Hafa Hafnfirðingar kjark ?

Jæja þá er ég kominn heim úr góðri vinnuferð til Rvíkur, ekkert verið bloggað í langan tíma.....sem er hið besta mál, nauðsynlegt að taka frí. Í dag ganga Hafnfirðingar að kjörborðinu og þurfa að taka stóra ákvörðun. Þetta mál er að verða dálítið öfgakennt og íbúum enginn greiði gerður með þessum látum. Ef ég byggi í Hafnarfirði og hefði verið með stækkun álvers, þá væri ég snarlega búinn að skipta um skoðun, framganga álversmanna hefði gert það að verkum. Mér finnst þetta snúast um hvort að Hafnfirðingar hafi KJARK til þess að fylgja hjartanu hver sem skoðun þeirra er.
mbl.is Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðssnillingar.

Spaugstofumenn brutu lög, Íslendingar brjóta lög á hverjum degi og í því sambandi er hægt að nefna hraðakstur. En það sem ég vildi leggja orð í belg með hér er snilldin í markaðssetningu hjá þeim Spaugstofumönnum, þetta eru snillingar þeir eru búnir að lifa af lengi "300" þættir og þeir kunna að ná í athyglina þegar hennar er þörf, þá setja þeir fótinn inn fyrir gráu línuna og fá mikla athygli og áhorf. En þeir gera það líka vel þ.e.a.s þau skipti þar sem þeir hafa farið yfir strikið þá er efnið vandað eins og um helgina.

Þeir sem eru að velta fyrir sér upp úr þessu lögbroti þeirra og Útvarpsins ættu kannski að tjá sig um siðleysi t.d Tvíhöfða sem er á Rás 2. Þar eru á ferðinni ófyndnir og lágkúrulegir vesalingar. Þetta er mín skoðun og stundum finnst mér eins og að enginn þori að segja eitthvað um þetta bull, eitt er hvort að Jón Gnarr sé fyndinn sem Lýður í Lóttó auglýsingum eða bara einn og sér, en þegar þeir koma saman þá leggjast þeir ansi lágt og eru ekki fyndnir. Þeir virðast vera orðnir bensínlausir og þá leita þeir í það að reyna að vera fyndnir á kostnað þeirra sem minna mega sín. Að Rás 2 skuli taka þátt í slíkum gjörningi sæmir ekki þeir stofnun. Mín skoðun er sú að það eigi enginn að vera útundan þegar grín er annars vegar en það er vandmeðfarið hvernig það er gert, grín á ekki að meiða og alls ekki þá sem eiga það síst skilið.


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir heiði háa.

Vonandi hefur nú allt farið vel. Er að keyra til Rvíkur í bítið og vona nú að veðrinu hafi slotað og það verði búið að opna Holtavörðuheiðina í fyrramálið. Ferðin er fjölskylduferð og m.a annars á að fara í Borgarleikhúsið á sunnudaginn kl 14 á síðustu sýningu af Ronju Ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren, krakkarnir hafa örugglega gaman af því. Nemendurnir í öðrum bekk Dalvíkurskóla voru að leika og syngja úr verkum Astrid Lindgren í gær á árshátíð skólans og strákurinn minn lék rassálf í Ronju....klukkan 17 á sunnudeginum færum við okkur yfir í Þjóðleikhúsið og sjáum verk eftir ekki síðri höfund en Lindgren , Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur, sannarlega spennandi og menningarlegur fjölskyldudagur framundan.
mbl.is Aðgerðum á Holtavörðuheiði að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar flýgur hærra.

Í gær kom fram á sjónarsviðið nýr stjórnmálaforingi, þar sem að það er föstudagur í dag er um að gera að bera þann nýja saman við þá sem fyrir eru í léttum dúr. Gefum okkur 12 staðreyndir um Ómar sem að öllum líkindum þau hin Geir, Ingibjörg, Guðjón Arnar, Steingrímur  og Jón ná ekki að toppa kallinn með eða hvað – Athugasemdir óskast.Sideways

  

Ómar :W00t
Gerði Gísla á Uppsölum frægann og stiklaði stórum um fagurt landið
Hefur djöflast um á frúnni og náð hærri hæðum með henni en margur.
Hefur verið Sumargleðilegur og skemmtilegur um allt land…aftur og aftur…
Er að leika í Borgarleikhúsini í Ást og hann talar nánast ekkertInLove
Gáttaþefur gægist hér inn…..hefur komið fram á mörgum plötum
Getur sungið og samið vísur og tekið bakföll og náð sér á strik aftur.
Er 67 ára og sér um boxlýsingar svo að hárin rísa á skollóttum.
Hefur skrifað nokkrar bækur og samið texta og tekið þátt í Eurovision.
Er maður ársins…er maður ársins og er maður ársins.

Er í feykigóðu formi og getur hoppað og skoppað um allt.

Var í tveimur skyrtum og með tvö bindi í Kastljósinu í gær.
Samdi textann “ Bara að hann hangi þurr” ófullur enda bindindismaður númer 1.

Er þetta ekki á hreinu hvað við kjósum þarf að segja eitthvað meira.Grin


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúð.

kerti2Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir marga það hefur verið mikið um slys. Ég votta fjölskyldu, ættingjum og vinum konunnar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í gær innilega samúð mína. Við skulum hafa þau í bænum okkar í kvöld og á næstunni.
mbl.is Lést í bílslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður pumpar í boltann

Frétt frá götublaðinu The Sun hmmm ansi áreiðanlegt. Fréttin gæti alveg eins snúist um að á myndinni sem fylgir fréttinni sé Eiður að pumpa í boltann Það er jafn gáfulegt eins og að trúa þessari frétt. En mikið vildi ég að þetta væri satt...það væri bara...

Ekkert er öruggt !

Mér fannst umræðan sem myndaðist í athugasemdunum vegna skrifa minna HÉR á blogginu um börn á netinu og hver væri ábyrgur vera áhugaverð og fróðleg. Ég ákvað að súmma aðeins upp það helsta sem kom fram sem mér fannst eiga erindi við okkur öll....

Oft má salkjöt þurrt liggja.

Maður les fréttir oft svona á á hlaupum eða rúllar yfir textann, þessa frétt er ég búin að lesa tvisvar sinnum, sennilega er ég bara svona þunnur í kollinum en ég var lengi að átta mig á hvernig þetta sneri allt saman. Ég verð að segja að þetta eru...

Nei eða já...

...af eða á ...var sungið í Eurovision keppninn hér á landi fyrir nokkrum árum. Kristján Hreinsson er að stimpla sig inn sem okkar helsta Eurovision stjarna okkar Íslendinga þó svo að hann hafi ekki enn sungið tón. Það er hið besta mál því að hann er...

Heimsmeistarkeppnin í Brús - Arabískar ástir og marsinn stiginn.

Menningarhátíðin Svarfdælskur mars verður haldin í Dalvíkurbyggð um næstu helgi, 23. og 24. mars. Þessi héraðshátíð sem haldin er í marsmánuði ár hvert leggur áherslu á svarfdælska menningu og svarfdælska sérvisku af ýmsum toga. Hátíðin hefst að vanda á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband