Eiríkur krúnurakaður með tattúið "Big Red" í skallanum

Jæja...nú er ég búinn að horfa nokkrum sinnum á Eurovision myndbandið með Eiríki Haukssyni. Ég ætlaði að tjá mig um það hér á blogginu strax að því loknu en ákvað að melta það aðeins og horfa á það aftur...og við það varð ég enn staðfastari á fyrstu skoðun minni. Myndbandið er algjör snilld, það er röff, töff og einfalt ef svo má að orði komast. Það snýst um Eirík, Ísland og kraftinn í laginu og það er það sem máli skiptir, þetta er öðruvísi en áður og það er það sem við þurfum til þess að ná athygli í þessum stóra hópi glamúrmyndbanda og laga. Ísland er eins og það er á myndbandinu og það er það sem selur. Það er ljóst að þarna hefur verið pró gengi á ferð sem sá um þetta myndband og ég er ekki frá því að einhverjir tónlistargúrúar út um heim munu renna hýru auga til myndbandsgerðaraðilanna. Eitt sem styrkir mig í því að þetta hafi verið gott eru viðbrögð Dr. Gunna í Kastljósinu, hann var öfundsjúkur....honum fannst Þetta gott en gat ekki alveg sagt það, hann var vandræðalegur og tapsár. Ég tel að myndbandið muni verða til þess að við dröttumst loksins áfram og Eurovision partýin verði tvö þetta árið. Og talandi um hár eða háralit..."skiptirinn" eins og krakkarnir segja, ekki komst Silvía Nótt langt þó að hún væri með 10 liti í hárinu eða hvað það nú var...þetta með að rugla í hárinu á honum var einfaldlega gott PR......og ég minni á að það getur mikið gerst þangað til 12. mai og hver veit nema að kappinn verði ljóshærður eða einfaldelga krúnurakaður og með Tattúið " Big Red" í skallanum. ÁFRAM ÍSLANDGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Sammála, flott myndband hjá Gunna BG og Eiki er flottur. Varðandi tattúið þá gæti Heja Norge á skallanum tryggt okkur 12 stig frá Norge en við fáum það nú örugglega samt

Lárus Vilhjálmsson, 15.3.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband