Hrikalegt.....

Ég vona að pilturinn sé ekki slasaður og ef svo er að það sé ekki alvarlegt og að hann nái sér fljótt. Ástæðan fyrir því að ég blogga um þessa frétt er að mér blöskar hvað það eru margir sem stunda snjóbretti sem nota ekki hjálma. Ég vona að þessi piltur hafi verið með hjálm. En svona almennt skil ég ekki hvaða töffaraskapur menn halda að það sé að hafa ekki hjálm á bretti, skíðum eða reiðhjóli. Ég þekki dæmi, fleiri en eitt um aðila sem hafa slasast mikið vegna þess að þeir voru ekki með hjálm, eru jafnvel fjölfatlaðir. Það að horfa uppá fullorðið fólk vera með börnunum sínum á skíðum og nota ekki hjálm sjálf er eitt sem fullorðnir ættu að hugsa um....en það að foreldrar liði það að börnin þeirra sé ekki með hjálma á skíðum eða bretti er bara ekki fyrirgefanlegt. Ég þykist vita að það eru ekki til lög um hjálmanotkun á skíðum né fyrir 14 ára og eldri á reiðhjólum. Það væri nær að stjórnmálamennirnir sem eru þessa stundina alveg að missa sig í einhverju sem engu máli skiptir samþykktu frekar lög um þessi mál. Allir með hjálm....það er hrikalegt að horfa á börn sem nota ekki hjálm við fyrrnefndar aðstæður.
mbl.is Slasaðist á snjóbretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira smmála þér,ALLIR að nota hjálminn.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:52

2 identicon

Heyr heyr

Ísak Pálmason (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:00

3 identicon

hann var með hjálm þekki þennan gaur

Axel (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:13

4 identicon

hann var með hjálm þekki þennan gaur

Axel (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gott að vita að þessi piltur hafi verið með hjálm, en hann er því miður í minnihluta. Ég óska honum góðs gengis.

Júlíus Garðar Júlíusson, 15.3.2007 kl. 22:16

6 identicon

ja tetta er rett.. en eg stunda sjalf snjobretti og hef hingad til ekki notad hjalm.. en eg hef mikid hugleitt ad fa mer hjalm tar sem eg er i Noregi nuna og flest allir eru med hjalm herna, hvort sem tad eru børn eda fullordnir. Madur ætti ad taka normennina nagranna okkar til fyrirmyndar og nota hjalm eins mikid og teir gera. A Islandi dettur manni bara ekkert i hug ad fa ser hjalm tvi tad virdist svo edlilegt og onaudsynlegt ad nota hann ekki. Afsakid stafina tvi eg er ekki med islenskt lyklabord

Rakel (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:16

7 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk fyrir gott innlegg Rakel.

Júlíus Garðar Júlíusson, 15.3.2007 kl. 22:19

8 identicon

mér finnst nú eiginlega flottara að vera með hjálm þótt ég eigi ekki eitt stykki..

Getur líka fengið sona sniðuga hjálma frá Burton með hátölurum inní svo tengir maður bara við iPod eða whatever og hlustar á tónlist

Blehe (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:54

9 identicon

einu sinni úlnliðsbrotnaði ég á bretti... ekki kom það í fréttirnar..! :P:D

gisli (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 02:31

10 identicon

ég er sjálfur búinn að vera á bretti í 6 ár og var að byrja að nota hjálm í fyrsta skipti og manni líður svo mikið öruggari þegar maður er með hjálminn og þetta er ekkert endilega spurninginn um hvað maður sjálfur er góður t.d. með mig þá fékk ég skíðastaf í hausinn frá öðrum skíðamanni og ég er svo feginn að ég var með hjálm. þannig að ég kvet fólk til þess að nota hjálminn.

Bjarni Bent (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:00

11 identicon

Já,
ég þekki þennan strák hann er 14 ára , og hann notar yfirleitt hjálm á bretti .

nonni (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband