Foreldranna mál.

Netið er fullt af klámi, barnaklámi og allskyns óhugnaði, þessa staðhæfingu held ég að flestir verði að verði sammála um. Ég held að það sé sama hvað það er ef þú hefur áhuga og vilja til að finna það og skoða þá finnur þú það á netinu. Nú hef ég ekki gert neina könnun á þessu en tel að það bendi allt til þess að framangreint sé rétt. Það er mikið rætt um hvað sé hægt að gera í sambandi við hluti á netinu sem börn ættu ekki að skoða ég tel að það sé aðeins eitt,  það er að fylgjast vel með hvað börnin eru að gera....það verður aldrei hægt að komast fyrir óhugnaðinn. Þeir sem koma þessu á netið og græða á því finna alltaf leið og óhugnaðurinn mun alltaf verða til staðar á netinu. Eina leiðin til að stýra þessu er á heimavelli, og staðhæfing eins og "börn eiga ekki að vera ein á netinu"  er það sem menn verða að taka til alvarlegrar athugunar. Leyfir þú 7 -10 ár barni þínu að vera úti á kvöldin , kannski niður í bæ eftir kl 22.00 eftirlitslausu ? ef svarið er nei þá ættir þú heldur ekki að leyfa því að vera eftirlitslausu í tölvunni, það getur allt gerst á báðum stöðum.
mbl.is Um 30-40% ábendinga barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Heyr, heyr. Við foreldrarnir getum ekki kastað ábyrgðinni á börnunum okkar á einhverja aðra.

Lárus Vilhjálmsson, 20.3.2007 kl. 08:40

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Nákvæmlega, góð setning ,,börn eiga ekki að vera ein á netinu" - vildi að ég gæti sjálfur alltaf haldið það prinsip, en reyni að hafa það þannig eins oft og hægt er. Annars velti ég upp hugmynd hér um daginn sem er ekki ný um útivistarreglur á netinu og frétti m.a. að foreldrar gætu keypt sér tæknibúnað sem væri þannig stilltur að aðeins væri opið á netið ákveðinn tíma á hverjum degi.

Pétur Björgvin, 20.3.2007 kl. 08:40

3 identicon

Nýja útgáfan af Microsoft Vista styður það að skilgreina notkunartíma fyrir börn.

Fyrir þá sem eru með eldri stýrikerfi þá er hægt að fjárfesta hugbúnað sem gerir nákvæmlega það.  Einnig væri það sjálfsagt að netveitur byðu notendum upp á þann möguleika að sía út efni fyrir þá sem það vildu.

En að fara að sía út efni af öllum notendum óumbeðið er ritskoðun. 

Málið er nefnlilega að þær tölvur sem eru með ólöglegt efni á netinu auglýsa það aldrei.  Sem þýðir að netsían getur ekki treyst á "Content Tags" sem segja hvaða efni þessi síða inniheldur.  Og ef netsían veit hvaða tölva þetta er þá á einfaldlega að láta lögregluna vita.

Kalli (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:02

4 identicon

Parental Control er í mörgum þekktum vírusvarnar forritum.

Annars má benda á að ef notendur nota Firefox (www.firefox.com) vafrann, þá má setja inn Extensions/Addons sem heita Adblock Plus og Flashblock sem eru hrein snilld. Það er hægt að nálgast þau með að því að fara á https://addons.firefox.org

Adblock Plus lokar á hrikalega mikið af auglýsingum, og bíður líka uppá að þú hægrismell á auglýsingar sem þa lokar ekki, og lokað á þær, og

Flashblock kemur í veg fyrir að Flash (sem eru aðalega auglýsingar líka) keyri sig upp sjálfkrafa nema að þú smellir á þær og keyrir þær upp.

Það er alveg ótrúlegt hvað www.mbl.is verður LESANLEG án alls áreitis þegar þessi 2 addons hafa verið sett inn, þó að það þurfi reyndar að hægri smella og blokka 1-2 auglýsingar sem adblock náði ekki yfir. 

Og svo auðvitað það nýjasta, FoxFilter sem bíður notendum uppá content filtering, þar sem þú getur sett inn viss bannorð á netinu þannig að foreldrar geta síað heimasíður sem börnin mega ekki komast á, og sett lykilorð á það. T.d. orðið "porn" og þá keyrir Firefox ekki síðuna upp.

Firefox (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:22

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þakka góð komment og áhugaverðar og þarfar upplýsingar.

Júlíus Garðar Júlíusson, 20.3.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góð og þörf áminning, það er ekki eins erfitt að fylgja þessu eftir eins sumir halda.

Sigfús Sigurþórsson., 20.3.2007 kl. 11:21

7 identicon

Auðvitað ættu allir foreldrar að fræða börnin sín og fylgjast með því hvað þau eru að gera á netinu. En hvað með þau börn sem eru svo ólukkuleg að eiga foreldra sem sinna því ekki?

Er þá ekki bara eitt að gera við því líka að barnaníðingar eru á ferli í samfélaginu sjálfu, uppfræða börnin og banna þeim að tala við ókunnuga? Að koma lögum yfir níðingana sjálfa er þá væntanlega aukaatriði ef að börnin eru meðvituð um hættuna...

Mér finnst merkilegt hvað netið ætlar lengi að vera "óraunverulegur" hlutur sem þarf ekki að lúta sömu reglum og lífið utan netsins. Samt er raunveruleiki okkar orðinn mjög háður netinu að mörgu leiti og líf okkar fer fram á netinu að einhverjum hluta eins og samskipti okkar hér á þessu bloggi sanna.

Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:32

8 identicon

Hér hafa komið góðir punktar. 

Börn eiga ekki að vera ein á netinu.  Amen. 

Vil samt benda á eftirfarandi.

Margir foreldrar fylgjast vel með hvað börnin eru að gera á netinu.  Ég tek það fram að mitt barn fer mjög sjaldan á netið.  Ég hef það fyrir reglu að velja síðuna með mínu barni í þau fáu skipti sem netið er notað, og er í raun bara um 2 til 3 síður sem um er að ræða.  Einnig leyfi ég barninu mínu ekki að skipta sjálft um síðu, heldur verð ég að slá inn næstu síðu.  Vitandi að hún er á "leyfilegri síðu", þá leyfi ég mér að taka til í eldhúsinu og svara í síman, en geng reglulega framhjá tölvunni, til að fylgjast með, og sest hjá henni við og við.  Þetta er bara ekki nóg.  Það er heldur ekki nóg að sitja allan tíman með börnunum.  Klámefni getur poppað upp óumbeðið á barnasíðum, og þegar það gerist, þá er skaðinn skeður.  Það að maður sé búin að skoða síðurnar, og sé í góðri trú um að um barnaefni sé að ræða, dugar ekki.   Það er helvíti hart að ekki sé hægt að forða börnum frá því að klámefni birtist á skjánum, þrátt fyrir ALLAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR.   Fyrir stuttu lennti barnið mitt, 8 ára gamalt, sem var á leikjanet.is, (sem er leyfileg síða fyrir það að vera á) að klámefni birtist að öllum óvörum.   Netnotkunin var með eftirliti ömmunnar ásamt því að ég var á staðnum.  Ég heyri í ömmuni hljóða upp fyrir sig, þegar hún gekk framhjá tölvunni.  Klámauglýsing í full swing var vinstra megin við leikinn á skjánum.   Sem betur fer var barnið það upptekið í leiknum að það tók minnst eftir þessu, og ég ásamt ömmunni lokuðum síðunni hið snarasta.  

Um var að ræða barnasíðuna Leikjanet.is sem er viðurkennd barnasíða, og leikurinn heitir Wicky woo, sem er saklaus barnaleikur, enda á barnasíðu.  Þetta var tilkynnt Barnaheilla, sem sagði að þetta væri ekki fyrsta ábendingin varðandi þessa síðu, heldur væru um nokkur skipti að ræða, þ.am. tengt dúkkulísuleik sem ætlaður er litlum telpum.   Leikjanet.is hefur nú þegar tekið þennan leik út, og tók einnig dúkkulísuleikinn út, um leið og kvörtun barst.

Leikjanet.is setti þetta klámefni sjálft ekki inn á sínum tíma að mér best vitandi, en þetta fyrirtæki fær leiki til að hafa á síðunni hjá sér hjá erlendum aðilum, sem geta búið svo um hnútana að klámefni birtist, skv. heimildum frá Barnaheill.  Hvað um það þá er ábyrgðin algerlega þeirra.   Ég sem foreldri ber líka ábyrgð, að sjálfsögðu, en þetta er orðið ansi erfitt að standa undir þessari ábyrgð, ef allar varúðarráðstafanir duga ekki til.   Ég sem ætlaði að forðast það í lengstu lög að fjárfesta í leikjatölvu á borð við Game boy, sem er með svipaða leiki og Leikjanet, er alvarlega að endurskoða þá afstöðu.  Það gilda alveg sömu lögmál hér og þegar barnið er eitt úti, og foreldrið er í glugganum eða með þvi.  Það getur alltaf einhver ráðist á barnið þitt, og þú sem ert með því  úti eða á vaktinni, nærð ekki alltaf að skerast í leikinn nógu snemma.   Við berum ábyrgðina sem foreldrar, en þetta er orðið einum of erfitt fyrir okkur að standa undir þessu, meðan netið er svona "slungið".   Hef engar lausnir, annað en að eða rannsaka vel þá síðu sem á að nota, takmarka netnotkun og sitja alltaf allan tíman með mínu barni og vera tilbúin að slökkva á síðunni.   ÉG treysti í það minnsta ekki síðunni Leikjanet.is, vegna ítrekaðra tilfella.

Virðingarfyllst  G.Matthíasdóttir.

Guðbjörg Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:05

9 Smámynd: Didda

Vil líka benda á spjallið á leikjaneti þar leynast ýmsar gerðir að manneskjum, ég mæli með að foreldrar fylgist vel með því, eða einsog ég gerði ég bannaði dóttur minni að vera á þessu spjalli, fyrir utan að einhverjir eru að biðja um msn og mailin þeirra, þá er hreinn viðbjóður sem er þar stundum í gang. T.d var ég að fylgjast með þessu spjalli og einhver sem var þarna inni var alltaf að senda slóð og biðja krakkana að fara inná slóðina, ég klikkaði á þetta og endaði inná síðu með dýraklámi.....það eru engin takmörk fyrir ógeðinu sem er í gangi. Verum ábyrg pössum börnin okkar!!

Didda, 22.3.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband