þá að framkvæma eitthvað af þeim.

Gleðilegt sumar.

3MULTI6


mbl.is Sumri fagnað með ýmsum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Sumir þurfa lyf, aðir ættu að borða meira af fiski...muniði Omega 3.....en við ættum öll að horfa þetta HÉR yndislegir krakkar - stelpan með hljóðnemann heitir Rebekka og er Rúnarsdóttir, horfið á þetta til enda og njótið síðan áhrifanna - Bros getur dimmu í dagsljós breytt.
mbl.is Segja kosti þunglyndislyfja fyrir börn og unglinga vega þyngra en áhættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk takk takk.

Í bloggfærslu minni  HÉR á mánudaginn var ég að segja frá ótrúlegum en ánægjulegum viðbrögðum við Kastljósþættinum s.l sunnudagskvöld. Ekki hafa viðbrögðin minnkað, símhringingar, tölvupóstar, knús á götum úti. T.d skrapp ég til Akureyrar í gær og ég...

Andrés brosir hringinn

Það er líklegt að Jóakim aðalönd hafi látíð fé af hendi rakna til veðurguðanna, svosem eins og nokkra gullpeninga til þess að skella í snjóvélina og allt fyrir hið frábæra og eitt vandaðasta íþróttamót sem haldið er hér á landi "Andrésar andarleikana" á...

Ótrúleg en afar ánægjuleg viðbrögð.

Ég má til með að blogga örlítið um gærkvöldið. Ég var í sunnudags Kastljósinu hjá Evu Maríu, hún er yndisleg persóna svo ekki sé meira sagt. Það var gaman að vinna að þessu þætti en ansi var 1/2 tíminn fljótur að líða, það var svo margt sem við ætluðum...

West Ham í íslensku úrvalsdeildina.

Af því að það er búið að uppljóstra þessu mikla leyndarmáli, að AC Milan sé í raun enskt lið þá er best að ég skúbbi því að West Ham og Stoke munu spila í íslensku Landsbankadeildinni eða hvað hún mun nú heita. Ótrúlegt að Landsbankinn heiti enn...

Sendum ljós

Sendum ljós og fallegan huga austur með von um að sjómaðurinn finnist. Hugum einnig að þeim sem bíða og vona og björgunarsveitarmönnum.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband