Ég sagði fyrir keppnina í gær að ef að við kæmumst ekki áfram núna þá væri þetta vonlaust og skipti ekki máli hversu lagið sem við sendum væri gott eða flytjandinn frábær, fyrirkomulagið er bara ekki rétt burtséð frá því hvort að það sé verið að plotta eitthvað eða ekki. Annað sem ég var að hugsa um afhverju það væri svona ódýrt fyrir okkur hér á Íslandi að greiða atkvæði í keppninni, 99 krónur....væri ekki eðlilegt að þetta vær svona 500 kall eða svo
Það er svo mikið um að vera þessa dagana í fréttum og nóg að blogga um..........kosningar - Eurovision - Knattspyrnan að byrja hér á landi og fleira.
Kosningar:
Í janúar og 25 febrúar skellti ég spám inn á bloggið sjá HÉR ....þær litu svona út.
Sjálfstæðisflokkur 33 %
Samfylking 26%
Vinstri Grænir 17%
Framsóknarflokkur 10%
Frjálslyndir 7%
Framtíðarlandið 4 %
Framboð aldraðra og öryrkja 3 %"
Febrúar spá.
Sjálfstæðisflokkur 32 %
Samfylking 29%
Vinstri Grænir 22%
Framsóknarflokkur 13%
Frjálslyndir 4%
Spá daginn fyrir kosningar 2007
Sjálfstæðisflokkur 35 %
Samfylking 30%
Framsóknarflokkur 14%
Vinstri grænir 12 %
Íslandshreyfing 5 %
Frjálslyndir 4%
Í þessari nýju spá sem er dulítið geggjuð er ég bara að reyna að hafa þetta sem næst því sem að ég tel líklegt að verði lokastaðan en hefur ekkert með að gera beinar skoðanir mínar eða vilja
Skoðanakönnun af síðunni minni
Það hafa 123 tekið þátt í skoðanakönnun sem ég setti upp á síðunni minni þar sem spurt var " Hvað flokk kýst þú aldrei " ? Og þar af leiðandi var best að fá sem fæst atkvæði.
Vinstri grænir 6%
Íslandshreyfing 14%
Samfylking 16%
Frjálslyndir 17 %
Framsókn 21 %
Sjálfstæðisflokkur 26%
Ég vil þakka fyrir hlýleg comment í síðustu færslu og það er von á ferðasögu frá Ítalíu innan skamms.
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 11. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið um að vera þessa dagana, kem kannski að því hér síðar. Var að vísu búinn að stefna að því að þetta blogg væri ekki mikið svona um sjálfan mig. En er að fara í kvöld til Ítalíu, var svo heppinn að vera boðið á "Slow fish" sýningu, ráðstefnu og fleira...Milanó, Genova og Cinque Terre fiskiþorpin 5 sem eru á heimsminjaskrá Unesco. Fer í boði Vaxtasamnings Eyjafjarðar og í frábærum félagsskap.....Friðrik V meistarakokkur á Akureyri, Ólínu hjá matvælaklasa Vaxtasamningsins...og síðan bauð ég konunni minni með. Blogga um ferðina er ég kem heim 9. mai.....gott að komast aðeins í burtu svo að maður þurfi ekki að hlusta á, upplifa, heyra og sjá neikvæða umræðu í aðdraganda alþingiskosninganna.....en að sjálfsögðu er margt jákvætt innan um. Hvernig væri að gefa jákvæðasta framboðinu atkvæðið sitt þeir eiga það skilið....það er svo þitt að meta hverjir hljóta þann merkilega titil. Góðar stundir og verið góð við hvert annað.
Bloggar | Miðvikudagur, 2. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrri partur helgarinnar - Góður félagsskapur, vinna og slökun og grill og örlítið af sólbruna - já það er apríl. Gott dæmi um hvað svona dagar geta verið yndislegir, 7 ára sonur minn fór út að veiða flugur með vinum sínum kl rúmlega 9 á laugardagsmorguninn og kom ekki heim fyrr en farið var að grilla kl 18.00, ég kíkti á hann um miðjan daginn og spurði hvort að hann vildi ekki koma og fá eitthvað að borða....nei hann mátti ekki vera að því og var ekki svangur - getur lífið verið betra fyrir svona gutta - frjálsir að fást við það sem þeir gleyma sér við og hafa gaman af...í gærmorgun reif hann sig á fætur eldsnemma, tók til nesti í tösku og var mest allan daginn við fluguveiðar í einstakri blíðu.
Í gær var mér boðið til Skagafjarðar að vera við opnun Sæluviku á Sauðárkróki og síðan á La Traviata í flutningi Skagfirsku Óperunnar í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Ég bauð tengdamömmu með mér og sagði við hana á leiðinni er við ókum í blíðunni og hitamælirinn í bílnum sýndi 22 gráður " hefðir þú trúað því í haust ef ég hefði sagt að ég ætlaði að bjóða þér á óperuna La Traviata í Varmahlíð og að auki í sól og 20 stiga hita í apríl ? " hefðir þú trúað því ?
Ég ætla að byrja á því að votta ykkur sem voruð ekki í Varmahlíð í gær samúð mína Þetta var einstakur viðburður sem að mér skilst verður ekki endurtekin, aðeins þessi eina sýning. Á leiðinni heim í gærkvöldi sá ég margar gæsir á túnum og blettum og var mér þá hugsað til allrar gæsahúðarinnar sem ég fékk í Íþróttahúsinu í Varmahlið í gær. Krafturinn, leikgleðin, innlifunin og innileikinn í þessari sýningu var þvílíkur að hrein unun var að horfa og hlusta á. Ég hafði ekki séð La Traviata áður, mér líkaði Óperan vel sem slík, Sinfóníuhljósmveit Norðurlands með snillinginn Guðmund Óla Gunnarsson við stjórnvölinn sló ekki feilpúst, þvílíkur munaður fyrir okkur hér á þessu svæði að eiga slíka hljómsveit. Óperukórinn var dásamlegur, einsöngvararnir góðir........en stjarna sýningarinnar var engin önnur en Alexandra Chernyshova, ekki nóg með það að hún söng og lék aðalhlutverkið af þvílíkri snilld ( Ég fæ gæsahúð núna er ég skrifa Þetta) að það hálfa væri nóg, hún var og er stórglæsileg kona og svo má ekki gleyma því að hún er kraftaverkakona með stórum stöfum. Að setja upp La Traviata með þessum hætti á þessum stað er eitthvað sem engin bjóst við að væri hægt eða yrði gert - en hún rak þetta áfram og árangurinn lét ekki á sér standa.
Til hamingju skagfirðingar að hafa fólk eins og Alexöndru og manninn hennar Jón Hilmarsson í byggðarlaginu, þvílíkur drifkraftur og bjartsýni - Svona á lífið að vera - Takk fyrir mig.
Bloggar | Mánudagur, 30. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef haft það sterkt á tilfinningunni að West ham falli ekki alveg frá því að fyrstu fréttir komu um að þeir væru nánast fallnir í febrúar:
Sjá HÉR
Curbishley: Erum enn á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 29. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 27. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Fimmtudagur, 26. apríl 2007 (breytt 27.4.2007 kl. 19:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Miðvikudagur, 25. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | Þriðjudagur, 24. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Þriðjudagur, 24. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Mánudagur, 23. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir