Ótrúleg saga.

Hvað er betra en að vera inni í hlýjunni þegar rigningin og vindurin hamast á húsinu, best væri nú að vera undir sæng og sofa. En einmitt núna þegar veðrið er svona er ég andvaka, ég sem er aldrei andvaka sit nú bara við gluggann, stari út á götuna og horfi út í veðurhaminn sem tekur á sig ýmsar myndir…. hann tekur vel á því og hægir á sér á milli. Rigningin verður myndræn í ljósgeislum götuljósanna og þegar hann fer upp í marga metra á sekúndu er eins og að veðrið breytist í dreka með stóran faðm sem togar trén til sín og sleppir þeim svo með miklum hvin, hann hristir og lemur húsin og treður sér upp undir þakskeggin, eins og að hann sé að fæla fólk út á götu, beint í gin sitt. Er ég stari út um gluggan sé ég engan á ferli, ekki einu sinni farartæki. Ég hef áður setið við þennan glugga og horft út í ýmsum veðrum og alltaf er einhver á ferli,  en núna er enginn ! Oft kemur Óli í Báruhúsi heim á þessum tíma og Stella líka hún vinnur kvöldvaktir á dvalarheimilinu, já og Eggert vélstjóri fer alltaf á sama tíma heim úr vélarhúsinu, þetta er eitthvað undarlegt.Það er komið fram yfir miðnætti og ég hef ekki séð neinn ennþá, er veðrið svo slæmt að enginn þori út ? það hefur oft verið verra, norðan stórgarður með miklum snjó, ófærð og rafmagnsleysi. Ég nenni ekki að halda áfram að fylgjast með, ég fæ mér kaffisopa og jólaköku sem er kannski ekki ráðlegt á þessum tíma, kaffi heldur fyrir mér vöku. Ég ákvað samt að fá mér kaffi ég myndi hvort sem er ekki sofna. Útvarpið !  kannski ég nái veðurfréttunum…. ekkert útvarp ! …suð á öllum stöðvum, kannski er gamla útvarpið mitt búið að syngja sitt síðasta. Klukkan er orðin tvö og ég er ekki vitund syfjuð, það er enginn á ferli, veðurhamurinn hefur aðeins minnkað, en hann rignir mikið enn. Afhverju er ekkert ljós í verksmiðjunni ? þeir eru vanir að vinna á vöktum og það er alltaf ljós þar,  þeir slökkva aldrei á því ekki einu sinni um jól. Ég verð nú að reyna að sofna, fara í rúmið og berja mig niður enda klukkan að ganga fjögur. Ég dottaði í einn klukkutíma og mér finnst ég vera útsofinn, ég skil þetta bara ekki, kannski er svo djúp lægð yfir landinu sem hefir öll þessi áhrif á mig. Nú er klukkan að verða sex og þá er best að fylgjast með systrunum í næsta húsi og Óla í Báruhúsi þau vinna í frystihúsinu og mæta til vinnu klukkan sex , það má stilla klukkuna eftir þeim. Skrýtið, ég hef aldrei á minni löngu ævi upplifað þetta, þau koma ekki ! er ekki virkur dagur ?, jú jú það er miðvikudagur 13 október, ég er kannski orðin hviðusöm, ég verð nú að hætta að hugsa um þetta , þetta á sér eflaust einhverja skýringu, ég er bara svefnlaus. Nú er klukkan að verða sjö  og ég þá get ég hringt í Jóhannes, þetta er nú of mikið af því góða, síminn dauður ! útvarpið…langbylgjan, ég verð að finna hana, helvítis suð..kannski kemur það inn klukkan sjö, þetta suð er eins og ég veit ekki hvað, eftir því sem ég hlusta meira á það, hljómar það eins og napur, sorglegur og einmanna  taktur. Nú er veðrið orðið mjög gott hann hefur alveg lægt og er hættur að rigna, mér nú aðeins létt og vonandi fara hlutirnir að skýrast…." …ss…ss strax… þv. ss  var varpað á nyrsta hluta landsins….s.ss..….vegna geislunar…….allir.. ekki er talið að nokkur hafi komist af…….sssssssssssssssssssssss " 

Ég var að laga til í tölvunni minni og rakst á þessa sögu sem ég skrifaði fyrir löngu er ég beið á læknabiðstofu eftir sjúklingi...ætlaði að henda henni en datt þá í hug að henda henni inná bloggið, hún er hér eins og hún kom af kúnni á biðstofunni.....með villum og öllu. En hvað hefur maður verið að hugsa, þetta er nú ekki trúleg saga....eða hvað ? 

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst hún frábær, takk fyrir þetta. Kveðja Gummi

Gummi Lú (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sæll meistari. Þetta er frábær saga,..... en eftir að ég var kominn meir en niður í hana miðja beið ég alltaf eftir að þú vaknaðir (af draumnum) og værir e.t.v. orðinn aðeins og seinn í vinnuna og vindurinn orðinn að gamalli hásri vekjaraklukku að gera síðustu tilraunina til að ná þér úr draumalandinu

Hólmgeir Karlsson, 19.2.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ég þakka góð Comment strákar, já Hólmgeir það hefði ekki verið síðri endir.

Júlíus Garðar Júlíusson, 20.2.2007 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband