Við skulum ekki gera veður út af þessu.

Ég hef áður komið inn á það hér á bloggi mínu að ég vann með öldruðum í tæp 20 ár og stofnaði meðal annars Veðurklúbbinn fræga hér á Dalvík, þegar frægðarsól klúbbsins reis sem hæst var mikill atgangur fjölmiðla og annara í kring um klúbbinn. Einu sinni fór ég með nokkra klúbbfélaga til Rvíkur í dásamlega reisu. Við vorum í merktum peysum sem okkur voru gefnar, það var ótrúlegt hvað margir vildu tala við okkur og taka í hendina á félögum og ræða málin. Allt var þetta í góðu og hið besta mál en innan um voru alltaf einhverjir sem voru að reyna að vera fyndnir á kostnað Veðursins. Svona í tilefni dagsins ( föstudagur) læt ég flakka sýnishorn af þessari veðurfyndni.

Eitt sinn hringdi einhver illi og ruddi úr sér einhverju bulli og sagði svo ofurblítt  " við skulum ekki gera veður út af þessu " hló og skellti á, í Rvíkur ferðinni hitti ég einn félaga minn og hann sagði glottandi  " hann er bara komnn að norðan " í þessari sömu ferð fór ég á Kringlukránna hún er yfirleitt full af ljótum feitum köllum, ég brá mér á klósettið til að skvetta úr skinnsokknum, þá kemur einn inn og rekur rosalega við  og segir svo " hann er að bæta í vindinn " ég skellti mér niður á sama veðurhúmorsplanið og sagði honum að hann væri " svalur " þegar þessi fór kom annar inn og fer að létta á sér við hliðina á mér, hann horfir stíft á félagann sinn og segir svo " ég held að hann sé kominn yfir 30 metra..... á sek " ……nú ákvað ég að drífa mig út af þessari búllu, um leið og ég kom fram er ég stoppaður af einum delanum til viðbótar " ertu farinn ?  " er allur vindur úr þér ", svo fór hann að rugla einhverja þvælu um að hann sé að vestan ég var aldrei viss hvort hann væri að tala um helvítis vindáttina eða hvort hann væri fráskilinn að vestan, þarna fauk í  mig og ég var rokinn út í veður og vind.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband