Blóðugur hittari.

svarturkotturÞað er ekki annað hægt að segja en að Leikfélag Akureyrar standi vel að vígi er kemur að leikritavali. L.A hefur sýnt hvern “hittarann” á fætur öðrum og tel ég það ansi líklegt að aðsóknin minnki ekki við nýjasta verk félagsins Svartan kött eftir Martin McDonagh. Að vísu má leiða hugann að því hvort að það sé góð hugmynd gagnvart viðkvæmum leikhúsgestum að setja upp  setja upp tvisvar í röð (Herra Kolbert) blóðug verk með svörtum húmor, svo að ég vitni  í eldri konu sem sat rétt hjá mér á frumsýningunni laugardagskvöldið 20. janúar s.l. En aftur á móti er þetta veisla fyrir hina. Sýningin var sérstök hátíðarfrumsýning,  þennan dag fyrir 100 árum var fyrsta leikritið sýnt í samkomuhúsinu. Af því tilefni rúlluðu myndir úr gömlum verkum L.A á skjávarpa á leikhúsbarnum. Svartur köttur er 286. uppsetning Leikfélagsins.

Þetta hófst allt með því að dauður köttur fannst á veginum – kötturinn var eini vinur Patreks í öllum heiminum. Hann leitar hefnda, Maired leitar að ástinni, allir leita að Patreki nema Davey sem leitar að leið út úr klandrinu. Hér sjáum við sögu úr klikkuðum írskum heimi tilefnislausra ofbeldisverka.

Leikhópurinn í Svörtum ketti er blanda af nýjum leikurum og minna reyndum. En það er reynsluboltinn Þráinn Karlsson sem er stórkostlegur og töff í sýningunni, hann leikur hlutverk Donny föður illmennisins Patreks algjörlega óaðfinnanlega, hann sýnir á sér nýja hlið og þetta er með því allra besta  sem að ég hef séð til hans. Múnderingin á honum er slík að enginn má láta hana fram hjá sér fara. Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki Davey er frábær leikari og gerir mjög vel en mér fannst að ég hafi séð þetta áður. Ívar Örn Sverrisson í hlutverki Patreks var ekki nógu ógnandi heilt yfir og ýmsar hreyfingar t.d með byssurnar sem eiga eftir að slípast betur. Þóra Karitas  í hlutverki Mairead þreytir hér frumraun sína í atvinnuleikhúsi er sjarmerandi og áhugaverð leikkona, hún svífur um sviðið, skilar sínu vel en þarf að gæta að framsögn. Krimmatríóið leika Páll Sigþór Pálsson  sem ég hef ekki séð áður, hann kostulegur, fyndinn og eftirminnilegur, Ólafur Steinn Ingunnarson er alveg frábær og með þeim betri í sýningunni, Gísli Pétur Hinriksson geri vel en á eitthvað inni.

Hljómsveitin SKE sér um tónlistina í verkinu og gera þeir þetta næstum því uppá tíu, hún hæfir vel og er eftirminnileg, leikmynd og búningar eru í höndum Filipíu Elísdóttur, búningarnir eru óaðfinnanlegir, og leikmyndin er mjög góð, maður dettur inn í hana og skemmtilegt hvað maður upplifði stemmninguna vel t.d á efri hæðinni, Lýsingin er í höndum Þórðar Orra Pétursonar sem er með þeim bestu og það er allt sem segja þarf.


Svartur Köttur er blóðugt gamanleikrit, sýningin er töff, dálítið brjálæðisleg og dökkur húmorinn svífur yfir vötnum.  Enn og aftur minnist ég á það að það eru forréttindi fyrir okkur hér á norðurhjaranum að hafa framsækið leikhús í slíkum klassa. Frumsýningin gekk ágætlega en þegar nokkur smá atriði verða búin að slípast þá er ekki spurning að hér er leikrit sem á eftir að ganga vel. Það er ljóst að Magnús Geir er að \gera vel, leikstjórnin er öguð og örugg, kannski hefði þurft tvo til þrjá daga í viðbót en þeir koma.
Ef þú ert hrifinn af Q Tarantino, svörtum húmor eða góðu leikhúsi yfirleitt tryggðu þér miða strax, þig gæti langað aftur.

Myndbandsbrot úr verkinu

*Þessi gagnrýni mín birtist fyrst á Degi -  www.dagur.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband