"Ofbeldi lá stöðugt í loftinu"

Hvað ætli við fáum að heyra næst, er ekki nóg komið. Hvert hryllingsmálið ofan í hvert annað birtist okkur á i byrjun árs. Breiðavík, Byrgið, Heyrnleysingaskólinn, barnaníðingar, barnaperrar.is, barnaníðingsdómar og eflaus eitthvað fleira. Í hvað skítuga íslenska skúmaskot verður næst kafað ? Ef að þau eru fleiri sem ég vona ekki, þá þarf að kafa þangað. Miðað við þessar fréttir og frásagnir sem maður heyrir og horfir á undanfarið þá getur maður ekki verið hissa á fréttum af því hvað íslendingar bryðja mikið af þunglyndislyfjum. Það hlýtur að vera mikið af fólki sem er þarna úti sem líður verulega illa út af þessum málum og öðrum af svipuðum toga. Það hefur nú verið komið saman í kirkjum og bænastundir auglýstar t.d eftir erfið slys eða hamfarir. Hvað er þetta allt saman annað en hamfarir, biskupinn og prestar landsins ættu að taka sig saman og skipuleggja bænastundir fyrir fórnarlömb í slíkum málum. Það er það eina sem við sem vitum ekki hvernig við getum hjálpað getum gert það er að biðja fyrir þessu fólki. Það er ekki ólíklegt að bænin hafi verið það eina sem margir af þessum einstaklingum hafi haft.

Það sem snerti mig sérstaklega í Kastljósþáttunum var viðtalið við Lalla Johns, þarna var maður sem hefur upplifða allt það sverast á götunni og ætti að vera orðinn þokkalega brynjaður....en um leið og var farið að minnast á Breiðavík féll hann saman og grét og gat ekkert sagt, þetta var sterkt, þetta var svo satt...augun ljúga aldrei.

Anna Kristjánsdóttir (Góður bloggari sem ég les oft)  Skrifar um bók Stefáns Unnsteinssonar og Sævar Ciesielski "Stattu þig drengur" frá 1980. Ég gluggaði þessa bók í dag og er svo sannarlega sammála Önnu, afhverju var ekki gert eitthvað þá. ? M.a annars kemur þetta fram i bókinni..en bendi ykkur á bloggið hennar Önnu þar er meira.

"Forstöðumaðurinn réð öllu og var í sannleika sagt snarbrjálaður í skapinu. Hann lét okkur skilja að hann væri þarna til að gera okkur að mönnum. Lærdómurinn fólst aðallega í barsmíðum. Verst þótti okkur að það var engin regla á þessu hjá honum, hann barði menn ef þeir gerðu eitthvað af sér, en svo barði hann líka ef þannig lá á honum, uppúr þurru ef einhver var fyrir honum eða hann þyrfti að skeyta skapi sínu á einhverjum. Ég held honum hafi ekki alltaf verið sjálfrátt. Ofbeldi lá stöðugt í loftinu. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband