Kjaftæði.

Í dag er Öskudagurinn sem hefur ekki farið fram hjá mörgum. Í þessari frétt Morgunblaðsins er talað um að þessi dagur sé að marga mati martröð verslunareigenda. Það er leiðinlegt fyrir börnin að heyra þennan neikvæða tón í henni. Þetta er skemmtileg tilbreyting og allir ættu að fara með bros á vör til vinnu í dag og sérstaklega verslunareigendur því að á slíkum degi geta þeir goldið börnunum fyrir viðskiptin, því það er nú æði oft sem þau stjórna eða hafa áhrif á innkaupin. Ég er búinn að fylgja sönghóp hér á Dalvík í morgun og það er áðdáunarvert hver vel er tekið á móti þeim, nokkur fyrirtæki t.d í fiskvinnslunni eru með reglu fyrir hádegi að stöðva vinnu á meðan krakkar eru í heimsókn, á einum stað var búið að setja upp algenga fiska á ís í kari og krökkunum kennd heitin á þeim, á öðrum stað var búið að setja upp söngpall og sérstakir starfsmenn að fylgjast með. Fyrir sönginn voru börnin að fá harðfisk, nammi, Jójó, blöðrur, myndir af sér og fleira og fleira allt vel undirbúið. Vert er að minnast á frábært framtak Blikkvers á Akureyri þar sem Oddur Helgi Halldórsson og félagar eru með söngkeppni sem er mjög vinsæl. Þetta er dagur barnanna, frábær dagur og allir, verslunareigendur jafnt sem aðrir ættu að vera með bros á vör í dag......Ég á ekki von á öðru en að svo sé í flestum tilfellum og því segi ég að það sé kjaftæði að dagurinn sé einhver martröð...Áfram Öskudagurinn.


mbl.is Silvía Nótt hvergi sjáanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kittý Sveins

já ég er sammála þér með það að þetta er dagur barnanna og veslunareigengur eiga ekki að láta þetta fara í taugarnar á sér.

Kittý Sveins, 21.2.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Birgitta

Það er alveg ótrúlegt að sjá viðmótið hjá starfsmönnum sumra fyrirtækja og óhætt að segja að það sé fyrirtækinu ekki til sóma. Sumir leyfa börnunum ekki að syngja, sumir hafa hreinlega lokað, aðrir eru allt að því dónalegir við börnin. Sem betur fer taka flestir börnunum opnum örmum og leyfa þeim að njóta þessa dags.

Birgitta, 21.2.2007 kl. 14:35

3 identicon

Alveg sammála þér Júlli minn eins og svo oft áður, ef verslunareigendur geta ekka gaukað einhverju smáræði að börnunum 1 dag á ári ættu viðkomandi kannski að loka. Mér varð það á á öskudaginn fyrir ári síðan að fara í Kringluna um hádegi, þar var enn fullt af börnum sem vildi syngja fyrir nammi en á flestum búðum stóð ýmist leyfum ekki söng eða allt nammi búið. Réttast hefði verið að hafa Kringluna lokaða þennan dag fyrst verslunareigendur voru svona nýskir

Bjarnveig (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:53

4 identicon

Öskudagshefðin er skemmtileg - en ég held að geti skipt máli hvaða minningar maður á. Ég er uppalin á Akureyri, og í  mínum huga er margar skemmtilegustu minningarnar frá barnæskunni tengdar öskudeginum. Ekki endilega vegna þess að maður fékk full af nammi, heldur bara allt umstangið í kringum allt saman Braut svo sannarlega upp hversdagsleikann. Nú bý ég á suðvesturhorninu, þar sem hefðin er ekki eins sterk, og þá heyri ég frekar það viðhorf hjá fullorðnu fólki að þetta sé allt hálf þreytandi, börn fái nú hvort eð er meira en nóg af nammi og eigi ekki að vera að hvetja þau til að betla. Finnst frábært þegar fyrirtæki taka sig saman og reyna að gera þetta skemmtilegt -bæði fyrir börnin og líka starfsmennina í fyrirtækinu

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband