Hvað keyptir þú fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér ?

Hvernig ætli það sé að vinna 30 millur hmmm. Ætli það sé gott eða vont. Mig minnir að ég hafi heyrt um að þeir sem hafi unnið stærstu vinningana í Þýska lottóinu hafi ekki vegnað vel, orðið gjaldþrota eða ruglast hreinlega í kollinum...en líklegt er að vinningarnir hafi verið stærri.

En hvað getur maður gert við 30 millur á Íslandi.
Séð um laun bankastjóra í 3 mánuði.
Leigt C Ronaldo fyrir íslenskt 1. deildarlið sem er að falla í 23 mínútur.
Ekki fengið Elton John til að spila í afmæli...hann kostar 70 millur.
Ekki keypt þér 240 fermetra hús í 101.
Ekki borgað vexti af 40 ára húsnæðisláni.
Ekki keypt farmiða til tunglsins.

Þú getur keypt bland í poka og boðið stórum hóp í mat eftir 1.mars lækkunina...... svona er þetta en að lokum...Til hamingju með vinninginn NN.

 


mbl.is Er 31 milljón ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Skemmtileg upptalning hjá þér :)  Sambærileg rannsókn í Bandaríkjunum sýndi að þeir sem hefðu unnið lottóvinninga, sem þar eru verulega stórir, hefðu að nokkrum árum liðnum allflestir lent í fjárhagskröggum og jafnvel komnir með verulega óhagstæða skuldastöðu. Tilfellið var að þeir hegðuðu sér flestir eins og við hin: Eyddu því sem þeir höfðu til ráðstöfunar... og svo aðeins meiru!

Jón Þór Bjarnason, 17.3.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Það munaði engu að vinningshafinn væri ég! Ég las það nefnilega í Mbl á þriðjudagsmorgun að vinningurinn hefði gengið út en væri enn ósóttur. Miðinn hefði verið keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. Ég keypti miða þar en var búin að gleyma honum. Við lesturinn fann ég hvernig allt blóð hvarf úr höfði mínu og mér lá við yfirliði. Gat það verið ..? Ég fór með miðann með mér í vinnuna og þetta dúkkaði upp af og til allan daginn, getur verið að ég hafi unnið alla þessa peninga? Svo fór ég með miðaskrattann eftir vinnu og lét athuga með vinning og viti menn - heilar 700 krónur komu í minn hlut! Svona fór með þá vinningsvon .. en það hefði örugglega verið tómt vesen að sitja allt í einu uppi með 31 milljón

Vilborg Valgarðsdóttir, 17.3.2007 kl. 14:10

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þap munaði ekki nema 5 tölum að ég væri vinningshafinn

Júlíus Garðar Júlíusson, 17.3.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Hahahahahah!

Vilborg Valgarðsdóttir, 17.3.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband