Kjúklingatertan mín.

  kjullicopy                                                 Var að búa til flokk á blogginu fyrir mitt helsta áhugamál, mat og matargerð. Á slatta af uppskriftum sem ég hef búið til en því miður er maður aldrei nógu duglegur að skrifa niður það sem maður er að gera í eldhúsinu...kannski er bloggið vettvangurinn. Byrja á þessari kjúklingatertu sem gaman er að dunda við og frábært að bera fram fyrir góða gesti.



8  Skinnlausar vel hreinsaðar  kjúklingabringur
1 stórt bréf pepperoni, smátt skorið
1 krukka sólþurrkaðir tómatar, frekar smátt skorinn
Góður biti Havarti kryddostur, rifinn eða sneiddur1
krukka fetaostur, olíunni hellt í glas.
Ferskar kryddjurtir Basilikum og Timian. Timian saxað frekar smátt
Pipar, blandaður úr kvörn
6 hvítlauksgeirar.
3 - 4  tómatar
C.a 6 sveppir


 Kjúklingatertan er í fjórum hæðum með fyllingu á milli. Bringurnar hreinsaðar vel, lundirnar teknar til hliðar. Bringunar barðar með hamri , vel og vandlega og flattar út, hæfilega þunnar ( Svipað eins og að fletja út deig ).Síðan er tekið hringlaga form með lausri spennuhlið. Bringurnar eru lagðar í formið og settar vel út að kantinum,  2 bringur + lundir í hverri hæð, lundirnar notaðar til að fylla vel upp í eyðurnar. 

Á milli : í hverja hæð kemur fyrst KREM, handfylli pepperoni, handfylli sólþurrkaðir tómatar, handfylli fetaostur ( Aðeins kraminn ) krydd og havarti ostur. 

Krem: Hvítlauksgeirar, tómatar, sveppir, 6 - 8 basilikublöð og aðeins af fetaostsolíunni sett í mixer. Kremið má alls ekki vera of blautt ef svo er það bætum við Ritz kexi þar til að við erum ánægð og hægt er að smyrja því á milli hæða. ( Gott að skella lítill krukku af sveppa og ólífu tapenade í kremið ) 

Skraut ofan á: Havarti ostur, sólþurrkaðir tómata lengjur, 1 grein fersk timian.Tertan fer í ofn á 180 gráðu hita í ca 55 - 65 mínútur. Vökvanum hellt af, tertan tekin úr forminu , borin fram heil og diskurinn skreyttur eðs fallega sneiðar settar á disk. Vökvann má nota sem sósu eða sem grunn í sósu fyrir þá sem það vilja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Hey maður verður bara strax að prófa þetta. nammi namm!!

Lárus Vilhjálmsson, 8.3.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband