Næsti forseti Íslands.

Í gær var Ólafur Ragnar forseti vor í spjallþætti hjá Agli í Silfrinu, ég sá ekki þáttinn og hef lítið heyrt af honum þannig að mér þykir líklegt að allt hafi gengið vel enda á ég ekki von á öðru þegar Ólafur Ragnar á í hlut. Nú eru sumir farnir að velta fyrir sér hver verði næsti forseti landsins, flestum þykir líklegt að Ólafur bjóði sig ekki fram aftur en ég held að hann ætti bara að gera það, hann er að standa sig vel. En ástæðan fyrir þessari færslu á bloggi mínu er sú að í nótt  dreymdi mig hver yrði næsti forseti landsins. Já þeir geta verið undarlegir draumarnir...en margir rætast....en draumnum kom það í ljós að Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona myndi sigra með yfirburðum. Ég spyr bara er þetta ekki hinn besti kostur, er ekki málið að láta hana vita af þessu....Oft er spurt þegar fátt er um svör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Júlíus. Tja... til hamingju með góðan draum, og sérstakan. Eva er fín. Það verður amk. meira fjör á Bessastöðum þar sem Óskar Jónason er einn flottasti grínframleiðandi landsins. Nú svo er barnaskari með Evu þannig að það væri mjööög gaman að sjá og heyra Bessastaði lifna við á ný!

Sveinn Hjörtur , 19.2.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Hún myndi sóma sér vel í forsetahlutverkinu.  Engin spurning.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 19.2.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Gæti vel séð Evu Maríu fyrir mér í forsetaembættinu, en veit ekki hvernig Óskar (eins skemmtilegur og hann er) kæmi út sem forsetamaki. Er þó viss um að hann er einn af fáum karlmönnum heimsins sem myndi þoli konu sinni að vera forseti. Svo veit ég fyrir víst að það er gott fyrir barnaskara að alast upp á Bessastöðum

Bjarnveig Ingvadóttir, 19.2.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábær hugmynd..draumur. Hún Eva María hefur sérstaka útgeilsun, er greind og góð manneskja sem skilur lífið og fjölskylduna. Hefur sterka samkennd og kemur einstaklega vel fyrir. Það er alveg kominn tími á að brjóta svo margt upp og gera öðruvísi. Eva María er manneskja sem flestum líkar við og á það alveg skilið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband