Hvað er betra en að vera inni í hlýjunni þegar rigningin og vindurin hamast á húsinu, best væri nú að vera undir sæng og sofa. En einmitt núna þegar veðrið er svona er ég andvaka, ég sem er aldrei andvaka sit nú bara við gluggann, stari út á götuna og horfi út í veðurhaminn sem tekur á sig ýmsar myndir
. hann tekur vel á því og hægir á sér á milli. Rigningin verður myndræn í ljósgeislum götuljósanna og þegar hann fer upp í marga metra á sekúndu er eins og að veðrið breytist í dreka með stóran faðm sem togar trén til sín og sleppir þeim svo með miklum hvin, hann hristir og lemur húsin og treður sér upp undir þakskeggin, eins og að hann sé að fæla fólk út á götu, beint í gin sitt. Er ég stari út um gluggan sé ég engan á ferli, ekki einu sinni farartæki. Ég hef áður setið við þennan glugga og horft út í ýmsum veðrum og alltaf er einhver á ferli, en núna er enginn ! Oft kemur Óli í Báruhúsi heim á þessum tíma og Stella líka hún vinnur kvöldvaktir á dvalarheimilinu, já og Eggert vélstjóri fer alltaf á sama tíma heim úr vélarhúsinu, þetta er eitthvað undarlegt.Það er komið fram yfir miðnætti og ég hef ekki séð neinn ennþá, er veðrið svo slæmt að enginn þori út ? það hefur oft verið verra, norðan stórgarður með miklum snjó, ófærð og rafmagnsleysi. Ég nenni ekki að halda áfram að fylgjast með, ég fæ mér kaffisopa og jólaköku sem er kannski ekki ráðlegt á þessum tíma, kaffi heldur fyrir mér vöku. Ég ákvað samt að fá mér kaffi ég myndi hvort sem er ekki sofna. Útvarpið ! kannski ég nái veðurfréttunum
. ekkert útvarp !
suð á öllum stöðvum, kannski er gamla útvarpið mitt búið að syngja sitt síðasta. Klukkan er orðin tvö og ég er ekki vitund syfjuð, það er enginn á ferli, veðurhamurinn hefur aðeins minnkað, en hann rignir mikið enn. Afhverju er ekkert ljós í verksmiðjunni ? þeir eru vanir að vinna á vöktum og það er alltaf ljós þar, þeir slökkva aldrei á því ekki einu sinni um jól. Ég verð nú að reyna að sofna, fara í rúmið og berja mig niður enda klukkan að ganga fjögur. Ég dottaði í einn klukkutíma og mér finnst ég vera útsofinn, ég skil þetta bara ekki, kannski er svo djúp lægð yfir landinu sem hefir öll þessi áhrif á mig. Nú er klukkan að verða sex og þá er best að fylgjast með systrunum í næsta húsi og Óla í Báruhúsi þau vinna í frystihúsinu og mæta til vinnu klukkan sex , það má stilla klukkuna eftir þeim. Skrýtið, ég hef aldrei á minni löngu ævi upplifað þetta, þau koma ekki ! er ekki virkur dagur ?, jú jú það er miðvikudagur 13 október, ég er kannski orðin hviðusöm, ég verð nú að hætta að hugsa um þetta , þetta á sér eflaust einhverja skýringu, ég er bara svefnlaus. Nú er klukkan að verða sjö og ég þá get ég hringt í Jóhannes, þetta er nú of mikið af því góða, síminn dauður ! útvarpið
langbylgjan, ég verð að finna hana, helvítis suð..kannski kemur það inn klukkan sjö, þetta suð er eins og ég veit ekki hvað, eftir því sem ég hlusta meira á það, hljómar það eins og napur, sorglegur og einmanna taktur. Nú er veðrið orðið mjög gott hann hefur alveg lægt og er hættur að rigna, mér nú aðeins létt og vonandi fara hlutirnir að skýrast
."
ss
ss strax
þv. ss var varpað á nyrsta hluta landsins
.s.ss..
.vegna geislunar
.allir.. ekki er talið að nokkur hafi komist af
.sssssssssssssssssssssss "
Ég var að laga til í tölvunni minni og rakst á þessa sögu sem ég skrifaði fyrir löngu er ég beið á læknabiðstofu eftir sjúklingi...ætlaði að henda henni en datt þá í hug að henda henni inná bloggið, hún er hér eins og hún kom af kúnni á biðstofunni.....með villum og öllu. En hvað hefur maður verið að hugsa, þetta er nú ekki trúleg saga....eða hvað ?
Flokkur: Bloggar | Mánudagur, 19. febrúar 2007 (breytt kl. 20:33) | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Hvað borðar þú fisk oft í viku
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Mér fannst hún frábær, takk fyrir þetta. Kveðja Gummi
Gummi Lú (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:40
Sæll meistari. Þetta er frábær saga,..... en eftir að ég var kominn meir en niður í hana miðja beið ég alltaf eftir að þú vaknaðir (af draumnum) og værir e.t.v. orðinn aðeins og seinn í vinnuna og vindurinn orðinn að gamalli hásri vekjaraklukku að gera síðustu tilraunina til að ná þér úr draumalandinu
Hólmgeir Karlsson, 19.2.2007 kl. 23:48
Ég þakka góð Comment strákar, já Hólmgeir það hefði ekki verið síðri endir.
Júlíus Garðar Júlíusson, 20.2.2007 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.